Árdís - 01.01.1947, Side 72

Árdís - 01.01.1947, Side 72
KRISTlN ANDERSON. 1883 -1945. “Vinir berast burt á tímans straumi og blómin fölna á einni hélunótt.” Þessi merkiskona dó snögglega og á besta aldri 14. desember 1945 að heimili sínu í Glenboro, Man. Hún var fædd á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal 1. ágúst 1883. Foreldr- ar hennar voru Jakob Helgason og Kristjana Kristjánsdóttir. Kom hún til Vesturheims með foreldrum sínum ársgömul 1884. Settist fjölskyldan að í Argylebygðinni, 4 mílur fyrir S. Vestan Glenboro. Faðir hennar dó nokkrum árum eftir hann kom hér, en móðirin með bömin hélt áfram búskapnum og nokkrum ámm síðar giftist hún aftur Theodór Jó- hannson ættuðum úr Reykjadalnum, ágætum manni. Kristín ólst þama upp til fullorðins ára, eða þar til hún giftist Snæbimi A. Anderson 1907 og settust þau að í Glenboro, og þar bjó hún til dauðadags. Kristín var kona fríð sínum, aðsópsmikil og tiguleg, og í alla staði hin ágætasta kona. Hún var trúkona heilsteypt og einlæg, og drjúg til starfs í kirkumálum og félagsmálum í sinu umhverfi sérstaklega Is. félagsmálum, en einnig með hérlendu fólki. Forseti Islenzka kvennfélagsins í Glenboro var hún í 10 ár og lét hún ætíð mikið til sín taka á heilbrygðan og andríkann hátt. Sem Islendingur og borgari í sinu fósturlandi, sem dóttir, eigin- kona og móðir, og húsfreyja á sinu heimili var hún ætíð trú sinni köllun. Líf hennar þroskaðist alla æfina við arineld kristinna hugsjóna. Hún rétti mörgum hjálparhönd. Kærleiksþjónusta var sterkur þáttur í lífi hennar. Hún átti bjargfasta sannfæringu og hana seldi hún ekki lágu verði. Hún eftirskilur eiginmann og tvö uppkomin börn Mrs. Axel Odd- leifson, Seven Sisters Falls, Man. og Friðrik í Glenboro, er móðir hans dó var hann í herþjónustu á Þýskalandi. Systkini hennar ern Mrs. S. J. Sveinbjornson, Kandahar, Sask.; Mrs. Anna Sveinson og Mrs. Guðrún Thorsteinsson, Winnipeg og Helgi og Kristján (Helgason) bændur í Peace River héraðinu í Alberta. Móðir hennar dó 3. sept. 1946. Jarðar- förin var ein hin verðulegasta og fjölmennast hér um slóðir. Kistan var þakin blómskrúði og vinir og ættingjar gáfu í Blómssjóð kvenfélagsins $119.00 til að heiðra minningu hennar, og tók það langt fram því sem hér hefur áður þekkst. Séra Rúnólfur Marteinsson jarðsöng. 70

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.