Stundin - 01.10.1940, Side 25

Stundin - 01.10.1940, Side 25
STUNDIN 25 mikill hópur af strákum safnast saman umhverfis hann. En löSrandi af svita kom hann skælbrosandi um borð meö pakka undir hendinni og skipaði strax að létta akkerum þrátt fyrir öll heimsins óveöur. Þegar skipiö var komið á ferð, fékk ég að sjá inni- hald pakkans. Mjög varlega tók hann pappírinn utan af, og í ljós kom — rottugildra, og í henni var stór og sprelllifandi rotta. Jafnskjótt skildi ég allan hugsana- gang hans, ef ein rotta væri bara um borð, mundi skipið ekki farast, og þess vegna haföi hann farið hing- að til þess að sækja hana. Hann hafði svo þeytzt frá einu húsinu til annars í þorpinu til þess að leita að að rottu, og smám saman hafði hópur stráka safnast kringum hann til þess að skoða hann og gera grín að honum. Eg mundi líka, að ég hafði heyrt hróp og köll úr landi, — ætlar þú að éta hana, gamli minn? — Rottuskipstj óri, rottuskipstj óri. En dauðadæmt skip er nú einu sinni dauðadæmt, og enginn mannlegur máttur getur breytt gangi örlag- anna. Skipstjórinn hafði ekki fyrr opnað gildruna til þess að rottan gæti komið sér vel fyrir milli þilja, en hún þaut úr gildrunni eins og kólfi væri skotið, dans- aði stundarkorn á votu þilfarinu eins og til þess að átta sig, en hentist svo í heljarmiklu stökki út yfir borð- stokkinn, og hvarf í hafið. Skipstjórinn þaut á eftir út að borðstokknum og æpti eins og hann hefði misst dýr- indis kostagrip. Eitt augnablik stóöum við báðir ,og horfðum á eftir rottuskarninu, hún hefur víst veriö vön að ferðast í vatni, því að einmitt þegar við álitum aö hún hefði beðið bana í sjónum, sáum viðhenni skjóta upp í fjörunni og snúa sér í áttina til okkar eins og til þess að veifa okkur að skilnaði. Svo hvarf hún. — Hvað nú? spurði ég. — HvaÖ nú, hvað nú? Hvað meinar þú? hvæsti hann geðvonzkulega. — Ætlar þú að snúa við og liggja í höfn þar ,til ó- veðrið er um garð gegngið? spurði ég. Hann hló hæðnislega. — Ha, sagði hann og skellihló eins og hann skemmti sér pryðilega, ha, heldur þú að ég sé hjátrúarfullur? Þá nótt fórst skipiö. Við vorum mátulega komnir út úr firöinum og vor- um í þann veginn aö beygja til noröurs, þegar veður- ofsinn náði algleymingi. Fyrsta aldan kom aftan að okkur og sópaði öllu ofanþilja út fyrir, síðan skullu þi'jár gríðarmiklar öldur á okkur stjórnborðsmegin, og Brezki þingm. J. R. Robinson, er heíur ferðazt um Ameriku til að útv. brezkum bömum dvalarstað. Sir Neville Henderson hóf sinn pólitíska lífsferil með því að gerast ritari hjá brezku sendisveitinni í Pétursborg ár- ið 1912. Á þeim árum voru menn í Rússlandi mjög varir um sig vegna njósnarstarfsemi, og hafði Henderson eitt sinn vak- að í 3 nætur, í von um að hand- sama njósnara, er var grunað- ur um að hafa í hyggju að ná leyniskjölum úr fórum brezku sendisveitarinnar í Pétursborg. Á fjórðu nóttu varð Henderson þess var, að einhver læddist inn á skrifstofuna, og laukst harðlæst hurðin hljóðlega upp eins og hún hefði staðið opin. Neville Henderson rauk á manninn og tók hann heljartök um, en mikil urðu vonbrigði hans, þegar hann sá, að hann hafði gripið steinbítstaki sjálf- an húsbónda sinn, sendiherr- ann, er ekki hafði orðið svefn- samt og því gengið inn á skrifstofuna til að fá sér eitt- ' hvað að lesa.

x

Stundin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.