Lindin - 01.01.1929, Side 59
L I N D 1 N
57
svona stórfeld. Sem alþekt dæmi úr okkar samtíð mætti
nefna Jóhannes Jósefsson, frömuð ungmennafjelag-
anna hjer á landi, er með eldmóði sínum og stórhug
hefir rutt sjer braut og orðið víðfrægur maður á sínu
sviði.
Þá má ekki síður finna dæmi hins hjer hjá oss,
hvernig andinn eins og þrýstist saman í þröngum
starfshring og þröngum Jífskjörum og verður að hálf-
gerðum vanskapnaði, einkum ef maðuripn var skapað-
ur til að verða mikilmenni á einhvern hátt.
Eitthvert hið átakanlegasta dæmi þess er Bó!u-
Hjálmar. Honum yoru meðfæddar óvenjumiklar gáf-
ur og listarhæfileikar, sem að miklu leyti eyddust í það
að kveða naprasta níð og jafnvel bölbænir um náung-
ann. Til þess er hörmulegt að vita, þegar miklir og
góðir kraftar fara svo til spillis og afskræmast og
vanskapast í þröngum og ömurlegum starfshring, sem
slæmt aldarfar og menningarleysi hefir skapað.
»Lítilla sanda, lítilla sæva, lítil eru geð guma«, segir
fornskáldið og bætir svo við: »Allir menn urðut jafn-
spakir. Half es öld hvar«. Það er: allir menn urðu ekki
jafnspakir. Alstaðar er heimurinn ófullkominn.
Þetta eru sannindi, sem allir verða að játa og kann-
ast við. Ekki geta allir orðið mikilmenni. Það eru ekki
nema fáir útvaldir, sem það auðnast eða möguleika
hafa til þess. En það á að vera takmark alls uppeldis
og allrar mannfjelagsskipunar, að hver maður fái skil-
yrði til að ná sem mestu af þeim þroska og vexti, sem
honum er áskapað að ná.
En þetta mun vera hægra sagt en gert, og verður
sjálfsagt langt eftir því að bíða enn, þrátt fyrir mikl-
ar umbætur á síðari tímurn og þrátt fyrir kappsam-
lega baráttu fjölda ágætra manna fyrir því, að »hver
maður fái að ná þeim þroska, sem honum er áskapað,
og hver maður komist á rjettan stað í lífinu«, eins og