Lindin - 01.01.1929, Side 92
90
L I N D 1 N
— Heimilissöng-urinn gerir menn svo færari um að
taka þátt í samfundasöng, sem bæði er fundarprýði og
fundarheill, þegar sungin eru fögur ljóð með lifandi
tilfinningu fyrir efninu. — Iðkið söng, ungir og gamlir.
Svo er að sjá af því, sem menn þekkja til söngs á
fyrri öldum, sem söngíþróttin hafi einkum — eða nær
eingöngu — verið helguð guðsdýrkuninni. Menn tign-
uðu guði sína með söng bæði í fjölgyðis- og eingyðis-
trúarbrögðum. — Söngur og hljóðfærasláttur mátti sín
mikils í guðsþjóuustu Gyðinga. Þaðan færðist hann til
kristinna manna. Þekkist nú mjög lítið til annars söngs
þeirra en kirkjusöngsins langt fram eftir öldum. —
Þetta sýnir, að menn hafa snemma fundið, hve veglegt
guðsdýrkunarmeðal söngurinn var og er. Hverjum ætti
líka þessi yndislega íþrótt fremur að þjóna en þeim,
sem gaf hana, góðum guði?
»Gott er að lofa drottinn,
og' lofsyngja nafni þínu, þú hinn hæsti«.
(Sálm. 92., 2.).
— Svo fagurt og verðugt sem það er að syngja um
sérhvað það, sem áður var talið, þá á þó guðsþjónust-
an ávalt mest tilkall til þessarar fögru lofgerðar- og
tilbeiðslu-meðferðar.
Guðsþjónusta íslensku kirkjunnar hefir jafnan not-
ið söngs til viðhafnar. Vegleg hefir sú athöfn þótt, er
Þormóður prestur og þeir 7 skrýddir menn súngu hina
fyrstu messu við Almannagjá á Alþingi sunnudags-
morguninn 23. júní árið 1000 og gengu síðan til Lög-
bergs berandi krossa og veifandi reykelsum. Má ætla,
að óviðráðanleg lotning fyrir þessari veglegu guðs-
þjónustu hafi með öðru valdið þvi, að heiðnir menn
gripu ekki til vopna, og að kristnir menn hafi farið svo
djarflega í trausti áhrifa hennar. — Kaþólska kirkjan
hjá oss fal — eins og annarstaðar — einstökum mönn-
um sönginn, en siðbótin vildi breyta því og láta söfn-