Lindin - 01.01.1929, Blaðsíða 73
L I N D I N
71
kór, gangur, andyri og stigar, 20 sálmabækur og biblía,
og fleira smávegis. Þetta er þegar gert og fleira er í
vændum.
Eins og oft vill verða er tekið er til starfa, verða
ýmsir til að rjetta hjálparhönd. Svo hefur og verið
hjer. Fólk úr öðrum bygðarlögum hefur hjálpað mik-
ið, án þess að til þess hafi verið leitað. En að langmestu
leyti er alt þetta verk safnaðarfólks sjálfs. Og þá verð-
ur spurningin:
Hvernig hefur verið farið að þessu?
Hið fyrsta sem gera þarf, er um einhverjar umbæt-
ur er að ræða, er að vekja athygli fólks á að umbót-
anna sje þörf, og vekja áhuga þess á framkvæmdum.
Svo er og hjer. Framkvæmdum má svo allavega haga
eftir ástæðum.
Sú aðferð, sem höfð hefur verið hjá Hólssöfnuði, er
að vinna þetta verk með frjálsu móti, óháð öllum lög-
boðnum gjöldum og starfsviði sóknarnefndar. Til þess
að ná saman fje hefur verið viðhöfð hlutavelta og fjár-
söfnun með áskrifendalistum. En samt gjört frekar
lítið að því. Aðallega hefur fjeð safnast í peningabauk,
sem látinn hefur vérið í anddyri kirkjunnar, og með
áheitum. Þessi aðferð geðjast 'mjer best. Enginn er
þvingaður, hver er alfrjáls, og menn taka þetta upp
hjá sjálfum sjer. Það sem í mínum huga gefur áheit-
unum gildi, er hugkvæmni mannanna sjálfra. En pen-
ingabaúkurinn tekur á móti eyri ekkjunnar, og getur
vanið mann á reglusemi í meðferð fjár.
Til þess að þessi starfsaðferð gefist sem best, er
hagkvæmast að eitthvert ákveðið verk sje tekið fyrir í
senn og að því starfað þar til því er lokið. Hinn sýni-
legi árangur sem þá kemur í ljós, verður aftur fólki
hvöt, er næsta verk er hafið. Fyr en varir er fólk á
þennan hátt búið að vinna stórvirld, og veit varla af
því að það hefur lagt alt fram, sem til þurfti.
Einsog gefur að skilja, þarf slík starfsemi forgöngu-