Lindin - 01.01.1929, Side 78
76
L I N D I N
handa oss æðstaprests bænina — skrifar eptirfylgjandi
orð — og er þá sennilegast orðinn háaldraður maður
(1. Jóh. 1, 1 v.). »Það, sem vjer höfum heyrt, það sem
vjer horfðum á og- hendur vorar þreifuðu á, það boð-
um vjer yður«. Það er eins og hinn fjörgamli postuli
vilji segja eitthvað á þessa leið: Nú eru þeir allir
komnir á undan, Pjetur og Jakob og allir hinir post-
ularnir og jeg er einn eptir — svo fjörgamall, að þjer
verðið að bera mig á samkomu yðar — börnin mín!
Lokkar mínir eru orðnir hvítir — hendur mínar
skjálfa — augu mín eru orðin döpur og heyrnin sljó;
en á meðan hönd mín var enn ung og sterk og hlý, þá
lagði jeg hana opt í hönd hans, og þegar hún hvíldi í
lófa -frelsarans fann jeg unaðslega krapta streyma um
mig allan; og á meðan augu mín voru ung og skær þá
horfðu þau í augu hans, sem er ljómi Guðs dýrðar og
ímynd hans veru — og sál mín fylltist fögnuði og ó-
umræðilegum sælutilfinningum; og einu sinni hvíldi
jeg höfuðið upp við brjóst hans og lagði hlustirnar að
hjarta hans og heyrði það slá, og þá heyrði jeg, að
hvert einasta æðarslag hans var kærleikur — óendan-
leg, takmarkalaus, fyrirgefandi, lífgjöful elska.
Hver var hann svo þessi veruleiki, þessi sannleikur,
sem þeir tóku á með höndum sínum og sáu með augum
sínum. Jóhannes segir að það hafi verið orð lífsins;
Orðið, sem varð hold, og því gefið öllum þjóðum til
frelsis án manngreinarálits — leið og dó og reis upp
frá dauðum. M. ö. o. Jesús sjálfur — líf hans og líf-
erni, að svo miklu leyti sem þeir gátu skilið hann —
starf hans og fagnaðarboðskapur — þjáning hans og
dauði á krossinum og líkamleg upprisa hans frá dauð-
um, — himnaför hans og efndir og ástg-jöf heilags
anda. 'Alt var þetta óhrekjandi sannleikur, óbifandi
staðreynd og óyggjandi vissa, sem fylti sálir postul-
anna takmarkalausum sigurkrapti og gjörði þá að
hollu, nýju.blóði, sem læknaði sjúka kynslóð og heilagn