Morgunblaðið - 08.01.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
INNAN verkalýðshreyfingarinnar
er mikill áhugi á að ráðist verði sem
fyrst í mannaflsfrekar framkvæmdir
til að vinna gegn atvinnuleysi. Skúli
Thoroddsen, framkvæmdastjóri
Starfsgreinasambandsins, vill að
hafist verði handa um byggingu nýs
háskólasjúkrahúss og segir í pistli á
vefsíðu SGS að ef skilyrði Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins komi í veg fyrir
aukna skuldsetningu ríkissjóðs „má
hugsa sér samstillt átak lífeyrissjóða
og annarra fjárfesta við fjármögnun
verkefnisins meðan kreppuástandið
varir.“
Ljóst er orðið að lífeyrissjóðir
koma ekki að endurreisn atvinnulífs-
ins fyrr en tekist hefur að ljúka upp-
gjöri sjóðanna við skilanefndir bank-
anna. Stofnun Endurreisnarsjóðs
sem ríkisstjórnin boðaði í byrjun
desember er í biðstöðu vegna þessa.
„Við sögðum strax í upphafi að að-
koma lífeyrissjóðanna byggðist á því
að okkur tækist að ná ásættanlegri
niðurstöðu í viðræðum við skila-
nefndir bankanna um uppgjör á
framvirkum gjaldmiðlasamningum,“
segir Arnar Sigurmundsson, for-
maður Landssamtaka lífeyrissjóða.
Viðræður við bankana hafa nú staðið
í tæpa þrjá mánuði án þess að sjái
fyrir endann á þeim. ,,Það ber tölu-
vert mikið á milli,“ segir Arnar.
,,Lífeyrissjóðirnir eru mjög opnir
fyrir því að koma að endurreisn at-
vinnulífsins. Það hefur ekkert breyst
en við getum ekki búið við þessa
óvissu.“
Alþingi samþykkti fyrir jól laga-
breytingu sem rýmkar heimildir líf-
eyrissjóða til að taka þátt í fjárfest-
ingum í atvinnulífinu. Arnar segir að
ef leysist úr viðræðunum við bank-
ana megi gera ráð fyrir að þeir sem
að Endurreisnarsjóðnum koma fjár-
festi í starfandi fyrirtækjum sem
voru álitlegur kostur fyrir banka-
hrunið og ættu undir venjulegum
kringumstæðum góða rekstr-
armöguleika. Fjármögnun mann-
aflsfrekra framkvæmda yrði vænt-
anlega með útgáfu skuldabréfa sem
lífeyrissjóðir og aðrir gætu keypt.
Lífeyrissjóðir fjár-
magni framkvæmdir?
Líkan af háskólasjúkrahúsinu
Háskólasjúkrahús Framkvæmdastjóri SGS segir nýtt hátæknisjúkrahús
kosta 100-120 milljarða en rekstrarsparnaður yrði 3 til 5 milljarðar á ári.
Endurreisnarsjóð-
ur í biðstöðu semj-
ist ekki við banka
AMNESTY International hvetur ör-
yggisráð Sameinuðu þjóðanna til að
krefjast þess að Ísrael, Hamas og
vopnaðir palestínskir hópar komi
tafarlaust á vopnahléi á Gasa og
heimili brýna mannúðaraðstoð til
íbúa svæðisins. Slíkt vopnahlé þarf
einnig að tryggja að særðum verði
komið undir læknishendur og að
óbreyttir borgarar geti yfirgefið
átakasvæðið og komist í öruggt
skjól, segir í tilkynningu.
„Mannfall og eignaspjöll á Gasa
eiga sér ekki fordæmi. Neyð almenn-
ings á Gasa er slík að grípa verður til
aðgerða nú þegar. Öryggisráðið má
ekki þegja þunnu hljóði. Það getur
og verður að bregðast tafarlaust við
ástandinu,“ segir í yfirlýsingu AI.
Hópur sérfræðinga frá Amnesty
hyggst reyna að komast inn á Gasa í
dag. aij@mbl.is
Tafarlaust
vopnahlé
LUNDEY NS
fann loðnu í gær
úti fyrir Norður-
landi. „Hann fer í
gegnum hana á
öllum leggjunum
í kringum 66°20
norður,“ sagði
Þorsteinn Sig-
urðsson, sviðs-
stjóri nytja-
stofnasviðs
Hafrannsóknastofnunarinnar í
samtali við Morgunblaðið. Lundey
átti að ljúka loðnuleit í gærkvöldi
og koma til Vopnafjarðar í dag.
Börkur NK hefur lokið sinni leit og
Faxi RE lýkur leitinni í dag.
Bætt var við leitarleggi Faxa RE
til að kanna betur loðnugengd á
leitarsvæði hans norður af Langa-
nesi. Þorsteinn sagði að loðnan þar
hefði verið dýpra en reiknað var
með. Tekin hafa verið sýni úr
loðnunni og sagði Þorsteinn vís-
bendingar um að þetta væri mest
þriggja ára loðna. Ástandið á henni
er sagt gott.
Spurning um magnið
„Þetta er hrygningarganga, það er
engin spurning. Spurningin snýst
um magnið,“ sagði Þorsteinn. Gögn
hafa verið send frá skipunum og
verður unnið úr þeim hjá Hafrann-
sóknastofnuninni. Þorsteinn taldi
líklegt að niðurstaða um magn
loðnunnar lægi fyrir í næstu viku.
Hafrannsóknaskipið Árni Frið-
riksson mun fara á slóðir loðnu-
skipanna sem fundu loðnu og gera
aðra mælingu á þeim slóðum þar
sem loðnan fannst.
„Hann mun rekja sig eftir þessari
pulsu sem greinilega liggur frá
Langaneskantinum og vestur fyrir
Kolbeinseyjarhrygg,“ sagði Þor-
steinn. Loðnan er nú á hefðbundn-
um slóðum miðað við árstíma.
gudni@mbl.is
Hrygningar-
ganga loðnu
er fundin
Þorsteinn Sigurðs-
son fiskifræðingur.
BJARNI Harð-
arson, fyrrver-
andi alþing-
ismaður, hefur
sagt sig úr
Framsókn-
arflokknum og
útilokar ekki
nýtt framboð
verði boðað til
þingkosninga á
árinu. Þetta
kemur fram í Sunnlenska frétta-
blaðinu. Bjarni segir að hópur
fólks hafi rætt saman og áhugi sé
á að bjóða fram nýjan valkost.
„Límið í þeim hópi er sú afstaða
okkar að Ísland eigi ekki að
ganga í ESB og að brjóta þurfi á
bak aftur hið sterka flokksvald
sem er ráðandi í dag,“ segir
Bjarni. Hann segist ekki ætla að
fara fram fyrir Framsóknarflokk-
inn aftur en eftir brotthvarf
Guðna Ágústssonar og með þeirri
ESB-stefnu sem nú sé ráðandi í
Framsókn segist Bjarni ekki eiga
samleið með flokknum.
Bjarni hættur
í Framsókn
Bjarni
Harðarson
ÁTVR seldi áfengi fyrir rúmar 17,8
milljarða króna í fyrra og er virð-
isaukaskattur þá innifalinn. Salan í
fyrra jókst um 4,2% í lítrum talið
frá árinu 2007.
Sala hvítvíns jókst um 13,4% í
fyrra og sala rauðvíns um 3,8%.
Sala lagerbjórs jókst um 4,3% og
ókryddaðs brennivíns um 6,5% á
tímabilinu.
Sem fyrr er bjór sú tegund sem
vegur langþyngst í sölu áfengis hjá
ÁTVR. sisi@mbl.is
Áfengi fyrir
17,8 milljarða
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
KOSTNAÐUR við starfsemi Lands-
spítala – háskólasjúkrahúss fór 2,3
milljarða fram úr áætlun á fyrstu 11
mánuðum ársins 2008, samkvæmt
bráðabirgðauppgjöri spítalans.
Tekjur tímabilsins janúar-nóvem-
ber nema alls 34,2 milljörðum kr. en
gjöld um 36,5 milljörðum, sem er
6,8% mismunur. Ástæðuna má fyrst
og fremst rekja til hærri rekstrar-
gjalda vegna gengisfalls krónunnar
á árinu, að sögn Önnu Lilju Gunn-
arsdóttur, framkvæmdastjóra fjár-
reiðna og upplýsinga Landspítalans.
Launakostnaður
er hins vegar
nokkurn veginn á
pari að sögn
Önnu, aðeins 1%
umfram áætlun.
S-merkt lyf
vega þungt
„Þetta er að
stórum hluta
vegna gengis-
áhrifa og skrifast fyrst og fremst á
það sem keypt er inn í erlendum
gjaldmiðlum sem hefur farið fram úr
áætlun, það eru sérhæfðar sjúkra-
hússvörur, rannsóknarvörur og tæki
auk aðfluttra lyfja,“ segir Anna
Lilja. Þar munar mestu um svonefnd
s-merkt lyf, dýr lyf sem að mestu eru
bundin við notkun inni á sjúkrahús-
um. Óhagstæð gengisþróun krón-
unnar hefur því komið afar illa við
Landspítalann eins og aðrar stofn-
anir og fyrirtæki sem reiða sig á inn-
fluttar vörur.
Í þessum tölum hefur ekki verið
tekið tillit til fjáraukalaga ársins.
Starfsemisupplýsingar Landspít-
alans eru teknar saman í lok hvers
mánaðar. Rekstrarstaða spítalans
fyrir árið 2008 í heild liggur enn ekki
fyrir en er væntanleg um mánaða-
mótin janúar-febrúar.
Gengið hafði mikil áhrif á
rekstrarkostnað LSH 2008
Kostnaður Landspítalans fór 2,3 milljarða fram úr áætlun fyrstu 11 mánuði ársins
Anna Lilja
Gunnarsdóttir
BIRNA Jónsdótt-
ir, formaður
Læknafélags Ís-
lands, og aðrir
formenn norrænu
læknafélaganna
krefjast þess að
aðilar átakanna á
Gaza-svæðinu
fylgi í einu og öllu
ákvæðum Genfar-
sáttmálans til að vernda saklausa
borgara og tryggja mannréttindi
þeirra á stríðstímum.
„Ekki má hindra að læknar og aðr-
ir heilbrigðisstarfsmenn geti sinnt
störfum sínum. Okkur hafa borist
fregnir frá norskum læknum starf-
andi á sjúkrahúsi á Gaza-svæðinu um
þjáningar stríðshrjáðra borgara og
knýjandi þörf þeirra fyrir læknis-
hjálp.
Báðir aðilar verða að tryggja næg-
ar birgðir lyfja og tækja til með-
höndlunar á sjúkum og særðum,
ásamt því að tryggja fólki drykkjar-
hæft vatn, nægan mat og húsaskjól
sem er frumforsenda fyrir mann-
sæmandi heilsu.
Norrænu læknasamtökin krefjast
þess að hlutaðeigandi aðilar og al-
þjóðasamfélagið geri allt sem í þeirra
valdi stendur til að lina þjáningar al-
mennra borgara á svæðinu með því
að semja um vopnahlé og frið,“ segir í
áskorun formanna læknafélaganna.
aij@mbl.is
Vernda ber
saklausa
borgara
Birna Jónsdóttir
Ákvæðum Genfar-
sáttmálans verði fylgt
Um hvað snúast viðræður lífeyr-
issjóða og gömlu bankanna?
Þær eru um uppgjör skulda vegna
svonefndra afleiðu- og gjaldmiðla-
skiptasamninga en deilt hefur verið
um við hvaða gengi á að miða. Á
móti eiga lífeyrissjóðirnir kröfur á
gömlu bankana í formi skuldabréfa
fyrir 90 til 100 milljarða kr.
Hvað er gjaldmiðlaskiptasamn-
ingur?
Samningur á milli tveggja aðila um
viðskipti með höfuðstól mynta þar
sem miðað er við fyrirfram ákveðið
gengi í framtíðinni.
Hvert er hlutverk Endurreisn-
arsjóðs?
Ríkisstjórnin ætlar að stuðla að
stofnun öflugs fjárfestingasjóðs at-
vinnulífsins með þátttöku lífeyr-
issjóða, banka og annarra fjárfesta,
þar á meðal erlendra.
S&S
Í milljónum króna
34.200
Tekjur LSH fyrstu
11 mánuði ársins 2008
2300
Kostnaður LSH umfram
áætlun á tímabilinu