Lindin - 01.01.1929, Page 106
104
L I N D I N
það kristna manneskju, fúsa til þess að lifa og starfa
í anda Krists, efla sál þess og innra líf — gæta sálar
þess. Presturinn hefir óskorað vald yfir barnssálinni
til að innræta henni það fegursta sem hann þekkir.
Þess valds, sem hann hefir mist, þarf hann ekki að
sakna. Sálgæsla verður aldrei skert við oss, því að hún
er prestsins. Má oss því einu gilda, þótt vjer getum
ekki ráðið ytra fyrirkomulagi kristnifræðslunnar í
heild, ekki t. d. verið einráðir um kenslubækur o. þ. h.
Enda á skólinn hjer heima — í öllum slíkum ákvörð-
unum — ekki presturinn. Kennarinn hefir hjer líka
sálgæsluaðstöðu. Það er ágætt, ef hann vill neyta henn-
ar. Það er nauðsyn öllum að glöggva sig vel á þessu
atriði. Þeir sem sitt á hvað vilja fækka kennurum og
prestum, eða aðeins hafa annaðhvort, skilja ekki þarf-
ir barnanna, skilja ekki, hvernig starf þein-a beggja
verður að lokast saman til þess að mynda heild. Vjer
prestar þurfum að framganga með auknum dugnaði í
þessu sálgæslustarfi barnanna. Mætum vjer hjer ó-
skaplegum hindrunum, of miklum brauðsamsteypum
og slæmri aðstöðu á ýmsan hátt. Má þó víða miklu á-
orka. Og margir prestar rækja þetta starf af lifandi
áhuga.
Alt þetta hjer talið — prjedikunarstarfið og sál-
gæslan — sálgæsla aukaverkanna og friðarins, hin al-
menna sálgæsla ungmennanna — myndar þá prests-
hugsjón, sem vjer viljum helga alt líf vort. Hugsjón,
því að framtíðin mun sjá þetta starf í meiri fylling en
nú er. Þessi hugsjón krefur oss um ósátt við lífskjör
vor, krefur oss samtaka um að hrista af oss þá kúgun-
arhlekki, sem vjer höfum verið færðir í. Þessi hugsjón
veldur líka mest ósamræminu milli starfa vorra og
kjara — hún hefur störf vor langt upp yfir lífskjörin.
Vjer getum ekki þegjandi þolað, að hverjum þeim
presti, sem af lifandi áhuga vill starfa heill og óskift-
ur að framgangi prestshugsjónar vorrar, sem vakanda