Árdís - 01.01.1947, Blaðsíða 43
The waves and the wind in the trees and our prayer all went together”—
svo þagði hann í augnablik og bætti svo við—“I felt that God was very
near.” Þessi vitnisburður þessa einmana drengs sem mér virtist dálítið
hörkulegur og erfiður þegar hann kom til okkar, var mér dýrmætt gleði-
efni.
Sunnudagaskólanefnd Bandalagsins hefur verið starfandi þetta ár,
fyrir dugnað Mrs. Henrickson hafa nú nokkrir unglingar úr prestlausum
bygðum byrjað að taka Correspondence Course í sunnudagaskólaverki
hjá Miss Elenore Gillstiom. Vonum við að það eigi framtíð fyrir höndum.
Á síðasta þingi var kosin milli-þinga nefnd til að yfirfara lög Banda-
lagsins. Hefir sú nefnd lialdið nokkra fundi og leggur nú fyrir þetta
þing árangur þess starfs. Bið eg ykkur að íhuga vandlega lögin sem
hafa nú þegar verið útbýtt á meðal ykkar. Breytingar verða án efa
gerðar á þessu þingi og lögin svo samþykt, verða þau svo prentuð á
íslenzku og ensku og útbýtt á meðal kvennfélaganna.
Á síðusta þingi var samþykt að hækka verð ársrits okkar upp í 50c.
þar sem bæði pappír og prentun hafa hækkað í verði. Ritið mun hafa
selst eins vel og áður ef ekki betur, engin rödd sem túlki óánægju út af
þessari verð hækkun hefur mér borist. En eg hef heyrt nokkra óánægju
yfir að ein ensk ritgjörð sem í ritinu er, tæki of mikið rúm. Á öllum svið-
um erum við stödd í nokkrum vanda nú hvað tungumálin snertir, og
óhugsandi að geta gert öllum til hæfis. Gott er að muna að það eru
aðallega okkar góðu eldri íslenzku konur og menn sem Árdísi lesa,
veit eg vel að vinsældir hennar aukast ekki við að hafa mikið lesmál
þar á enskri tungu.
Það var fyrir þremur árum síðan á þingi í Langruth að eg lét til-
leiðast að taka við forseta embætti á ný. Útnefninga nefndin sem þar
var að verki lofaði mér því þá, að eg mundi verða leyst frá því starfi
áður en mjög langt liði, ef eg óskaði þess. Þessi ár hafa verið mér að
öllu leyti til gleði. Þið kæru félagssystur hafið allar tekið höndum saman
til að árangur yrði sem mestur. Nú finnst mér að nefndin sem íhugar
útnefningar ætti alvarlega að hugsa um að nú er tími til að breyta til.
Starfið er nú þannig statt að engin óhætta mun vera í því. Mér finnst
eg hafi nú lokið þeim þætti starfsins sem eg ætlaði mér sérstaklega, sem
var að hjálpa ykkur til að byggja þessar sumarbúðir. Eins lengi og eg
lifi verður þetta starf mér hjartfólgið, en eg væri nú svo glöð að sjá
einhverja aðra taka við leiðsögn.