Lindin - 01.01.1929, Side 72
70
L I N D I N
um eða skemmum, en nokkurri kirkju. Þarna hafa þær
staðið, oft á fallanda fæti, ómálaðar eða illa málaðar,
skektar, með allskonar dóti og- rusli innan veggja, kald-
ar, dimmar, skrautlausar með öllu, berar og naktar,
þar sem ekkei't er til að minna á Guð, eða til að lyfta
hug til hæða. Mörgum mundi þykja nokkuð óvistlegt
heima hjá sjer, væri þar ekki vistlegra en í sumum
kirkjum þessa lands hefur verið. Og margur mundi
veigra sjer við að bjóða ókunnugum inn, þar, sem þeim
þykir fullsæmilegt að bjóða Guði almáttugum. Þetta
er hneyksli; og með öllu ósamboðið kristnu fólki, að
tíma ekki að leggja fram fje til að gera sinn guðsþjón-
ustustað sómasamlega úr gai'ði.
Kirkjan þarf að vera vistlegasti og prýðilegasti stað-
urinn í þorpinu eða sveitinni. Henni þarf að vera allur
sá sómi sýndur, sem tök eru á. Þegar inn er komið á
það að vera öllum Ijóst, að þarna býr fólk, sem þykir
vænt um kirkjuna sína, og ber lotningu fyrir því, sem
þar fer fram. Komist sá menningarbragur á, heima á
þeim helga stað, mun hann víðar fara að koma í ljós
á eftir. Og þetta er engum söfnuði um megn að gera,
ef viljann ekki vantar. Því til sönnunar er mjer ánægja
að geta bent á einn fátækan söfnuð í einu sjávarþorpi
þessa lands, sem hafist hefur handa til að fegra guðs-
hús sitt. En það er; Hólssöfnuður í Bolungarvík.
Eins og víða hefur átt sjer stað, var einnig Hóls-
kirkju í mörgu ábótavant. En þó kom að því að safn-
aðarfólk fór að sjá að svo búið mátti ekki standa, og
hefst nú handa til að ráða bót á því sem ábótavant var.
Að þremur árum liðnum hafa komið til þessara þarfa
um kr. 5000.00, auk muna, sem gefnir hafa verið. Og
þetta hefur í kirkjuna komið: Ágætur ofn; raflýsing
með c. 500 metra langri sjerleiðslu, ný altarisklæði,
nýr prestsskrúði, tveir sjöarma altarisstjakar fyrir
rafurmagn, Kristsmynd Thorvaldsens á stalli, floslagð-
ar grátur og gólfteppi þar innaní, dyratjöld, dúklagður