Stundin - 01.09.1940, Síða 6

Stundin - 01.09.1940, Síða 6
þeirra lækkaðir og hagur þeirra þrengdur á allan hátt. Hverju sætir þessi tvískinnungur ? Ef til vill er það vilji forráðamanna þjóðarinnar að drepa skáldin hið bráðasta úr hor, til þess að geta síðan steypt líkneski af þeim, jarðsett þau á helgum stað og látið reisa tígulegar kirkjur til minningar um þau? Slíkar ráðstafanir tel ég óhyggilegar! Eg gat þess áðan, að skáldin eigi drýgstan þátt í varðveizlu tungunnar, þau hafa bjargað gulli hennar óbráðnuðu úr surtalogum liðinna alda og hafið hana til aukins vegs og frama. Þetta hlýtur að vera mikilsvert í augum þeirra, sem enn álíta að mönnunum beri að tjá hugs- anir sínar með fögrum orðum, í stað þess að umla og orga, grenja og baula, eins og skynlausir grasbítar. Og síðustu dag- ar hafa sannfært okkur um |það, að einmitt nú vofir mikil hætta yfir íslenzku þjóðerni og hinum hjartfólgna arfi: ís- lenzkri tungu. — Ófriðarbál logar glatt í Evrópu, — og haf- ker vorbjartra nátta mun ekki fara varhluta af þessu báli. í landinu dvelur innrásárher, sem nálgast þegar að höfðatölu sjálfa íbúana. Allt bendir til þess að ekki hverfi hann á brott héðan næstu árin og fremur aukizt en minnki. Menn geta reynt að sniðganga þennan sorglega veruleika, menn geta yppt öxlum og sagt öliu að fara til fjandans, en hættan hjaðnar ekki fyrir því. Hitt finnst mér sóma betur, að' hver skyni gædd- ur fslendingur taki sér varðstöðu um þjóðerni sitt og tungu, til þess að reyna að vernda hvorttveggja fyrir glötuninni. Eg geri ráð fyrir að skáldin reynist í þessu efni flestum öðrum varðmönnum vökulli, sérstaklega þau skáld, sem standa nú á hátindi lífsins; — en ungviðið hlýtur einnig að koma við sögu. Meðal viðvaninganna leynast þeir, sem seinna taka við merkjum forystuskáldanna. Eg vil engu um það spá, hvort merkin lækka eða hækka í höndum þeirra; það mun framtíðin leiða í ljós. Aftur á móti væri freistandi að skýra frá því í stuttu máli, hvernig yngsta skáldakynslóðin er undir það bú- in, að taka hina auknu skyldu á herðar sínar, hvernig kjör hennar og þroskaskilyrffi hafa verið. — 2. Sumir virðast álíta, að skáld geti einn góðan veðurdag skrið- ið úr híði fullsköpuð, eins og nokkurskonar viðundur; þau þurfi ekki að afla sér neinnar sérstakrar menntunar, þau þurfi ekki að hafa noklcurn skapaðan hlut fyrir verkum sínum, því að andinn láti allt saman -fossa niður á pappírinn af sjálfu sér. Þetta er alger misskilningur. Fáir hafa meiri þörf fyrir mennt- un en skáld. Séu þau ung að árum, væri það brot á öllum líf- eðlislegum lögmálum, ef þau kæmu þegar fullsköpuð fram á sjónársviðið. Skáldskapurinn er háður þróun eins og annað, hann heimtar harða baráttu, langvarandi glímu við efni og form, hlífðarlausa einbeittni og ástundun, ef verulegur árang- ur á að nást. Málið sjálft krefst staðgóðrar þekkingar. íslenzk tunga er erfið í meðförum, það er auðvelt að misþyrma .henni, það er auðvelt að rita hana illa eða hversdagslega, en hún getur verið slungin ósegjanlegum töfrum, ef með hana er far- ið af kunnáttu, næmleik og snilli. Þó er málið ekki aðalatriðið í starfi skáldsins, heldur óhjákvæmilegt tæki í höndum þess, og það er mikill vandi að beita þessu tæki svo vel sé. — En þrátt fyrir ríflegan heimanmund og litdýrð íslenzkrar orðlist- Roosevelt forseti hefur skip- að Donald M. Nelson sem ráðu,- naut sinn við öll vopnakaup fyrir Bandaríkin. Nelson mun starfa í náinni samvinnu við landvarnaráð Bandaríkjanna. Verður í kjöri sem varaforseti. Republikanar hafa tilnefnt Charles L. Nary þingmann í Oregon sem varamann Wendell L. Willkie.

x

Stundin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.