Stundin - 01.09.1940, Page 33

Stundin - 01.09.1940, Page 33
STUNDIN 33 „Gakk inn, herra minn”, sagði hún. „Hér er þér óhætt”. Hann fór inn í tjaldið og fleygði sér niður á ábreiðurnar. Hún starði á hann. „Drottinn minn, ég er alveg uppgefinn”, sagði hann, „og þyrstur. Sæktu mér að drekka”. Hún færði honum mjólk í horni. Hann drakk úr horninu í einum teig. Hún lagði aðra ábreiðu yfir hann. „Farðu að sofa, herra minn”, sagði hún, „hér er þér óhætt”. Hann reis upp við olnboga. Drykkurinn hafði hresst hann. Hann var aftur á verði, skipandi í málrómnum. „Þeir eru að leita að mér”, sagði hann. „Segðu hverjum sem kemur, að ég hafi ekki farið hér um”. Hún hugsaði með sér: Þvílíkur maður! Hann er á mínu valdi, og samt biður hann ekki, hann skipar. Þvílíkur maður. Hún laut niður og leysti tætta og sundurrifna skóna af fótum hans. Þá sá hún að fætur hans voru særðir og alblóðugir. Hún sótti vatn og -hreinan dúk og tók að þvo þá. Þegar hún hafði lokið því, var hann sofnaður. Hún klæddi hann úr fötunum og sveipaði ábreiðunum um hann. Jael stóð yfir Sísera sofandi og virtt hann fyrir sér. Hún liafði haft fataskipi og farið í beztu föt sín, gagnsæjar slæður frá Egyptalandi, sem Heber hafði gefið henni. Jahve var góð- ur. Þarna var tækifærið, sem hún hafði þráð. Sagði ekki höf- uðsmaðurinn, að úti væri um Israelsmenn, ef Sísera kæmist til Haróset, að þeir mundu aftur verða ánauðugir þrælar þessa manns. Hann skyldi komast til Haróset, og hún mundi fara með honum. Hvað varðaði hana um þjóð sína? Hún unni þess- um manni. Og hún yrði drottning. Þrælunum mundi hún ráða og frjálsir menn lúta boði hennar. Engar tjaldbúðir framar eða strjál atlot Hebers — drottning. Jahve var góður. Sisera svaf enn. Það hlaut að vera liðið að hádegi. En hafði hann ekki gengið þrjátíu mílur yfir fjöll og firnindi á einum degi og orðið auk þess að vera stöðugt á varðbergi fyrir leit- arflokkum Israelsmanna. Hann mundi vakna afþreyttur, og þau mundu fara saman til Haróset. Hún gekk út í tjalddyrnar. Annar flokkur Israelsmanna var að koma niður hlíðina. Hún flýtti sér að ná í sjal og gekk svo út fyrir tjaldið. Höfuðsmaðurinn kallaði til hennar: „Hefurðu séð nokkra flóttamenn ?” „Ekki einn einasta”, svaraði hún. „Þeir munu ekki rata um fenin, svo að það er ósennilegt að þeir fari hér um”. „Guð hjálpi okkur, ef við finnum ekki Sísera”, sagði hann. „Eg get varla vænst þess að Jahve hjálpi okkur tvisvar. De- bóra leikur við hvern sinn fingur. Hún hefur ort dásamleg sig- urljóð. Það er makalaus kvenmaður, þessi Debóra, — en reynd- ar vorum það nú við, sem háðum orustuna. Jæja, sigurljóðin eru nógu góð samt. Þau Barak eru á leiðinni til Kedes. Eg býst við að þeir verji borgina, ef Sísera hefur komizt undan. Þau fara þessa leið, því ég veit, að hún ætlar að finna Heber, mann þinn”. Þeir riðu brott. Jael hugsaði: Þessar skynlausu skepnur, þeir skulu aldrei —. Hún sá tvær konur úr tjaldbúðunum horfa á sig for- Bretar kaupa tundurspilla. Frh. af bls. 32. Bermuda-eyjar eru 360 smá- eyjar, (20 eru byggðar), er liggja um 600 mílur austur af ströndum Norður-Karolina. Þar er mikið skipalægi og höfn fyr- ir allt að 22000 tonna skip. Síð- an árið 1934 hefur Bermuda verið aðal-bækistöð brezka flot- ans í Norður-Atlantshafi. Bahama eyjar liggja frá ströndunum í Florida í stefnu á Haiti. Á eyjunni Windward og Leeward eru hinar fyrrnefndu hafnarborgir St. Lucia og Antiqua. Þar fyrir sunnan er eyjan Himidad og syðst er brezka Guiana. Með öllum þessum nýju her- skipa og flughöfnum hafa Bandaríkin fengið mikla og sterka varnarlínu við Norður- Atlantshaf. Bandaríkjamenn telja, að þeir og Bretar, eða jafnvel þeir einir gerðu bezt í því að leggja einnig undir sig frönsku eyj- arnar: Marlinque í Caribbean- flóanum og St. Pierre og Miqu- elon við Newfoundland, og gera einhver kaup um Falklandeyj- arnar, en það er eyjaklasi í Suður-Atlantshafi nálægt ströndum Argentínu. Japanír kveðja hínversbar konur tíl herþjónustu í Kína Konur í Norður-Kína, þar sem Japanir hafa nú yfirráðin, eiga ekki sjö dagana sæla. Til þess að Japanir geti haldið landinu verða þeir að hafa strangar gætur á járnbrautar- kerfum landsins, en mega ekki eyða vinnukrafti sinna manna í þesskonar störf. Þeir hafa því fyrirskipað kínversku kvenfólki

x

Stundin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.