Árdís - 01.01.1947, Blaðsíða 70
KRISTIN JÓNSDÓTTIR CHRISTOPHERSON.
1880 -1946.
Það var veturinn 1899-1900 að eg var staddur á Skjaldbreið í Vestur-
hluta Argyle byggðar. Þangað kominn til að horfa á leikinn “Æfintýri á
GönguförY Eg sat einn mins líðs í bekk þar, og drógst athygli mitt að
2 ungum persónum er sátu fyrir framan mig, og syndust fram úr máta
lukkulegar. Eg horfði á leikinn með aðdáun því fólkið lék prýðilega vel
þennan fallega leik en jafnframt hafði eg augun á þessum ungu persón-
um sem sýndust svo hamingjusöm og mér leist svo vel á. Eg hefi gleymt
leiknum áð mestu en mynd þessara ungu
hjóna hefur staðið mér skýrt fyrir hugs-
kotssjónum til þessa dags. Var mér sagt
að þetta væri William C. Christopher-
son á Grund (sonur Sigurðar Christo-
pherson frumherjans nafnkunna og hans
ágætu hérlendu konu Caroline Taylor)
og kona hans Kristín Jónsdóttir þá ný-
gift. Þau giftust 29. maí 1899. Hann dó
28. sept. 1941 en hún dó á síðastliðnu
hausti þann 24. nóv. og vil eg minnast
hennar með fáum orð fyrir Árdísi. Krist-
ín var fædd í Rauðuskriðu í S. Þingeyj-
arsýslu 18. apríl 1880. Foreldrar hennar
voru Jón Kristjánsson og Hólmfríður
Ólafsdóttir. Faðir hennar mun hafa dáið á íslandi, en vestur kom hún
með móður sinni 1893 og þá strax til Argylebyggðar. Þegar hún giftist
settust þau að á höfuðbólinu Grund og þar áttu þau heimili til dauðadags.
Kristin Jónsdóttir Christopherson
Kristín var háttprúð og yfirlætislaus og af öllum vel metin. Hún var
meðlimur Frelsissafnaðar og Kvenfélagsins og oftar en einu sinni forseti
þess. Hún kendi í sunnudagaskólanum og var trygg við það starf, og hún
vann með trú og dyggð að velferðarmálum í sinu umhverfi. Gestrisin var
hún og góð heim að sækja, eg þekti hana og þau hjón vel um langa tíð.
Eg kom aldrei svo að Grund að ekki stæði mér skýrt fyrir sjónun er eg
sá þau í fyrsta sinni á Skjaldbreið. Þau breittust ekki þó árin liðu, þau
virtust ætíð jafn glaðvær og hamingjusöm, eg held þau hafi lifað lífi
68