Árdís - 01.01.1947, Blaðsíða 66
um, og stóð heimili hennar ætíð opið
fyrir öllum sem þangað vildu koma.
Hún starfaði alltaf það sem kraftar
hennar leyfðu, prjónaði fyrir Red
Cross, og með sínu blíða, látlausa við-
móti, breyddi sólskin út frá sér. Er
syrgð af einum syni, Skúla, er var kapt-
einn í hinu fyrra stríði. Blessuð sé
minning hennar.
M.S.
Elinborg Hanson
ANNA SIGURBJÖRG ÓLAFSON.
Fædd 2. nóvember 1893 að Garðar,
N. Dakota. Dó á Morden sjúkrahús-
inu 28. desember 1946. Hún lætur
eftir sig eiginmann, Sigurð Ólafsson
og átta mannvænleg börn. Foreldrar
hennar voru Guðrún og Helgi John-
Anna Sigurbjörg ólafson son. Var hún elzt af þremur systi'um.
Yngsta systir Önnu sál., Helen (Mrs.
Davið Jóhannson) andaðist í Vancouver fyrir nokkrum árum, en
þriðja systirin, Albertína (Mrs. Karl Halldorson) er enn á lífi og býr í
Elfros, Sask.
Anna Ólafson var félagslynd kona, frábærlega dugleg bæði í kven-
félaginu þar sem hún skipaði forsæti um hríð, og Rauða Kross deildinni,
64