Árdís - 01.01.1935, Blaðsíða 34

Árdís - 01.01.1935, Blaðsíða 34
r Avarp forseta Bandalags lúterskra kvenna, 1934. “Sameinaðir stöndum vér, en sundraöir föllum vér”. er gam- all og viSurkendur sannleiki og á ekki síður við vorn félagsskap heidur en annað. Hefir reynsla vor, nú nálega áratug, áreiðan- lega fært oss heim sanninn um það, að góð samtök og samvinna er oss algerlega nauðsynleg. Samvinnan eykur þrótt einstakl- ingsins og víðsýni og gerir hann ibetri og nýtari borgara. Vegna samvinnunnar höfum vér eignast fleiri vini og kynst fleiri ágætis- konum heldur en vér hefðum átt kost á með öðru móti, konum sem hafa svipaðar hugsjónir og sömu áhugamál eins og vér. Vegna félagsskaparins, samvinnunnar, komum vér konur m'i saman einu sinni á ári og ræðum vor áhugamál, sem oss öllum er hjartfólgin og öll miða að því að bæta heill þjóðfélagsins. Vel má segja, að við séum fáar og lítils umkomnar, en engu að síður hlýtur eitthvað að vinnast á með samtökum vorum. Ljósið getur borið góða birtu, þó lampinn sé ekki ríkmannlegur. Hvert gott verk, sem vel er unnið getur haft afarmikla þýðingu til góðs, þó það sé lítið auglýst og lítið beri á því og livert gott orð getur borið góða ávexti, hvaðan sem það kemur. Kristindómsfræðsla hefir verið aðalstarf félags vors alt til þessa og það eitt út af fyrir sig, ætti að vera nóg til þess, að hvert safnaðarkvenfélag, og hver kristin kona vor á meðal, ætti að fá einlægan áhuga fyrir framgangi félagsins. Enda hefir svo orðið víðast hvar, þar sem konur hafa kynt sér það starf, sem félagið hefir verið að vinna, alt frá því sumarið 1929, að þær Miss Jenny Johnson og Miss Guðrún Bíldfell fóru norður að Manitoba-vatni til að kenna þar kristin fræði. Síðan eru nú fimm ár og öll þau ár hefir kristindómsfræðslu verið haldið þar uppi að tilhlutun félags vors og með miklum og góðum árangri. Það verður naum- ast of mikið úr því gert hve þýðingarmikið þetta verk er. Félagið er innilega þakklátt þeim góðu konum og stúlku'm, sem að þessu hafa unnið prýðisvel og það má ifullyrða að foreldrar barnanna, sem kenslunnar hafa notið eru þeim ekki síður þakklát. Því miður hefir ekki tekist að fá kennara til að fara norður þetta sumar, enda er þörfin nú ekki eins mikil eins og verið hefir. í þessu sambandi vil eg minnast á smá atvik sem kom fyrir í veitur. Af hendingu frétti stjórnarnefnd félagsins að Mrs. Sigríður Gíslason væri í borginni sér til lækninga. Hún á heima aö Oak View, Man., og það er þessi góða kona, sem hý st hefir kennarana sem vér höfum sent út til Manitöba-vatns. Sá hluti stjórnar- nefndarinnar, sem í Winnipeg er, vildi ekki láta þetta tækifæri ónotað !til að sýna henni vott virðingar vorrar og þakklætis. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.