Lindin - 01.01.1929, Qupperneq 95
L I N D I N
93
ið leikið, jafnvel þótt fimlega sé gert, en rétt við það
engan söng sálmsins: minnir á fagurt dýrgripaskrín —
tómt.
Nú er í nálægum löndum allmikill áhugi fyrir því,
að auðga guðsþjónustu safnaðanna með meiri og feg-
urri guðsdýrkunarsöng. Er það einkum tvent, sem
unnið er að af áhugamönnum: að færa sálmalögin aft-
ur til upprunalegri búnings og að taka upp víxlsöngva
milli prests og safnaðar. Að líkindum kemur þessi
hreyfing bráðum til vor. Væri þá ánægjulegt, að söfn-
uðir vorir yrðu því vaxnir að taka á móti henni. Og
það verður, ef almenningur fer nú aftur að leggja
meiri rækt við heimilissönginn, og sérstaklega að meta
kirkjusönginn að verðleikum.
Einn af prestum landsins, sr. Halldór Jónsson á
Reynivöllum, hefir í nokkur undanfarin ár reynt mjög
í ræðu og riti að hvetja söfnuði til almennrar þátttöku
í kirkjusöngnum. Vakir það fyrir honum, að þannig
muni kirkjusókn aukast. Áreiðanlega hefir hann mikið
til síns máls. Er því mjög óskandi, að menn láti orð
hans og viðleitni verða sér til vakningar. — Hver
fermdur maður á að eiga sálmabókina, og hafa hana
jafnan með sér, þegar hann fer til kirkju — raunar
hvert sem hann fer (hafa sérstakan vasa fyrir hana)
og syngja á hana lofgerð sína, b'æn og þökk. Tak þetta
alvarlega til hugleiðingar, góði lesari. Minstu þessa
yndislega vers:
»Þúsundir daga, holdið er haga
hyggur best sér,
geta líkst eigi guðs einum degi,
glaðir þá vér
lyftum í hæðir með heilögum söng
hjörtum úr veraldar umsvifa þröng«.
(Grundtv.; H. H.).
Hvílík unun að syngja allan þennan sálm! — og svo
marga aðra úr Sálmabók kirkju vorrar. Reyn það