Stundin - 01.09.1940, Side 18

Stundin - 01.09.1940, Side 18
18 STUNDIN Myndastyttu þessa höfðu Rúss- ar í anddyri sýningarskála síns á heimssýningunni í New York í fyrra. En í ár taka Rússar ekki þátt í sýningunni, og hafa þeir nú komið þessu veglega minnismerki fyrir á Pushkin- torginu í Moskva. John Hunter (1728—1793) er álitinn einn mesti líffræðing- ur, sem Englendingar hafa átt. Hann var mjög hvikull í skapi. Mjög varð hann hugfanginn af rannsók á syphilis og gonorrhea Hann smitaðist óviljandi af gonorhea, en til þess að honum gæti gengið betur að rannsaka þenna sjúkdónpþá lét hann alla lækningu sitja lengi á hakan- um. Hann dó mörgum árum síð- ar úr bólgu í hálsi. „Hvað heldurðu ,að hann geri í dag, Daði?” En Daði gerði sig þá venjulega kostbæran og drýgindalegan og svaraði seinlega. Hann greip þá hægri hendinni í peysuna sína á vinstri síðunni, ók sér góða stund og blimskakkaði aug- unum til himins. Teldi harin, að ófært mundi verða um daginn, sagði hann: ,,Þið farið ekki að asnast á hann í dag, piltar!” og spýtti á tærnar á þeim, sem spurði. „Ætli það slampist það ekki! — og spýtti í loft upp og hitti þá oft þráðbeint niður í púströrið á bátnum. Og enn var hann jafnan fyrsti maðurinn til að taka á móti skipunum, þegar þau komu úr róðri. Ef þið haldið, að Eyrarbúar hafi ckki tekið mark á Daða gamla í fleiru en veðurspádómum, þá skjátlast ykkur hrapa- lega. llann var einmitt töluvert áhrlfaríkur í þorpinu og í mörgu var hann talinn vita jafnlangt nefi sínu og því valinn til forystu, þótt fjarri færi samt því, að hann væri auðugur maður eða hlaðinn opinberum trúnaðarstöðum. En það eitt, 3em öðru fremur tryggði völd Daða gamla, en það var hans stóra fjölskylda. Því að meiri hlutinn af þorpsbúum var ýmist afkomendur Daða eða tengdur honum á einn eða annan hátt. Hann hafði eignazt samtals átján börn í tveimur hjónabönd- um og honum hafði giftusamlega tekizt að ltoma krökkunum á legg; þau voru öll á lífi að undanskildum honum Sveinka, sem fór í sjóinn i desember-garðinum 1922. Öll héldu þau tryggð við átthagana, börnin hans Daða gamla, og í fyllingu tímans gengu þau í heilagt hjónaband með jafnöldrum sínum og settu bú saman. Áttu síðan börn og buru, þvi ættin þótti mjög frjósöm. Allt var þetta mesta dugnaðar- og myndarfólk, sparsamt og komst vel af. En það hafði einn smá veikleika, ef veikleika skyldi kalla: það var — hreint allt saman mjög gefið fyrir kaffidrykkjur. Þótt húsbændurnir af Barðsættinni þættu ekkert hneigðir fyrir að kasta út fé sínu fyrir munaðarvörur, heyrð- ust þeir þó aldrei hvetja konur sínar til að spara kaffi og sykur. Hitt var algengara, að þeir kölluðu með tilhlökkun óðara og þeir voru komnir inn í húsið: „Heyrðu, góða, er ekki eitthvað til á ketilskarninu núna?” Og þegar höfuð ættainnar, Daði gamli í Barði, var að tölta á milli barna sinna og tengdabarna á sunnudagana, lét hann sér hvergi bregða þótt hann hesthúsaði svo sem fjörutíu kaffi- bolla yfir daginn, auðvitað með tilheyrandi lummum og sæta- brauði. Eins og að líkindum iætur skipti þessa ætt miklu máli nvaða verð var á kaffi og sykri, enda víkur nú sögunni að verzlun- armálum. 1 þorpinu voru aðeins tvær verzlanir og hétu eigendur þeirra Árni kaupmaður og Bjarni kaupmaður. Þeir höfðu lengi verzl- að á Eyrinni og voru báðir menn á efra aldri. Aðrar verzianir voru ekki 4 Eyrinni og var því ekki að furða, þótt nokkur samkeppni væri með kaupmönnum þessum. En hún hafði ekki alltaf verið jafn hörð. Hér á árunum hafði samkomulagið ekki verið sem allra verst, kaupmennirnir treystu sér að koma undir sama þak, þeir töluðu saman og spiluðu jafnvel lander við prestinn og lækninn á laugardagskvöldum. Og verðlagið var nokkuð svipað hjá báðum.

x

Stundin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.