Lindin - 01.01.1929, Page 65

Lindin - 01.01.1929, Page 65
LINDIN 63 kvöld eitt fyrir nokkrum árum. Jeg var á ferðalagi í Danmörku og kom á járnbrautarstöðina í Árósum. Þar varð jeg að bíða um stund eftir lest. í biðsalnum voru festar upp ýmsar auglýsingar, og jeg fór að glugga í þær mjer til dægrastyttingar, meðan jeg beið. Þá rakst jeg þar á auglýsingu eina, sem vakti eftirtekt mína. Hún var frá ungmennafjelögum borgarinnar, og var efni hennar vinsamlegt tilboð til allra ferðamanna, er til borgarinnar kæmu, um að veita þeim alla þá hjálp og leiðbeiningar, sem þeir kynnu að þarfnast og hægt væri að láta í té. Þar var ennfremur vísað á stað nærri stöðinni, þar sem tekið væri á móti slíkurn gestum. Jeg varð svo hrifinn af þessari auglýsingu, þó að jeg þyrfti raunar ekki á hjálp að halda, að jeg skrifaði hana orðrjett upp í vasabók mína til minja. Þeir, sem ekki þekkja til, geta kannske tæplega gert sjer' í hug- arlund, hvað óvanir ferðamenn geta komist í mikii vandræði í ókunnum löndum, og hve mikið kærleiks- verk það er, að rjetta þeim svona bróðurlega hjálpar- hönd. Jeg hefi getið um þetta atvik til þess að sýna, hvað hugkvæmum vakandi æskulýð getur dottið í hug að starfa meðbræðrum sínum til gagns og hjálpar og sjálfum sjer til þroska og sálubótar. Nú á dögum er mikið rætt um orkunýtingu alls kon- ar. Menn brjóta heilann um það, hvernig beisla megi fossa og straumvötn, hvernig ná megi tökum á vind- inum, hreyfingum sjávarins og öllum náttúruöflum og láta þau vinna í þágu mannanna. Og þetta er að vísu ágætt. En hitt má ekki vanrækja, að efla og hagnýta hina lifandi orku, sem fólgin er í mönnunum sjálfum og er allri jarðneskri orku æðri. Sókrates, einn hinn mesti spekingur fornaldarinn- ar, sagði eitt sinn á þá leið, að það væri nokkuð furðu- legur hugsunarháttur, er menn reyndu af alhuga að vanda sem mest uppeldi kálfa og tamningu hesta sinna,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Lindin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lindin
https://timarit.is/publication/730

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.