Stundin - 01.09.1940, Síða 5

Stundin - 01.09.1940, Síða 5
STUNDIN '5 Eiga skáld að lifa? stjórnin gefið þeim um tíma. Eg er búin að hafa ofan af fyrir þeim í 6 ár, og geri aðrir betur. Guð veit nú bezt um það. I þessu kemur sendisveinn í dyrnar og spyr hæversklega eftir Þorsteini ö. Stephensen. Guðbjörg verður ær við og seg- ist ekkert um hann vita, og enginn hafi beðið sig fyrir hann. Drengurinn samþykkir það fyr- ir sitt leyti, en biður hana að skila honum „hatti frá Har- aldi”, ef hún yrði hans vör. Við slíka óbilbgimi er gömlu kon- unni allri lokið, — að hún eigi að fara að borga hatt fyrir Þorstein, keyptan hjá Haraldi. Nei, það kom ekki til mála. En er drengurinn lét þess getið, að það ætti ekki að borga hattinn, tók hún við honum með þögullí forundran og spurði: — Hvem- ig getur Þorsteinn fengið nýjan hatt án þess að þurfa að borga hann? Drengurinn hvarf og þakkaði þessar skrykkjóttu við- tökur, en gamla brauðsölukon- an lagði hattinn að barmi sér, strauk hann gætilega annarri hendi og sagði: Þorsteinn hefur falleg augu, ■— allir karlmenn hafa falleg augu!! Þegar þessi roskna kona hnígur í valinn, sér Reykjavík á. bak eina heimsborgaranum, sem hér hefur alið aldur sinn! Guðbjörg er alþjóðafyrirbrigði og ekki fremur íslendingur en Jugoslavi, Karpata-Rússi eða Pólverji. Konur líkar henni hökta um signar gangstéttir, híma undir húsveggjum, sitja á tröppum og bíða í dyrasmugum í öllum fátækrahverfum stór- borganna. Hún er að útliti eini fulltrúi Zigeuna-kynstofnsins hér á landi. Eftír Olaf Jóhann Sígurðsson Þeir eru margir, sem halda því fram, að ekki verði bókvitið í askana látið — og verja þessa ,skoðun sína með gildum rök- um. Ekki getum við snætt sögur, ljóð og leikrit, þegar neyðin sverfur að, segja þeir. Ekki getum við orðið saddir af glymj- andi skrúðmælgi og ekki getum við stungið skrautrímuðum drápum upp í bömin okkar, þegar þau eru svöng. Hvaða gagn höfum við þá af þessum svokallaða skáldskap og hvaða vit er í því að hlynna að slikri framleiðslu? Andspænis þessum óhrekjanlegu staðreyndum standa svo hinir, sem hafa óblandið yndi af góðum skáldskap og vilja ekki án hans vera. Þeir segja, að góður skáldskapur verði aldrei veginn á venjulega vog eða verðlagður í krónum og aurum, að gildi hans verði aldrei metið eins og kjöt og fiskur, heldur komi þar til skjalanna önnur og æðtri mælitæki. En þung- vægustu mótbárur þessara formælenda orðlistarinnar eru eink- um þær, að verk hinna beztu skálda endurspegli helztu sér- kenni og óbrotgjörnustu verðmæti lands og þjóðar. Þeir benda á, að skáldin hafi átt drýgstan þátt í að varðveita tunguna frá tortímingu, — og á myrkum stundum hafi þau sungiði bjart- sýni og kjark í brjóst fólksins. Þeir benda á, að skáldin hafi oft og einatt fómað veraldlegri velgengni (fyrir listina og að þau hafi ósjaldan verið vanmetin og misskilin af skammsýnni og hleypidómafullri samtíð. Loks ætti það að vera nokkur huggun fyrir andstæðinga skáldskaparins, að margir tignustu fulltrúar hans hafa ekki hrifsað til sín rífan skerf af borði lífs- gæðanna, heldur soltið prúðmannlega eða jafnvel orðið hung- urmorða á ósköp kostnaðarlítinn og yfirlætislausan hátt. — íslendingar hafa löngum talið sig bókmenntaþjóð. Frá önd- verðu hefur orðlistin skipað hinn veglegasta sess í íslenzku menningarlífi. Það eru engar ýkjur, þegar sagt er, að böm landsins hafi til þessa dags drukkið í sig með móðturmjólkinni fornsögur, ævintýri, þjóðsagnir allskonar og kvæði. Flestir reyna að setja saman bögu einhvemtíma á lífsleiðinni og flest- ir dásama skáldin, sem komin eru undir græna torfu. Lifandi skáld eru ævinlega umdeild, enda þurfa þau bæði að eta og drekka, en hitt segir sig sjálft, að skáld undir grænni torfu þurfa hvorki að eta né drekka. Hinum framliðnu er sýndur margskonar sómi, eins og vera ber. Það er talað um að steypa nýtt líkneski af einum ástsælasta ljóðisnillingi þjóðarinnar og flytja bein hans til fósturjarðarinnar úr erlendum grafreit. Annar ljóðsnillingur var fyrir skemmstu jarðsettur á sögurík- asta stað landsins. Mikla kirkju er verið að byggja til minn- ingar um þriðja ljóðsnillinginn og hefur lengi verið á döfinni að heiðra nafn hins fjórða á svipaðan hátt. En samtimis þess- ari virðingarverðu greiðásemi við framliðin skáld, þá er skor- in upp herör gegn vænsta hluta hinna lifandi: í ræðu og riti em þau borin ýmiskonar sökum eins og óbótamenn, styrklr

x

Stundin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.