Árdís - 01.01.1935, Page 25

Árdís - 01.01.1935, Page 25
23 sem íslendingar voru þaulæfðir í. Enda létu 'þeir sér nú ekki til skammar verða. í þessari baráttu fyrir tilverunni voru konurnar engir eftir- bátar. Þær v'íluðu ekki fyrir sér að ganga að erfiðustu útivinnu meðan bændur þeirra voru burtu frá heimilunum í atvinnúleit. Þær víluðu ekki fyrir sér að yfirgefa heimili sín þegar kringum- stæður leyfðu, og með miklum erfiðismunum að fara sjálfar lang- ar leiðir að leita sér atvinnu, og sæta þá hvaða vinnu sem ibaúðst, hversu erfið sem hún var, því kaupið, þó lítið væri, gat eitthvað bætt heimilishaginn. Og með þessu laginu, að erfiða seint og snemma, úti og inni, heima og að heiman, og með hagsýni, nýtni og sparsemi, reyndist það svo að efnahagurinn tók furðu fljótt að baitna, og heimilin að verða reisulegri og þægilegri. Það er líklega ekki hægt að segja að íslendingar hér í álfu séu yfirleitt stórefnamenn enn þann dag í dag, en fjöldanum hefir tekist að koma svo ár sinni fyrir iborð, að þeim líður vel efnalega, og þeir kunna að njóta lífsins eftir ástæ'ðum. Það er eins og þeir meti frekar þaú gæði sem auðurinn getur gefið, en auðinn sjálfan. Það mál því með sanni segja að þránni eftir bættum efnahag og góðu gengi hefir verið fullnægt. Alþýðumentun hefir ef til vill verið á fullkomlega eins háu sitigi á íslandi eins og í öðrum löndum. Tiltölulega voru þeir mjög fáir sem ekki kunnu að lesa eða draga til stafs. Þessi mentun var þó ekki fengin með skólagöngu, heldur fyrir tilstilli heimilanna. Að úngir menn gengu mentaveginn þótti ætíð mjög ákjósanlegt, en að kvenfólk igæfi sig við 'bókmentum þótti hvorki nauðsynlegt né æskilegt. Mér er það í minni, að sem barn heima á Fróni heyrði eg getið um konu eina gáfaða sem hafði aflað sér talsvert mikillar bóklegi'ar þekkingar og jafnvel lært latínu. Fyrir vikið fékk hún viðurnefnið Latínu Gunna, og sé það ekki á misskilingi ibygt, held eg nafnið hafi eklti verið gefið eingöngu í heiðursskyni. Einnig man eg það, að einhverntíma á árunum kringum um 1890 sótti Ólafía Jóhannsdóttir sem síðar varð þjóðkunn kona, um leyfi til að stúnda nám við latínuskólann í Reykjavík. Synjað var henni um skóiagönguna, en það lén fékk hún að mega ganga undir sanna próf og skólapiltar, ef hún læsi utan skóla. Nær er mér að lialda að fremur hafi það þótt frekjulegt flan af stúlkunni, að leggja út í að stunda fræðigreinar, sem álitnar voru eingöngu við pilta hæfi. Grunur minn er það að æði hafi þær verið margar Gunnurn- ar og Ólafíurnar á íslandi sem báru mentaþrá í brjósti, ekkert síður en bræður þeirra. Enda voru þær af sarna bergina brotnar, voru erfðingjar sama gáfnafars og sömu hugsjóna og þeir. Þær einnig voru afkomendur skálda og sagnritara. En táðarandinn bannaði þeim að ganga mentaveginn samhliða bræðrum sínum. Einmitt um það leyti sem vesturferðir hófust frá íslandi var

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.