Stundin - 01.10.1940, Page 38

Stundin - 01.10.1940, Page 38
38 tíTUNDIN ríkisstjórnarinnar og Blaöa- mannafélagsins. Áður en þeir lögðu upp í þessa kynn- isferð höfðu sumir þeirra hraflað í sig glefsur úr sögu íslendinga og fýsti þá mjög aö koma til Bessastaða. En er þangað kom, og gengið var í kirkjuna, sem er nálega þaö eina, er eft- ir stendur óraskað til minningar um hiö forna Bessastaðavald, brá mér og samferöamönnum mínum illa í brún, því nýupptekn- ar kartöflur höfðu verið breiddar til þerris inn eftir kirkjugólfinu, allt inn að kórdyrum. Slík umgengni er óafsakanleg og jþví sví- viröilegri, sem hér er um aö ræða þjóðminja- og sögu- stað, er ekki liggur nema fárra mínútna akstur frá sjálfri höfuðborginni. — Lengra getur virðingarleysi vort í vanhelgun arfleifða og minjastaða ekki gengið. Og svo erum við aö stæra okkur af því aö vera bók- mennta- og söguþjóð, er betur kunni skil á ættum, lifnaðarháttum og störfum feðra vorra, allt frá fyrstu byggö landsins, en nokkur þjóð önnur. Ameríka hefur stundum verið nefnd hinn nýi heim- ur, hin unga veröld, landið sögulausa, og fram eftir þeim götunum. Og þá er átt við það, að byggð álfunnar sé svo ný, atburðarásin svo stutt, og sagan svo ung, að enn hafi ekki arfleyfðahelg- Framhald á næstu síðu. mér tiiefni til þessara hugleiðinga og hafa valdiö hjá mér ótta um að allt væri ekki eins og helzt yrði ákosið og þaö ætti að vera, sem hafa lætt þeim grun í huga mér, ,að hin siðferðilega vörn okkar íslendinga væri ekki eins sterk og krefjast veröur, af þjóö, sem hefur háð langa baráttu fyrir frelsi sínu og vill gæta arfsins frá feðrum sínum og vill skila landinu í hendur óborinna kynslóða, fegurra og betra en það var. — II. Fyrir skömmu birtist í víðlesnu ensku blaöi grein eftir íslenzkan mann, Snæbjörn Jónsson bóksala hér í Reykjavík. Grein þessi fjallaði um samband Islendinga við brezka heimsveldiö. — Auk nokkurra missagna, sem þar var að finna viðvíkjandi setuliðinu hér og skiptum þess við íslenzka menn, og mjög leiðinlegan og óverö- skuldaðan vitnisburð, er íslenzkri blaöamennsku var borinn, var nokkuð rætt um framtíðarskipulag ís- lands, og samband þess viö Bretland. — Greinarhöf- undi fannst þaö alveg sjálfsagt, aö í framtíöinni lytum vér hinni brezku krúnu. — Meira aö segja bar hann fyrir sig íslenzka menn, er hefðu þessa skoöun, og hefðu látið hana í ljósi, án þess að mótmælum hefði veriö hreyft. — Fannst honum það óræk sönnun þess að vilji hinnar íslenzku þjóðar væri aö verulegu leyti alveg sá sami, — og hann tækizt aðeins á hendur að skýra Bret- um frá þessu, svo að þeir vissu á hvern hátt þeir ættu að koma fram við okkur, — viö værum í raun og veru þegnar hins brezka heimsveldis, að vísu ekki löglega ennþá, en vildum vera það og hlytum að verða það í framtíðinni. Það þarf í rauninni ekki aö eyða mörgum orðum viðvíkjandi þessum skrifum. Allir sjá hversu frá- leitur, ósannur og háskalegur málflutningur þetta er. — Ekkert hefur verið látið í ljósi hér á landi, er gefi tilefni til þess aö halda, að íslenzka þjóöin standi ekki sameinuö ,um að verja frelsi sitt og sjálfstæði. — Aö vísu hefur þessi hugmynd skotið upp kollinum áður, hjá einum manni, og hann hefur flutt hana inn á Al- þing —, en þá virtist öll þjóðin sameinast um aö bann- færa þennan hugsunarhátt, alveg á sama hátt og allir landsmenn fyrirlíta þessi skrif Snæbjarnar Jónssonar. — En þrátt fyrir það, að menn almennt hneykslist á þessari framkomu og telji hana eigi samboðna nokkr- um Islendingi, er þó fyllsta ástæöa til þess að gefa henni gaum. — Hver veit nema þessum manni og öðr-

x

Stundin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stundin
https://timarit.is/publication/737

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.