Lindin - 01.01.1929, Qupperneq 107
L I N D I N
105
sálgæslu og kærleiksríku hirðisstarfi leitandi og líð-
andi meðbræðrum — gapi á móti gínandi hræsvelgur
efnalegrar tortímingar. Að líf vort leiki á reiðiskjálfi
af öflum þeim, sem öllu vilja drepa á dreif.
Vjer getum ekki annað en borið áhyggjur, er vjer
íhugum framtíð vora og andlegs lífs með þjóðinni.
Spurningar þyngstu alvöru standa geigvænlegar and-
spænis oss: Mun prestastjettinni takast að hasla sjer
völl í þjóðlífinu með þá prestshugsjón, sem vjer erum
sannfærðir um að eigi um óborna tíð að bera konungs-
tign í andlegu lífi þjóðarinnar? Getum vjer sannfært
þjóðina um gildi starfa vorra og nauðsyn þeirra lífs-
kjara, sem sæmi hugsjón vorri? Þessar alvöruspurn-
ingar krefjast svars í dáðríkum athöfnum einum.
Framundan bíður starf og barátta — og hætta. Því að
oss geta beðið sömu örlög og áður Krists, að þjóðin
hrópi, burt með þá, ef vjer sýnum engin tákn. En and-
lega lífið, guðsríki, sýnir engin tákn. Oss er 'ómögulegt
að benda á árangur starfa vorra og segja: Sjá, hann
er hjer eða þar. Árangurinn lokast inni í mánnssálinni,
sem hvorki biður nje gefur fátækum á gatnamótum.
Einmitt það, að störf vor eru góð og gild, hindrar sönn-
un tilverurjettar vors í heiminum, sem heimtar tákn
og mælir andleg verðmæti í síldarmálum.
En lifandi von mun leiða oss inn á Krists veg dáða
í baráttu og starfi: Getsemane þrauta og baráttu við
svæfandi öfl heimsins, musterishreinsun þjóðarinnar
til meiri skilnings á andlegu lífi og — kross fórnar-
þjónustu fyrir helgustu hugsjón lífsins — Kristshug-
sjón bræðralags og sannleika, guðsríkistakmark lífs og
anda frelsarans í öllu lífi þjóðarinnar.
Ef vjer höfum kjark lians til að leggja út í þessa
baráttu — fyrir tilveru stjettar vorrar, fyrir tilveru
lífs og sannleika í mannlífinu, munum vjer rísa upp
sem ung og árborin Krists sveit á fögru vori nýrrar