Lindin - 01.01.1929, Page 93
L 1 N D 1 N
91
uðinn allan syngja. — Getið er á ýmsum stöðum um
nokkra ágæta söngmenn, en það hefir, því miður, ekki
enn tekist, að fá söfnuðinn allan til að syngja við guðs-
þjónustu, nema ef er á einstökum stöðum. Það er enn
tími til að bæta þetta, og þarf að gerast. Hver einasti
maður, sem situr í kirkju, kominn til vits og ára, á að
taka þátt í guðsþjónustusöngnum eftir mætti. Það er
skylda hans við guð og trúrækni sína, því að guðs-
þjónustan verður hverjum og einum hjartanlegri þann-
ig, að hann sjálfur sé framkvæmandi. Undanfærsla í
þessu efni mun nokkuð af því, að ýmsir fyrirverða sig
fyrir vankunnáttu — finst hún muni spilla svo háleitri
athöfn sem guðsþjónustan er. Bæta ætti úr þessu áð-
urnefnt söngnám barna og unglinga, ennfremur söng-
æfingar í söfnuðum, sem eg vík bráðum að.
En hluttekningarleysi í kirkjusöngnum veldur með-
fram gróinn vani og aðburðaleysi, sem hér, eins og
annarstaðar í því, er miður fer, sljóvgar tilfinningu.
Lítið dæmi: Svo er mælt fyrir í helgisiðareglum vorum,
að prestur byrji hverja grein altarisþjónustunnar með
ávarpi til safnaðarins: »Drottinn sé með yður«, og
söfnuðurinn svari: »Og með þínum anda«. Svo virðist,
sem söfnuði ætti að vera ljúft að bera fram þessa ósk
fyrir prest sinn; en aðeins sárfáir — færri en syngja
—- láta þó verða af því. Ekki er lagið svo vandasamt;
hvert barn lærir það, er það hefir tvisvar eða þrisvar
tekið eftir því. En vaninn hel'ir falið þá vansæmd, sem
felst í þessu. — Eg verð líka að drepa á það — þótt
mér þyki fyrir að slíks verður vart — að góðir söng-
menn, einkum þeir, sem notið hafa hróss fyrir ein-
söng við skemtanir, draga sig í hlé frá kirkjusöngnum.
Líklegast þykjast þeir ekki of góðir til hans, en hugsa
máske sem svo, að mönnum verði þá minni nýjung að
heyra söng sinn við önnur tækifæri. Þetta er ofur óvið-
urkvæmilegt. Hver, sem getur sungið aðdáanlega hefir
sannarlega fyllstu ástæðu til þess að þakka guði fyrir