Stundin - 01.09.1940, Page 24

Stundin - 01.09.1940, Page 24
 24 STUNDIN HVORT ER LÍKLEGRA. .. . Geta börnin fengið brún augu ef báðir foreldrarnir eru ljós- hærðir og bláeygðir? Eru dæturnar venjulega lík- ari móðurinni en föðurnum? Er líklegra að fólk fái frekn- ur af sól eða misjafnri veðráttu heldur en það sé tekið í arf frá foreldrunum ? Eru líkur til að fólk með slétt hár eignist börn með liðað hár? » Eru meiri líkur til að smá- vaxið fólk eignist stór börn, heldur en hávaxið fólk eignist smávaxin börn? Eru meiri líkur til að barnið fái lítið nef ef annað foreldr- anna er með stórt nef og hitt með lítið. Er það alltaf víst að börnin verði falleg, ef bæði foreidranna eru fríð sýnum? Er það satt að tvíburaeignir gangi ekki í erfðir? Gengur of hár blóðþrýstingur í erfðir? Erfa synirnir eins mörg ein- kenni frá föðurnum eins og frá móðurinni ? Er hætt við að drengir verði litblindir ef feður þeirra eru það? Er það satt að menn geti ekki erft skalla úr móðurætt? Ef annaðhvort foreldra er rangeygt, er þá hætt við að börnin verði það? Eru miklar líkur til að barn, sem á ómúsikalska foreldra verði músíkalskt? Er persónuleiki arfgengur? Ilvort sem þið trúið því eða ekki, þá er svarið við öllum þessurn spumingum NEI! Carol Rúmeníukonungur skoðar landvarnir sínar. Irfi Síðan Rússar óðu inn yfir landamærin hefur Ungverjaland og Búlgaría einnig lagt fram kröfur á hendur Rúmenum. Hér sést Karol Rúmeníukonungur við einn af skriðdreka- stjórum sínum. kenjar í karlinum föður hans og sleppti því fram af sér öllum áhyggjum. Nú bólaði á Birgi fyrir næsta leiti, og þegar hann var kominn um borð var ýtt frá. Birgir settist miðskipa, en Aðalheiður sat á borðstokknum í stafni og hjalaði við unga menn. Báturinn var ganggóður, veðrið gott og ferðin sóttist vel. En þegar komið var svo sem hálfa leið gerðist sviplegur atburður. Væn bára reið undir bátinn og samstundis kvað við margraddað angistaróp úr stafni. Aðalheiður kaupmannsdóttir hafði setið óvarlega og hrökk hún nú útbyrðis. Flestum féll- ust bæði orð og gjörðir, en Sigurgeir stöðvaði bátinn eins fljótt og kostur var á. — En einn maður sýndi strax mikið snar- ræði. Það var Birgir. Hann stökk upp og laut örsnöggt yfir- borðstokkinn og greip báðum höndum niður í sjóinn eftir Að- alheiði. Valdi, vikapiltur hjá Árna föður hans var þama næst- ur og greip í fáti tveim höndum í buxnaskálmar hins unga 9» ► < i

x

Stundin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.