Stundin - 01.09.1940, Side 43

Stundin - 01.09.1940, Side 43
S T U N D I N 43 Skapgerðarprðf Þér er kunnugt um útlit þitt, — en veiztu hvernig innri mað- ur þinn er? Hér gefst þér tæki- færi til að komast að þvi. Svar- aðu öllum spurningum, sem hér fara á eftir, óhikað og eftir beztu vitund, og merktu við undir A, B eða C, eftir því sem við á. Þegar þú ert búinn að svara öllum spurningum skaltu leggja saman merkin í hverjum dálki og skrifa útkomuna neðst. Flettu síðan við blaðinu og þar geturðu lesið um þinn innra mann.. Það getur verið skemmtilegt, að láta kunningja sína ganga undir þetta próf, en mundu bara, að taka það ekki of hátíðlega. A B C 1. Lætur þér betur að skýra munnlega frá einhverju en skriflega ? 2. Hefur þér veitzt það í lífinu, sem þú væntir? 3. Ertu ekki hamingjusamurnemá þú sért með öðrum? 4. Stefnirðu að ákveðnu marki? 5. Læturðu ekki sjá á þér, að þér þykir miður að biða lægri hlut ? 6. Heimtarðu, að fara þínu fram, hvað sem hver segir? 7. Geturðu tekið heilbrigðri gagnrýni og farið eftir henni? 8. Þykir þér gaman að kynnast fólki? 9. Tendrar áhugi annarra sama áhuga hjá þér? 10. Ertu skjótur að taka ákvarðanir? 11. Hælir fólk þér hreinskilningslega? 12. Geturðu horfzt í augu við staðreyndir, þótt þær séu óþægilegar ? 13. Gerirðu þér að reglu að vera kurteis og vingjarnlegur við fólk, sem þú hefur nýlega kynnzt? 14. Er þér auðvelt að láta í 1 jós ást þína? 15. Ertu fús að fallast á nýjar hugmyndir? 16. Er framkoma þín eðlileg og óþvinguð, þegar ókunnugt fólk er gestir þínir? 17. Geturðu haldið uppi samræðum við ókunnugt fólk? 18. Ertu ófeiminn við persónur af hinu kyninu? 19. Ertu sannfærður um að þú lítir vel út og sért vel til fara? 20. Þykir þér gaman að halda ræðu á fundi eða i samkvæmi? 21. Ertu nægilega sannfærður um að fyrirætlanir þinar séu hyggilegar til að koma þeim í framkvæmd, þótt aðrir séu þér ekki sammála? 22. Gefurðu þér tíma til að fást við eitthvað, sem er þér dægradvöl en ekki atvinna, t. d. að safna frímerkjum o. s. frv. ? 23. Veiztu ávallt hvernig þú átt að haga þér við hátíðleg tækifæri ? 24. Leiðist þér að sitja einn heima eitt kvöld? 25. Líkurðu því, sem þú byrjar á? 26. Ertu talin „lífið og sálin í hverjum félagsskap”? 27. Fylgistu með samtíð þinni, nýjum bókum, fréttum skemmt- unum o. s. frv. ? 28. Misheppnast fyrirætlanir þínar? 29. Þolirðu aga án þess að líka miður? 30. Sérðu ofsjónum yfir velgengni annarra?

x

Stundin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.