Árdís - 01.01.1947, Blaðsíða 72

Árdís - 01.01.1947, Blaðsíða 72
KRISTlN ANDERSON. 1883 -1945. “Vinir berast burt á tímans straumi og blómin fölna á einni hélunótt.” Þessi merkiskona dó snögglega og á besta aldri 14. desember 1945 að heimili sínu í Glenboro, Man. Hún var fædd á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal 1. ágúst 1883. Foreldr- ar hennar voru Jakob Helgason og Kristjana Kristjánsdóttir. Kom hún til Vesturheims með foreldrum sínum ársgömul 1884. Settist fjölskyldan að í Argylebygðinni, 4 mílur fyrir S. Vestan Glenboro. Faðir hennar dó nokkrum árum eftir hann kom hér, en móðirin með bömin hélt áfram búskapnum og nokkrum ámm síðar giftist hún aftur Theodór Jó- hannson ættuðum úr Reykjadalnum, ágætum manni. Kristín ólst þama upp til fullorðins ára, eða þar til hún giftist Snæbimi A. Anderson 1907 og settust þau að í Glenboro, og þar bjó hún til dauðadags. Kristín var kona fríð sínum, aðsópsmikil og tiguleg, og í alla staði hin ágætasta kona. Hún var trúkona heilsteypt og einlæg, og drjúg til starfs í kirkumálum og félagsmálum í sinu umhverfi sérstaklega Is. félagsmálum, en einnig með hérlendu fólki. Forseti Islenzka kvennfélagsins í Glenboro var hún í 10 ár og lét hún ætíð mikið til sín taka á heilbrygðan og andríkann hátt. Sem Islendingur og borgari í sinu fósturlandi, sem dóttir, eigin- kona og móðir, og húsfreyja á sinu heimili var hún ætíð trú sinni köllun. Líf hennar þroskaðist alla æfina við arineld kristinna hugsjóna. Hún rétti mörgum hjálparhönd. Kærleiksþjónusta var sterkur þáttur í lífi hennar. Hún átti bjargfasta sannfæringu og hana seldi hún ekki lágu verði. Hún eftirskilur eiginmann og tvö uppkomin börn Mrs. Axel Odd- leifson, Seven Sisters Falls, Man. og Friðrik í Glenboro, er móðir hans dó var hann í herþjónustu á Þýskalandi. Systkini hennar ern Mrs. S. J. Sveinbjornson, Kandahar, Sask.; Mrs. Anna Sveinson og Mrs. Guðrún Thorsteinsson, Winnipeg og Helgi og Kristján (Helgason) bændur í Peace River héraðinu í Alberta. Móðir hennar dó 3. sept. 1946. Jarðar- förin var ein hin verðulegasta og fjölmennast hér um slóðir. Kistan var þakin blómskrúði og vinir og ættingjar gáfu í Blómssjóð kvenfélagsins $119.00 til að heiðra minningu hennar, og tók það langt fram því sem hér hefur áður þekkst. Séra Rúnólfur Marteinsson jarðsöng. 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Árdís

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.