Stundin - 01.10.1940, Qupperneq 46
46
STUNDIN
út að glugganum og talaði alvarlega við hana. Eftir
fimm mínútur höfðu tvær grímur runnið á frú Gann-
ett, eftir tíu mínútur var hún búin að láta undan og
eftir fimmtán mínútur var frú Cluffins komin af stað
með páfagaukinn og vingsaði búrinu svo ákaft, að páfa-
gaukurinn varð að halda sér dauðahaldi með kjafti og
klóm til þess að detta ekki af prikinu. Frú Gannett
horfði út um gluggann og settist síðan niður skrítin
á svip. Hún var aö velta því fyrir sér, hvernig bezt væri
að haga sókn og vörn í málinu, þegar maður hennar
færi að spyrja eftir páfagauknum.
Viku síðar nam bifreið staðar við húsið. Vélstjórinn
kom út úr bifreiðinni, hentizt upp stigann, fleygði frá
sér heilum hestburði af bögglum og faömaði konu sína
að sér, svo að hún gat varla náð andanum.
“Gott aö vera kominn aftur heim”, sagði Gannett,
lét fallast niður á hægindastól og setti konuna á kné
sér, “Hvernig hefur þér liðið, góða mín? Hefurðu verið
ósköp einmana?”
“Eg vandist því”. sagði frú Gannett hæglátlega.
Vélstjórinn ræskti sig. “Þú haföir páfagaukinn”, sagði
hann.
“Já, ég hafði töfragaukinn”, sagði frú Gannett.
“Hvernig líður honum?” sagði maður hennar og skim-
aði í kringum sig. “Hvar er hann?”
“Sumt af honum er þarna á arinhillunni”, sagöi frú
Gannett og reyndi að láta sem ekkert væri. “Sumt af
honum er í hattöskjunni minni uppi, sumt í vasa mín-
um og hérna er afgangurinn”.
Hún seildist niður í vasa sinn og dró upp tvíblaða
sjálfskeiðing.
“Á arinhillunni!” endurtók vélstjórinn og glápti á
sjálfskeiðinginn.
“í hattöskjunni!”
“Bláu kerin þarna”, sagði kona hans.
Gannett studdi hendi undir kinn. Ef honum hafði
heyrst rétt. þá hafði einn páfagaukur breytzt í tvö
skrautker, hatt og hníf. Þetta var sannarlegur töfra-
gaukur.
“Ég seldi hann”, sagði frú Gannett allt í einu.
Vélstjóranum brá óþægilega. Hann hafði lagt hand-
legginn ástúðlega um mitti konu sinnar, en sleppti nú
tökunum. Hún reis á fætur og settist á stól á móti
honum.
“Seldirðu hann?” sagði Gannett hásum rómi. “Seld-
irðu páfagaukixm?”
STEINN STEINARR:
Briíflkaups-
husefli
(í fornum stíl)
Syng nú mín sálarlúta
sætligan brúðkaupsóð,
hart meðan heimsins rúta
hringveltist sína slóð.
Upp lyftist önd og húfa,
ólund má sérhver skúfa
útrekist agg og hnjóð.
Svo sem hver sitra og
i spræna
í sjóinn hleypur ör,
skal og til makans mæna
mannkindin ein og hvör.
Maður skal manni gagnast,
margliga þar af hagnast,
svo spáði spaks manns vör.
Vor stendur mitt á meðal
mjög uppábúin snót,
beinvaxin, björt og eðal-
borin með nettan fót.
Hýr meður hönd óslaka,
hafandi ektamaka
láð af norðlenzkri rót.
Vel mennt og vel hafandi
víst er sú dándisfrú,
allt sitt í eðlistandi
eigandi, veit mín trú,
innstæður eldi varðar,
item sjetta part jarðar.
Mörg lagði minna í bú.