Árdís - 01.01.1947, Blaðsíða 7
LUTHERnn cnmp
SUMARBÚÐIR B. L. K.
Svo má segja, að byggingar sumarbúðanna séu fullgerðar: Þær hafa
nú verið vígðar til þess starfs og þeirra þjónustu er Bandalalg lúterskra
kvenna hafði að markmiði og því lá þyngst á hjarta. Flestar voru bygg-
ingarnar vígðar á öndverðu sumri, en sunnudaginn þann 22. júní, er 23
ársþing Bandalagsins var sett, var minningarskálinn vígður til framtíðar-
starfs af hinum nýkjörna forseta kirkjufélags, séra Agli H. Fafnis.
Við enim þeirrar skoðunar, að fyrir hjálp Guðs og góðra manna,
hafi áminst stofnun hafið starfsemi sína á fegurri og fullkomnari hátt,
en okkur hafði dreymt um.
Er við íhugum nafnið sem stofnunni var valið, kemur þetta vers
ósjálfrátt frarn í hugann:
“Um sólarupprás æfi þinnar,
þig árla kallar Drottinn þinn.
I árdögg skærri skírnarinnar
hann skírir þig sem verkmann sinn
og vígir þig til víngarðsmanns
að vinna fyrir ríkið hans.”
Sú er ósk og bæn Bandalagsins, að á þessum fögru stöðvum við
Winnipegvatn, langt frá hávaða og ysi, megi hin unga kynslóð vor eflast
að andlegum og líkamlegum þroska og verða því vaxin, að takast á
5