Árdís - 01.01.1947, Blaðsíða 42
SKÝRSLA FORSETA.
Kæru félagssystur:—
Það er mér gleðiefni að mega nú ávarpa ykkur á okkar eigin heimili
sem þið hafið allar hjálpað til að byggja. Eg vona að þær stundir sem við
eyðum hér saman verði okkur öllum gleðiríkar og lífi okkur í minni
sveipaðar sólskini og sumarblæ.
Þetta ár sem liðið er síðan við mættumst síðast hefur verið viðburð-
aríkt í sögu Bandalagsins að því leyti að á fót komst ákveðið sumarstarf
hér á þessum stað. f skýrslu minni síðastliðið sumar dvaldi eg við vonir
okkar í því efni og skýrði frá hinu mikla starfi byggingarnefndarinnar.
Eins og ykkur mun öllum kunnugt, voru þessar sumarbúðir starfandi í
6 vikur, aðsókn mátti heita góð og allt gekk slysalaust og ánægjulega.
Nú er þreytan gleymd en ánægjulegar endurminningar vara.
Síðastliðið haust eftir að búðum var lokað var gert mikið verk hér
á staðnum: minningarskálinn bygður að mestu leyti fyrir hina ötulu
frammistöðu Sveins Pálmassonar—skógarrjóðrið niður við vatnið hreins-
að og slett o.fl. Verkið var unnið af Ditchfield and Sons frá Winnipeg
undir umsjón S. O. Bjerring. Gerði hann sér margar ferðir hingað í sam-
bandi við það starf.
Áður en eg lýk ummælum um þennan þátt starfsins vildi eg aðeins
segja þetta, eg þakka af hjarta öllum þeim sem hafa unnið svo vel og
aðstoðað Bandalagið á einn eða annan hátt. Árangurinn væri ekki sá
sem orðið er ef fjöldin hefði ekki verið með í gjafir, áhugi, ráðleggingar,
hlýhugur og bænir fjöldans hafa verið hér að verki. Við höfum sannfærst
um að Guð væri með í þessu verki þess vegna er framtíð þess örugg.
Starfið á þessum stöðvum er nú rétt að byrja, við megum ekkert láta
ógjört til þess að það verði blessunarríkt og göfugt. Megi hér verða sáð
mörgum frækornum í sálir hinna ungu sem beri mikin ávöxt. Eg átti tal
við dreng sem dvaldi hér í fyrra nú fyrir nokkrum dögum, hann var
fremur sver í lund, hafði mist báða foreldra sína og átt óbliða æsku,
kom hingað ókunnugur okkur öllum fyrir tilstilli félags er sendi nokkra
unglinga hingað í fyrra. Hann var ekki íslenzkur að ætt. Hann sagðist
aldrei mundi gleyma þessum dögum sem hann dvaldi hér, og eg spurði,
hvað hefði nú hrífið hann mest, hann svaraði. “I like to think of Vesper
Hour, when you called us to evening prayer, and it was getting dark.
40