Lindin - 01.01.1929, Side 65
LINDIN
63
kvöld eitt fyrir nokkrum árum. Jeg var á ferðalagi í
Danmörku og kom á járnbrautarstöðina í Árósum. Þar
varð jeg að bíða um stund eftir lest. í biðsalnum voru
festar upp ýmsar auglýsingar, og jeg fór að glugga í
þær mjer til dægrastyttingar, meðan jeg beið. Þá rakst
jeg þar á auglýsingu eina, sem vakti eftirtekt mína.
Hún var frá ungmennafjelögum borgarinnar, og var
efni hennar vinsamlegt tilboð til allra ferðamanna, er
til borgarinnar kæmu, um að veita þeim alla þá hjálp
og leiðbeiningar, sem þeir kynnu að þarfnast og hægt
væri að láta í té. Þar var ennfremur vísað á stað nærri
stöðinni, þar sem tekið væri á móti slíkurn gestum.
Jeg varð svo hrifinn af þessari auglýsingu, þó að jeg
þyrfti raunar ekki á hjálp að halda, að jeg skrifaði
hana orðrjett upp í vasabók mína til minja. Þeir, sem
ekki þekkja til, geta kannske tæplega gert sjer' í hug-
arlund, hvað óvanir ferðamenn geta komist í mikii
vandræði í ókunnum löndum, og hve mikið kærleiks-
verk það er, að rjetta þeim svona bróðurlega hjálpar-
hönd.
Jeg hefi getið um þetta atvik til þess að sýna, hvað
hugkvæmum vakandi æskulýð getur dottið í hug að
starfa meðbræðrum sínum til gagns og hjálpar og
sjálfum sjer til þroska og sálubótar.
Nú á dögum er mikið rætt um orkunýtingu alls kon-
ar. Menn brjóta heilann um það, hvernig beisla megi
fossa og straumvötn, hvernig ná megi tökum á vind-
inum, hreyfingum sjávarins og öllum náttúruöflum og
láta þau vinna í þágu mannanna. Og þetta er að vísu
ágætt. En hitt má ekki vanrækja, að efla og hagnýta
hina lifandi orku, sem fólgin er í mönnunum sjálfum
og er allri jarðneskri orku æðri.
Sókrates, einn hinn mesti spekingur fornaldarinn-
ar, sagði eitt sinn á þá leið, að það væri nokkuð furðu-
legur hugsunarháttur, er menn reyndu af alhuga að
vanda sem mest uppeldi kálfa og tamningu hesta sinna,