Lindin - 01.01.1929, Page 87

Lindin - 01.01.1929, Page 87
L I N D I N 85 sem áður þótti gott í þessu falli, þykir óviðunandi nú, svo smekkvísir eru söfnuðirnir þó orðnir. En þetta er nú stórum að lagast með ári hverju, og' kröfurnar um bættan kirkjusöng eru að verða háværari og háværari. Þar sem enn er ábótavant í þessu tilliti, veit jeg fyrir víst og af reynslu að prestunum og söfnuðum, ef þeir taka höndum saman um að hrinda þessu í betra horf, er í lófa lagið að gera það. Jeg vil nú tilfæra hjer dæmi máli mínu til sönnunar. Jeg hefi nú dvalið hjer á út- kjálkaprestakalli í 24 ár. Báðar kirkjur mínar voru nýbygðar er jeg kom, en þeim hróflað svo óvandvirkn- islega upp, að þær máttu heita að hruni komnar nú fyrir tveim árum. En þá hófust söfnuðir mínir fúslega handa og rjeðust í endurbæturnar: Nýr kór var reist- ur við kirkjuna í Aðalvík og gert vandlega við hana úti og inni, ofn settur í hana og orgel-harmonium, og hið sama átti sjer stað um Hesteyrarkirkju: stór við- gerð, ofn og orgel. Þessi skjótu umskifti sem jeg nú hefi frá skýrt að raunverulega hafi átt sjer stað, heimila oss fyllilega að leggja fyrir oss þá spurningu: Mundi nú eigi verða hin sama raunin á, ef annarstaðar væri sami áhugi á því að kippa því í lag, sem enn er ábótavant í þessu efni? Jeg hefi enga ástæðu til að ætla, að aðrir söfn- uðir úti'um landið yrðu eftirbátar útkjálkasafnaðanna minna í því, að vilja nokkuð á sig leggja í þessu skyni, er þeir sæu, að hjer væri um áhugamál prófasts og hlutaðeigandi presta að ræða. Jeg er í engum vafa um, að með lægni og ákveðnum vilja má hrinda þessu í fult lag á skömmum tíma, svo að prestar og söfnuðir megi vel við una og kirkjurnar okkar eigi framar þurfi að vera okkur til vanvirðu og útlendingum, er þær sjá, hið órækasta vitni um menningarleysi. Og kunnugra en svo, að hjer þurfi frá að skýra er það, að útlendir vísindamenn, sem um landið ferðast og glögt auga hafa fyrir öllu, hafa oft látið sjer um munn fara, að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Lindin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lindin
https://timarit.is/publication/730

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.