Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 20

Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 20
Þessar tvær umkomulausu blómarósir voru nýlega hand- teknar af lögreglunni í New York og sektaðar fyrir að hafa sýnt og legið hneykslanlega fá- klæddar i sólbaði í einum skemmtigarði borgarinnar. Þær voru sektaðar um sinn dalinn hvor. en kusu að sitja gjaldið af sér, og voru „inni” eina nótt. Of margir álíta, að hinn eini tilgangur lífsins sé að ná ost- inum úr músagildrunni án þess að lenda í henni sjálfir. Sá sem yfirvegar allt ákveð- ur aldrei neitt. Kínverskt spakmli. Það er raunverulega aðeins einn sorgarleikur til í lífinu, og það er að gefast upp við að reyna. Það er sá eini sorgar- leikur, sem kelur sál manns- ins. M. W’Alroy. er nú samt ekki laust við að maður fái betri kjör hjá Bjarna kaupmanni svona með. ...” „Betri kjör, betri kjör”, tók nú Árni kaupmaður fram í ákaf- ur. „1 hverju býður hann betri kjör, sá refur?” „Ja, betri kjör, ég veit nú ekki ,hvort varlegt er að orða það þannig”, sagði Daði, „en lakari kjör eru það ekki. Það er nú t. d. ólíkt með kaffið. ...” „Með kaffið!” nú var Árni kaupmaður orðinn hinn æfasti. „Selur hann það undir samkomulagsverði, það svín?! Og við jem töluðum um það síðast á föstudaginn var! Þetta skal hann fá borgað, sá bragðarefur! Komdu bara aftur til mín, minn kall. Eg skal selja þér kaffipundið 5 aurum ódýrara en Bjarni kaupmaður, það svín!” Þannig hófst hin skefjalausa samkeppni milli kaupmann- anna og hún hélzt ennþá. Hin sívaxandi fjölskylda Daða í Barði verzlaði alltaf meira við þann kaupmanninn, sem ódýr- ara seldi kaffipundið í það og það skiptið. Fjandskapur milli kaupmannanna óx og elnaði jafnt og þétt, en Daði var beggja vinur, sat á launmálum við báða og kom jafnan út af skrif- stofum þeirra með digran vindil með rauðu magabelti í munn- inum, en með rullutugguna milli fingranna. Börn kaupmannanna virtust ætla að taka upp og halda þykkjunni, sem var á milli feðra þeirra. Elztu börnin, Aðal- heiður, dóttir Bjarna kaupmanns, og Birgir, sonur Árna kaup- manns, voru hin mannvænlegustu. Meðan þau voru í bernsku léku þau sér saman eins og börnum er títt og fór hið bezta á með þeim. En þegar kom fram um fermingaraldurinn fór að spillast samkomulagið. Bæði fór þá úlfúðin milli feðranna að hafa meiri áhrif á þau, og svo slettist alla vega upp á vin- skapinn. Einu sinni þegar Aðalheiður var stödd inni í Barði frétti hún, að Birgir hefði sagt um hana, að hún væri bæði „pjöttuð” og montin, og nokkru síðan frétti Birgir á sama stað, að Aðalheiður hefði sagt um hann, að hann væri bæði heimskur og illa vaninn. Þetta endaði auðvitað með langvar- andi móðgunum. Þegar þau stálpuðust meira voru þau sjaldan samvistum, þau voru á skólum og í siglingum til skiptis. Eitt sumarið, þegar þau voru samtímis heima, skaut Daði í Barði því að Bjarna kaupmanni, að sér þætti ekki ólíklegt, að Birgir sonur Árna kaupmanns, mundi ætla sér Aðalheiði dóttur hans fyrir eiginkonu. Við þá ágizkun varð Bjarni kaupmaður æva- reiður. Nei, aldrei skyldi það koma fyrir, sagði hann, að slík landeyða og flysjungur, sem þar að auki var sonur þjófs og illmennis, skyldi eignast dóttur sína, sem komin væri af heið- arlegu fólki í alla ættliðu. — Og daginn eftir var ungfrú Að- alheiður send með Esjunni suður. Og þegar hér var komið sögu mátti þetta unga fólk heita ókunnugt orðið hvort öðru og bar þar að auki kala í brjósti hvort til annars, að því er bezt varð séð. * *X' * Þetta sumar, sem sagan gerist á, það sem eftir er, hafði verið mjög gott. Mesta veltiár til sjós og lands. Töðuna af túnblettum sínum höfðu menn hirt af ljánum og ungu menn- irnir höfðu haft vel upp úr sér á sjónum. Það var því engin furða, þótt unga fólkið í þorpinu langaði til að lyfta sér upp. Um eina helgina, að áliðnu sumri, var ákveðið að fara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stundin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.