Lindin - 01.01.1929, Síða 90
88
L I N D I N
ungum aldri, við söng, bæði að heyra hann og iðka.
Auðvitað má ekki ofbjóða litlum barnskröftum í þessu
efni fremur en öðrum, heldur fara eftir hæfi hvers og
þyngja verkefnin samsvarandi vaxandi þroska. Æsku-
aldurinn þarf að njóta samskonar æfingar, að undan-
skildum tíma þeim, sem ungir piltar eru vanalega í
svonefndum mútum.
En söngæfingin sjálf er ekki einhlít; henni þarf —
einkum er kemur til æskuáranna — að fylgja fræðsla,
er afli þekkingar á eðli söngsins, heppilegri notkun
raddfæranna, byggingu sönglaganna og táknum þeim
(nótum), sem hún gefst til kynna með. Það er illur
misskilningur ungs fólks nú um stundir, að það geti
stundað söngleg efni án nokkurrar þekkingar á söng.
Eg minnist unglings, sem vildi og hugsaði sér að fara
að læra að leika á harmoníum án þess að þekkja nót-
ur — bar það fyrir sig, að slíkt tíðkaðist með harmon-
íku-spil. Það er að verða of algengt, að unglingar fáist
eitthvað við hljóðfæri án nægilegrar-þekkingar í þeim
efnum. Verklega kunnáttan verður fyrir það léleg, án
fegurðarnæmi og lítið aðlaðandi. Þetta spillir aftur
meðvitundinni um gildi sönglistarinnar. , — Þetta á-
hugaleysi á söngfræðilegu námi, mun annars einn þátt-
ur í núríkjandi tilhneigingn, að taka námsefnin sem
lausustum tökum — leggja sem minst á sig.
Og ekki er það aðeins söngvarinn og hljóðfærisleik-
andinn, sem þarf nokkra söngfræðislega þekkingu.
Njótandinn, áheyrandinn þarf hennar líka. Það er að
vísu til, að menn verða gagnteknir af söng og hljóm-
legri fegurð án nokkurrar lærdómslegi’ar þekkingar á
þeim efnum, en hitt liggur þó í augum uppi, að skoðun-
in öll verður, hér eins og annarstaðar, því nákvæmari,
auðveldari og unaðslegri, sem hún styðst við meiri
þekkingu — fegurðarnæmi eykst, hið veglega er tekið
fram yfir hið lélega, listgáfan öll hækkar. Með þessu