Árdís - 01.01.1947, Blaðsíða 17
þjóðanna á grundvelli trúar á Guðsríki, eftir þvi sem þroskun eykst,
er heilbrygð og góð stefna.
0 0 0
Miskunnsemi eða mannúð, er ein af okkar dýrmætustu dyggðum og
máske ein hin algengasta nú á dögum. En þegar hin göfuga kona, Flor-
ence Nightingale lagði fyrir hinn Brezka heim sina hugsjón, voru undir-
tektimar daufar og sérstaklega hafði hervaldið litla trú á þessum draum.
En stöðuglyndi hennar og bjargfasta tiú á drauminn sinn, léði henni
þrek til að sigra alla mótstöðu og koma hugsjón sinni í framkvæmd.
Florence Nightingale var fædd í Florence, Italíu, árið 1820 og gefið
nafn sins fæðingar staðar. En æskuárunum var eitt á Englandi, og þegar
hún var rúmlega tvítug, vaknaði hjá henni þrá til að læra hjúkrunarfræði,
aðallega vegna þess, að hún fann svo mikinn skort á þekkingu og
mannúð í sambandi við spítala og hjúkrunar heimili. Hún tók sig því til
og lærði hjúkrunarfræði, fyrst nokkra mánuði í Deaconess spítala í
London og síðan í Edinburgh. Hún ferðaðist um allt og kynnti sér kring-
umstæður í fjöldamörgum sjúkrahúsum. Svo kom hún aftur heim til
London og tók að sér stjórn á hjúkrunarheimili þar.
Árið 1854, stóð yfir Krím stríðið og sögur um hið átakanlega ástand
í spítölum þar, voru á allra vörum. Þetta gat Florence Nightingale ekki
þolað, og gerði hún óðar ráðstöfun til að fá leifi að ferðast með hjálp til
vígvallarins og hjúkra og líkna þeim særðu og bæta úr hinu ömurlega
ástandi. Hervaldið var ekki þessari bón meðmælt, en samt gat hún með
hjálp eins vinar foreldra hennar, fengið leyfi að ferðast til herbúðanna
með þrjátíu og átta hjúkrunar konur sér til aðstoðar.
Þörfin var brýn, og hún lagði svo hart að sér, að heilsa hennar bilaði
um stund og hún varð að fara heim til Englands til að hvíla sig. En hin
blíða “Lady of the Lamp”, eins og hermennirnir kölluðu hana, er hún
um nóttu gekk um tjöldin til að hughreysta og hjálpa þeim særðu og
deyjandi, var búin að ávinna sér ódauðlega frægð. Hennar háleiti hjúkr-
unarmeyja eiður, er enn í dag notaður þegar þær útskrifast.
Hún var margvíslega heiðruð. Var kvödd á fund Viktoríu drottning-
ar, sem varð að orði.
“Such a head, I wish we had her at the War Office.”
Þetta var óvanaleg viðurkenning fyrir kvenmann á þeim dögum.
En það var ekki fyrr en hún var 87 ára að hún var sæmd, “The Order of
Merit”. Hún dó þremur árum síðar.
15