Lindin - 01.01.1929, Qupperneq 102
100
L I N D I N
Næst má nefna aukaverkin svoköiluðu. Ýmsir álíta
að meginþörfin fyrir prestana byggist á þeim störfum,
sem þeir eiga að vinna fyrir almenning viö ýms txki-
færi. En þetta eru aðeins aukaverk, eins og nafnið
bendir til, sjeð frá sjónarmiði prestastarfsins í heild.
En þau eru mikilvæg í öðru tilliti. Og kem jeg þá að
því, sem er höfuðatriði og starf prestsskaparins.
Það er sálgæslan. Þetta starf yfirgnæfir svo lang-
samlega öll önnur störf vor, en hinsvegar svo mjög
leyndum vafið, að full ástæða er til þess að tala nánar
um það.
Fyrst er þá að nefna sálgæsluna aulcaverlc. Sjeu
aukaverkin framkvæmd án sálgæslu eru þau blátt á-
fram þjóðfjelagsleg embættisstörf. En kirkjan felur
þjónum sínum að framkvæma þau sem sálgæslu. Skírn
verður þá nafngjöf, hjúskaparstofnun hjónavígsla,
staðfesting fullnaðarnám í kristnum fræðum á grund-
velli skírnarsáttmálans og jarðsöngur verður greftrun.
Hið fyrra þessara atriða á að vera sálgæsla hið síðara
aukaverk. Þótt almennri málvenju sje fylgt, að fela
hvorttveggja í orðinu aukaverk, þá á sálgæslan að
gnæfa hjer ofar öllu, og gefa störfum þessum gildi.
Athugum þessa sálgæslu nánar. í skírn og staðfest-
ingu á presturinn að vera foreldrum og börnum leið-
arljós til hinna helgustu miða góðs uppeldis í trú, bæn-
rækni og góðu siðferði. Vera þeim í öllu athvarf, hjálp
og skjól, varðmaður sannleiks, kyndill kærleiks og
vökumaður vona. Hið sama á hann að vera ungu per-
sónunum, sem tengjast vilja helgum böndum órjúfandi
trygðar og ástar. Þá er sorgarhúsið: Presturinn kemur
þegar að banasænginni til hins deyjandi manns, hugg-
ar hann, sættir hann bæði við lífið og dauðann, leið-
rjettir e. t. v. ýmsar hugmyndir hans, er varna honum
friðar. Reynir að leysa úr dræmum spurningum. Hann
biður, felur guði sál og framtíð hins deyjanda. Svo
kemur þar, að framliðinn maður hvílir á líkbörum,