Lindin - 01.01.1929, Page 62
60
L 1 N D I N
æfa. Sá, sem vill verða vitur, þarf að hafa heyrn eins
og Heimdallur. Hann þarf að heyra gras gróa á jörðu
og ull vaxa á sauðum.
Enginn verður heldur mannúðlegur og líknsamur á
því að kenna í brjósti um sjálfan sig og bera umhyggju
fyrir vellíðan sinni einni saman, heldur á hinu, að
finna til með mörgum og bera umhyggju fyrir öllu sem
lifir og andar og hann nær til.
Enginn verður göfug hetja á því að berjast fyrir
eigin frelsi og fjöri, heldur á hinu, að berjast fyrir
föðurland og þjóð eða einhverja hugsjón til almenn-
ingsheilla.
Þetta er að mínu áliti munurinn á mikilmenni og
lítilmenni. Lítilmennið lifir af eðlishvöt aðeins til þess
að lifa. Starfshringur þess nær lítið út yfir það, sem
munnur og magi krefjast. Mikilmennið lifir i'yrst og
fremst fyrir vöxt og fullkomnun — ekki aðeins sjálfs
sín heldur allra. Mikilmennið veit eins og Einar Bene-
. diktsson segir,
s>að alt ér af einu fætt,
að alheimslíf er ein voldug' ætt,
dauðleg, cilíf og ótalþætt
um afgrunns og himins slóðir«
og lifir og starfar samkvæmt þeirri vissu. Það er hinn
mesti verkahringur, sem dauðlegur maður getur vaL
ið sjer.
Nú er högum flestra svo háttað, að þeir þurfa að
velja sjer eitthvert starf til þess fyrst og fremst að
hafa lífsuppeldi af. Og þá er ekki altjend, að menn
eigi völ á því starfi, sem þeir eru hneigðastir fyrir og
mundu þroskast mest af. Það eru, því miður, svo
margir, sem ekki komast á »rjetta hillu« í lífinu eins
og kallað er.
Lífsönnin hefir það til að setja mönnum kosti eftir
sínum geðþótta og hafa hausavíxl á óskum manna og