Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 46

Stundin - 01.09.1940, Blaðsíða 46
46 STUNDIN Víd elskum mennína okkar, en — (Þessi grein um eiginmenn er lauslega þýdd úr amerísku tíma riti. Hérna megin hafsins hef- ur ávalt verið talið, að amerísk- ir menn væru fyrirmyndar eig- inmenn, en konan, sem skrifar þessar hugleiðingar, hefur ým- islegt út á þá að setja. Hvað skyldi kvenþjóðin hér segja um íslenzka eiginmenn ? Slíkar greinar eru þakksamlega þegn- ar til birtingar í Stundinni). þeír dansa ílla, syngja falskiog fleygfa víndl- íngaösku á gólfið. Eftír Katharíne Brush Eiginmenn eru alveg dóm- greindarlausir gagnvart rauð- hærðu kvenfólki, einkum ef þær eru frá Suðurrikjunum. Þeir eru ekki vitund hugrakkari en konur þein-a, þegar ískyggilegt þrusk heyrist í húsinu að næt- urlagi. Og það eru þeir, sem alltaf láta deyfa sig hjá tann- lækninum. Stundum heimta þeir meira að segja að láta gefa sér hláturgas, bleyðurnar þær arna. Að öllum jafnaði dansar eig- staðfestir, að Norðmenn en ekki Danir séu frumbyggjar Is- lands. Hefði kenning Kjerulfs kom- ið fram um miðbik síðastliðinn- ar aldar, þá hefði henni verið fagnað i hverju koti á landinu, og í hinum fáu og smáu blöð- um. Áhuginn er þverrandi á þjóðlegum fræðum og tungu, því miður — og raunalegt, að um má kenna að nokkru, að- gerðum fræðimanna vorra. En sá áhugi má ekki glatast. Hann heyrir til tírs og tíma þjóðar- innar, og blaðanna er að glæða hann aftur. Páll Bjarnason, cand. phil. Skólastræti 1. inmaður þinn illa. Og það er hreint og beint alveg vita til- gangslaust að ætla sér að kenna honum nýjasta dansinn. Ilann trúir því sem sé statt og stöðugt, að þetta „hopp” kom- ist fljótlega aftur úr tízku, og gömlu dansarnir, sem hann lærði í barnæsku, nái sínu fyrra gengi. Já, hann er ótrúlega þreytandi, ekki sízt að þessu leyti. Eiginmaðurinn er yfirleitt ekki eins afbrýðissamur og kon an vildi að hann væri, og því ákafar sem hún reynir að gera hann afbrýðissaman, því betur er honum skemmt. Það mætti halda, að honum finndist hún ekki mjög aðlaðandi. Og svo þakkar hann sér það ævinlega, ef aðrir eru stimamjúkir við konuna hans. Hann heldur nefnilega að þeir geri það bara í hagsmunaskyni, að þeir ætli sér að hafa eitthvað gott af honum. En allt öðru máli er að gegna, ef einliver kvenmaður gefur honum hýrt auga. Þá dettur honum ekki í hug að aðrar orsakir geti valdið en þetta ómótstæðilega seiðmagn hans sjálfs. Eiginmönnum hættir við að syngja falskt, ef þeir þá syngja nokkuð, og það gera þeir flest- ir. Þá má heyra þá reka upp kynlegustu hljóð og ámátlega falska tóna í steypibaðinu. Og úr því að ég minntist á steypi- bað, hefur nokkur kona í nokkru landi ráðið þá gátu, hvernig eiginmenn fara að því að sulla út allt baðherbergið í vatni, í hvert skipti sem þeir fara undir steypua? Og enn er það víst öllum konum ráðgáta, hvernig í ósköpunum þeir fara að því að nota sex stór hand- klæði til að þerra sig. Fimm handklæðin skilja þeir eftir i rennvotri dyngju á gólfinu i baðherberginu, en girða lendar sínar með þv ísjátta, sem æv- inlega er blautast þeirra allra, — og svo vita konurnar ekki fyrri til en þeir eru setztir á silkiteppið á rúminu. Eiginmenn halda að þeir geti talið konum sínum trú um allt, en i rauninni tekst þeim aldrei að skrökva sennilega. Af þessu verða þeir liræddir við kven- lega glöggskygni og kalla hana gremjulega tortryggni. Þeim er illa við að láta spyrja sig um hvað þeir hafi gert í dag, en verða lnnsvegar móðgaðir, ef þeir' eru ekki spurðir að því. Þeir koma alltaf of seint, eéa þá standa á því fastar en fót- unum, að konan sé síðbúin. Úr eiginmannsins gengur alltaf rétt, en þitt úr er ævinlega of fljótt eða of seint. Um það er tilgangslaust að þræta. Enginn eiginmaður hefur nokkru sinni getað fundið nokk urn hlut í skúffum. Það er al- veg sama, þó að það, sem hann er a ðleita að, sé beint fyrir framan nefið á lionum, hann finnur það ekki, — og fyrst tætir hann allt í skúffunni, kall- ar svo hástöfum á þig, og þú verður að sýna honum hvar liluturinn er. Og svo sakar hann þig um að hafa falið þetta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Stundin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.