Lindin - 01.01.1929, Page 113
L I N D I N
111
fastsdæmi. — Þar var forn timburkirkja, en fauk með
öllum munum sínum í mannskaðaveðrinu mikla 1925.
(Aðeins kaleikur og patína fanst Íítt skemt eftir veðr-
ið). — Söfnuðurinn, 70 manns, átti eigi kost á að sækja
aðra kirkju; bygðin fjöllum lukt. Hafði hann næst
undanfarin ár — og eins síðan — sýnt óvenjulegan á-
huga á að leggja fé til nýrrar kirkjubyggingar; dregið
saman 3000 kr. heima fyrir. En þó var, vegna fámenn-
is og fátæktar, lítil von þess, að hann gæti framkvæmt
hana fyrst um sinn. — Var nú á næstliðnum vetri leit-
að ásjár utan safnaðar, og með þeim árangri, að næst-
iiðið vor var sjóður orðinn 9000 kr. — Því miður er hér
eigi rúm til að telja upp gefendur; aðeins skulu nefnd-
ir framleggjendur hinna stærstu gjafa, fjórir: Jón
Oddsson skipstjóri, búsettur í Englandi gaf £ 100 =
2200 krónur; Halldór Eiríksson heildsali í Rvík gaf
500 kr., Marellíus (smiður á ísaf.) og Guðjón (gull-
smiður á Akureyri) bræður Bernharðssynir gáfu mjög
vandað harmonium. Allir þessir gefendur munu hafa
verið fermdir í gömlu kirkjunni á Sæbóli, og bræðurn-
ir tileinkuðu gjöf sína foreldraheimili sínu að Hrauni.
Nú er hér á afskektum stað bygð úr steini ein hin
prýðilegasta af smákirkjum landsins. Er hún 5X9,10
metrar að grunnfleti; bygð í sirkilbogastíl. Smiður
hennar er Torfi Hermannsson, trésmiður í Rvík. —
Hún var vígð með sönglegri viðhöfn (frá Núpi) 29.
sept., 19. sd. e. trt. að viðstöddum 3 prestum og svo
mörgu kirkjufólki sem inn komst. — Lýst var þá
hjartanlegu þakklæti til gefendanna allra. — Við
fyrstu vanalegu messugerð hefir söfnuðurinn altaris-
göngu.
Þessi viðburður er ekki stór, sýnir þó merka hluti:
hverju einlægur áhugi fær áorkað, — hversu guð hjálp-
ar, gegnum hluttekning góðra manna, þeim, sem sýna
sjálfir viðleitni, og — eigi minst um vert — hvaða