Lindin - 01.01.1929, Qupperneq 66
64
LINDIN
en ljetu reka á reiðanum með uppeldi borgara þjóð-
fjelagsins.
Þessi orð geta víða átt við enn í dag.
Það er eins og mönnum og þjóðum vilji oft gleym-
ast það, sem mestu varðar, og aðalatriðin liverfi stund-
um sýnum í skugga auka-atriðanna.
í haust sem leið, hitti jeg kunningja minn einn norð-
ur á Akureyri. Hann er formaður skátafjelagsins þar
og áhugamaður mikill um þau efni. Jeg vissi, að hann
var þá nýlega kominn sunnan af Englandi og hafði
verið að kynna sjer ungmennahreyfingar þar. Jeg fór
að spyrja hann spjörunum úr, hvernig honum hefði
litist á æskulýðinn í borgunum þar suður frá. Og satt
að segja átti jeg ekki von á neinu góðu, því að mjer
er dálítið kunnugt um, hvernig ganga vill í þröng og
þys stórborganna — hvernig fjöldi ungmenna, og
margra efnilegra, drafnar niður í vanhirðu og verður
að líkamlega og andlega voluðum aumingjum, og þó
allra verst í verksmiðjuborgum Englands.
En þvert á móti því, sem jeg bjóst við, ljet hann
ekki illa af ástandinu. Hann sagði, að nú væru augu
Englendinga óðum að opnast fyrir þessu þjóðarböli,
og margir ágætir menn hefðu nú á síðustu árum tekið
sjer fyrir hendur að hreinsa til í þessu sorpi þjóðfje-
lagsins, og ástandið færi óðum batnandi. Síðan mælti
hann á þessa leið:
»Þetta er líka það, sem mestu varðar af öllu, að
manna æskulýðinn og gera úr honum svo mikið, sem
auðið er. öll togaraútgerð, pólitík og verksmiðjuiðnað-
ur, sem nú á dögum gleypir alt vit og hugsun þjóð-
anna, er í raun og veru hjegómi einn í samanburði við
þetta mikilvægasta mál — uppeldi og menningu vax-
andi borgaranna«.
Þetta þóttu mjer einhver hin viturlegustu orð, sem
jeg hefi heyrt nú lengi.
Ef þessi hugsunarháttur væri almennur, og þetta