Stundin - 01.10.1940, Side 27
STUNDIN
2T
O G
Ég blístra um froðufalda
og farmannsstúlku grát!
Þá tekur hreyfilhjarta
að hamra í litlum bát.
En að mitt eigið hjarta
fær ekki ráðið sér,
en knýst í kapp við bátsins.
það kenni ég, Rósa, þér.
Það er sem ómi af lagi,
er endar sólin gang,
sem einsleg undrablístra
oss andi værð í fang,
er hugann sefi og syngi
í sátt við dagsins brek.
Og einn í dyrum úti
ég undir blístrið tek.
Ég blístra um rauðar rósir,
því roöa á vestrið slær,
og allir gaflar glóa
í geislum fjær og nær,
Eg blístra um munablómið
við bernsku minnar stig,
um sól, sem rís og rennur,
en, Rósa, mest um þig.
Ég blístra um skip, sem blunda
við blæsins væra dyn,
og bylta sér í svefninum
sem þau hefðu kyn.
Það súgar og það sogar
um sundið fram og inn,
sem kenndir kvalins lijarta
um karlmanns liuga minn.
Ég blístra um frjálsa fugia,
sem fljúga i náðir heim,
undir skegg á skökku þaki,
með skjóli, er nægir tveim.
Ég blístra um Rósu, er rekur
í rökkrinu útveg sinn ....
Ó. gæti ég bara blístrað,
á burtu krankleik þinn!
Eg blístra og blístra um Rósu.
Hún býst, með samfylgd heim.
Það lán er blendin blessun
með bölsins eftirkeim.
^ Senn fellur gullin glæta
á gestinn við þitt ból.
Nú blístra ég hryggum huga
í háttinn rauða sól.
Magnús Ásgeirsson
íslenzkaði.