Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 41

Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 41
S T U N D I N 41 Fimmburarnir frægu í Ont- aríó í Canada eru nú engir hvít- voðungar lengur. Systumar fimm eru nú orðnar sex ára að aldri og verða nú samkvæmt kaþólskum sið að hefja altaris- göngur. Þær fóru til altaris í fyrsta sinn 15. ágúst í sumar. Fólkið, sem annast um uppeldi litlu systranna, er nú þegar farið að búa þær undir lífið og kenna þeim hinn umdeilda mun á réttu og röngu. Dag hvern heimsækir þær fjöldi ferðalanga, er greiða há- ar fjárhæðir til þess að mega sjá þær og horfa á þær í þrjár mínútur leika sér í garðinum. Heil herdeild lækna er á verði um líkamlegt heilbrigði þessara gæfubarna, enda verður þeim aldrei misdægui't. Þær eru líkar á stærð, um 110 cm. á hæð og vega um 25 kg. hver. Þær eru því stórar eftir aldri. Glaðlyndi þeirra og fjör ætlar allt um koll að keyra. Talmál þeirra er franska. Fjórði hluti af tekjum systr- anna fer í uppeldiskostnað. Hitt er lagt á banka. Starfs- fólkið er: ein matreiðslukona, auðvitað lærður sérfræðingur í matreiðslu, tvær þjónustustúlk- ur, þrír vopnaðir varðmenn, tvær hámenntaðar hjúkrunar- konur og einn heimiliskennari með ótal háskólaprófum. Syst- urnar eru algerlega einangrað- ar frá jafnöldrum sínum, allt árið um kring. Þær sjá ætt- ingja sína sjaldan og hafa að- eins einu sinni komið út fyrir girðinguna umhverfis Dafos- sjúkrahúsið, en það var þegar þær heilsuðu upp á brezku kon- ungshjónin í fyrra. Dagurinn í Dafos-sjúkrahús- inu líður líkt og í trúræknum heimavistarskóla. Hér er hverri stund varið til velferðar fimm- burunum. Eini tíminn, sem þær fá að leika sér eftirlitslausar er, þegar þær eru til sýnis fyrir ferðafólk úti i garðinum. Þær læra sömu námsgreinar og kenndar eru sex ára bönium í undirbúningsskólum. Virðast þær hafa allgóðar námsgáfur Blessuð umi'ram aSiar konur. (Frh. ai bls. 35). hvítum hesti við hlið sér, — það var náttúrlega Debóra. Hann var hávaxinn, ungur og fríður sýnum. En hún, — hvað, — hún var gömul kerlingarnorn, þessi glæsilega spákona. Þau komu að tjaldinu. Jael gekk til móts við þau. Debóra talaði. „Hefur þú séð Sísera?” sagði hún. ,,Og ég þarf að finna Heber”, bætti hún við. Jael horfði á Barak og sagði: „Sísera er inni í tjaldinu”. Þau stigu í skyndi af baki og flýttu sér inn. Barak með nakið sverð í hendi. Jael kom inn á eftir þeim. Þau litu á liðið lík konungsins. Debóra skríkti af hlátri. „Þær munu bíða þín í Haróset í kvöld, fríði sveinn”, skrækti hún, „allar konurnar þínar yndislegu. Og móðir þín mun vaka eftir þér, syni sínum elskulegum. Og þær munu biðja og bíða”. Hún lét svo litið að yrða á Jael. „Vel gert, kona góð,” sagði hún. „Færðu okkur mat”. Jael sagði ekki orð. Hún sveipaði gagnsæjum slæðunum þétt- ar að sér og leit ástleitnum augum til Baraks. Hann sneri sér undan og hrækti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stundin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.