Árdís - 01.01.1935, Page 38

Árdís - 01.01.1935, Page 38
36 Tíunda ársþing. Bandalag lúterskra kvenna hélt tíunda ársþing sitt í Argyle- bygð dagana 6. og 7. júlí 1934. Var þingið sett að Baldur af forseta, Mrs. P. Johnson, en prestskonan á staðnum, Mrs. E. Fáfnis las kafla úr ri:ningunni og ílutti bæn. Skal hér tekið frani að allir fundir byrjuðu með stuttri guðræknisstund. Þi var veitt móttaka kjörbréfum erindreka, einnig skýrslum framkvæmdarnefndar og hinna ýmsu kvenfélaga tiiheyrandi sam- bandinu. Góður rómur var gerður að þeim yfirleitt, en sér í lagi skýrslu forseta, sem var ágætlega samin og efnisrík. Að skýrslunum afloknum var tekið til umræðu 'það mál, sem ef til vill mestu varðar af málum þeim, er félagið ihefir meðferðis — sunnudagaskóla málið. Mrs. H. G. Henrickson, sem ásamt Mrs. ó. Stephensen hafði skipað milliiþinganeifnd til að annast þetta mál, skýrði greinilega frá starfi þeirra á árinu og sagöi frá, að á hinu liðna ári hefðu þau Miss Lilja Guitormsson frá Geysir og Mr. Árni Sveinsson frá Baldur, unnið að kenslustarfi að tii.hlutun Bandalagsins. Bréf höfðu Mrs. Henrickson borist úr ýmsum áttum, sem sýndú að mörg foreldri eru hjartanlega þakklát fyrir þessa viðleitni til að sá frækornum kristindómsins í hjiörtu barna þeirra og óska eftir því, að starfi þessu verði haldið áfram. Er vonandi að fleiri og fleiri vekist upp, sem svo mikinn áhuga hafa á að útbreiða krislt- indóminn, að þeir fari að dærni þeirra, er á undian hafa gengið, sýni þá fórnfýsi að helga 'þessu starfi einhvem liluta af frítíma sínum á sumrin. Á þinginu kom eindregið fram það álit, að æskilegt og helzt ómissandi væri samvinna með kenslunefnd Bandalagsins og Pramkvæmdarnefnd kirkjufélagsins, og var á- lyktað af þinginu, að reynt skyldi að koma þessu til leiðar. Einnig var álitið að gott væri til samvinnu að sunnudagaskólanefndin ætti 'bréfaviðskifti við mæður barnanna, sem helzt mundu njóta þessarar kenslu, t. d. í bygðunum við Manitoba-vatn. þar sem prestsleysið er tilfinnanlegast. Mrs. Henrickson og Mrs. Stephen- sen höfðu lagt frábæra alúð við þetta starf, og voru í einu hljóði endurkosnar í nefndina, en með því verkið er úmfangsmikið, var tveim öðrum konum bætt við: Mrs. T.horleifson frá Langrut'h og Mrs. Sigurðson frá Árborg. Annað mál kom upp á þinginu, sem vakíti talsvert langar um- ræður: Á hvern hátt geta söfnuðir kirkjufélagsins bezt rétt hlýja bróðurhönd til þeirra einstaklinga, er kunna að fiytja til lengri eða skemri dvalar frá einum stað á annan. Vandinn að sjálfsögðu er mestur í Winnipeg, því þangað flytja fleiri, en á nokkúrn einn annan stað, svo sem námsfólk tií vetrarvistar, eða þeir, er til

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.