Morgunblaðið - 08.01.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.01.2009, Blaðsíða 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009 Fyrsta minning mín um Lúlú er frá jólun- um 1957, en þá var von á Badda bróður mínum heim með kærustuna sína. Ég var full eft- irvæntingar, enda búin að sjá og finna að bróðir minn var yfir sig ást- fanginn. Ég gleymi ekki hve falleg og glæsileg Lúlú var þegar hún kom og enn man ég nákvæmlega hvernig fallegi kjóllinn sem hún klæddist leit út. Bróðir minn, sem var 15 árum eldri en ég og mitt eina systkini, gaf mér þessi jól stóra og fallega brúðu sem hann keypti handa mér í Am- eríku, og brúðan var skírð Brynja, í höfuðið á Lúlú, sem hét fullu nafni Guðlaug Brynja. Vegna starfa bróður míns og bú- setu fjölskyldu hans erlendis í fjöldamörg ár, voru samskiptin ekki mikil framan af. Það má því segja að ég hafi ekki kynnst Lúlú að ráði fyrr en eftir að þau fluttu alkomin heim stuttu áður en Baddi bróðir minn veiktist alvarlega, en hann lést aðeins 58 ára gamall og var okkur öllum mikill harmdauði. Lúlú og Baddi bróðir minn voru skólafélagar í Gagnfræðaskólanum á Ísafirði og kynntust því ung. Þau voru þó ekkert að flýta sér að rugla reitum sínum saman, Baddi fór í Samvinnuskólann og Lúlú í Íþrótta- kennaraskólann og einnig í Hand- Guðlaug Brynja Guðjónsdóttir ✝ Guðlaug BrynjaGuðjónsdóttir, jafnan kölluð Lúlú, fæddist á Siglufirði 23. febrúar 1935. Hún andaðist á hjúkrun- arheimilinu Skjóli á aðfangadag jóla, 24. desember, síðastlið- inn og var útför henn- ar gerð frá Áskirkju 7. janúar. íða- og myndlistar- skólann. Lúlú kenndi íþróttir í nokkur ár og einnig lagði hún stund á myndlist og eftir hana liggja margar fallegar myndir. En þegar Badda bauðst starf hjá Sambandi ís- lenkra samvinnu- félaga í Bretlandi, ákvað hún að fylgja manni sínum þangað og síðar til Bandaríkj- anna. Við tóku bar- neiginir og barnaupp- eldi ásamt því að vera oft í gestgjafahlutverki sem fylgdi starfi eiginmannsins. Lúlú var ákaflega dugleg kona og gerði allt af miklum myndarskap. Hún og Baddi voru alla tíð afar samrýmd hjón og því var missir hennar mikill þegar hann féll frá. Undanfarin ár hafa verið erfið og það hefur verið átakanlegt að horfa upp á hvernig Alzheimer- sjúkdómurinn lagði þessa glæsilegu konu að velli, andlega og líkamlega. Síðasta rúma árið bjó Lúlú á Hjúkr- unarheimilinu Skjóli, þar sem hún fékk hlýja og góða ummönnun, en í mörg ár bjó Brynja, dóttir hennar með henni og annaðist móður sína af mikilli umhyggju. Ég votta börnum Lúlúar, tengda- börnum og barnabörnum innilega samúð og bið þeim blessunar. Einn- ig Jóhönnu, systur hennar, en þær voru mjög nánar og bræðrum henn- ar og þeirra fjölskyldum. Guð blessi minningu Lúlúar mág- konu minnar og Badda bróður míns. Ásgerður Við áttum yndisleg uppvaxtarár í „faðmi fjalla blárra“ – Lúlú, Maddý og Lára. Við urðum strax á fyrsta degi barnaskólans óaðskiljanleg þrenna – bundumst órjúfanlegum vináttuböndum. Síðar á ævinni höfð- um við oft á orði hvílík gæfa það var að fá að alast upp á stað eins og Ísa- firði, þar sem allt til frístunda, gam- ans og íþróttaiðkana er innan seil- ingar og flest í göngufæri. Félagslífið var í miklum blóma og minningarnar hrannast upp. Við í berjamó, hjólatúrum, útilegum, handbolta, skíða- og skautaferðum og við á fullu í skátahreyfingunni og alltaf að fitja upp á einhverju nýju í skemmtanalífi skólanna okkar. Að loknum skóladegi var oft farið í „danskan“, leik sem var fólginn í því að kasta boltum á vegg og grípa og náðum við allar töluverðri leikni með fjóra bolta í takinu. Lúlú skaraði snemma fram úr í ýmsum íþróttagreinum og hafði til þess alla burði, hávaxin og glæsileg. Aðeins 13 ára gömul setti hún Ís- landsmet í hástökki kvenna og hélt hún Íslandsmeistaratitlinum um langt árabil. Hún lauk landsprófi á Ísafirði vorið 1951, en um haustið flutti hún til Reykjavíkur með fjöl- skyldu sinni. Bekkjarsystkini henn- ar fengu frí úr skóla til að fylgja henni á báti út að sjóflugvél sem lenti á pollinum. Hún var kvödd með söknuði og líklega ekki síst af þeim bekkjarbróður sem síðar varð eig- inmaður hennar, Guðjóni B. Ólafs- syni. Lúlú ákvað mjög ung að verða íþróttakennari, en aldurstakmark í Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni var 18 ár. Hun sneri sér því í millitíðinni að öðru áhuga- máli sínu og innritaðist í Myndlista- skólann, en þaðan lauk hún síðar teiknikennaraprófi. Nítján ára göm- ul útskrifaðist hún sem íþróttakenn- ari og starfaði farsællega sem slíkur í níu ár. Leiðir okkar þriggja vinkvenn- anna lágu svo aftur saman eftir tví- tugt í Reykjavík og var þá strax stofnaður saumaklúbbur með fleiri konum frá Ísafirði, uns leiðir skildi á ný. Maddý fluttist alfarið til Banda- ríkjanna, en Lúlu átti heimili í Bret- landi í fjögur ár og síðar Bandaríkj- unum um 16 ára skeið – en alltaf var hvert tækifæri notað til að hittast. Vegna starfa eiginmanns síns og búferlaflutninga í tengslum við þau hlaut hún að segja skilið við sitt ósk- astarf. Við tóku húsmóðurstörf á barnmörgu og afar gestkvæmu heimili. Allt leysti hún af höndum með glæsibrag, af þeirri vandvirkni og kostgæfni sem henni var lagið. Hún mátti hvergi vamm sitt vita og umhyggjusamari móðir verður vart fundin. – Það var ólýsanlega erfitt áfall fyrir Lúlú og börnin þeirra fimm þegar Guðjón féll frá aðeins 58 ára að aldri. Hann sem var ljúfur lífsförunautur og traust kjölfesta fjölskyldunnar. Fyrir nokkrum árum tók minn- istap að þjá hana og í þeim raunum reyndist Brynja dóttir hennar ómet- anleg stoð og sýndi fádæma fórnfýsi og kærleika við umönnun móður sinnar uns yfir lauk. – Við horfum á eftir góðri konu með sorg í hjarta. Börnum Lúlúar og fjölskyldum þeirra vottum við Stefán okkar dýpstu samúð og biðjum þeim guðs- blessunar. Lára Kr. Samúelsdóttir. Við Lúlú vorum jafnaldrar og í sama bekk í barnaskóla á Ísafirði. Ég minnist þess, að hún var há og grönn og létt á fæti með ljósa lokka og andlitsfríð, ákveðin á svip en fá- skiptin. Snemma vakti athygli hve hún var flink að teikna. Það festist mér í minni. Að því kom að hópurinn fluttist í gagnfræðaskólann. Þar bættist í bekkinn strákur úr Hnífsdal, Baddi var hann kallaður, hét fullu nafni Guðjón Baldvin Ólafsson. Hann leigði herbergi á Engjavegi, skammt frá mínu heimili, og varð úr, að við fylgdumst oftast að í skól- ann á morgnana. Þá hittumst við fé- lagar venjulega framan við Sjónar- hæð þar sem bjuggu Lúlú og fjölskylda. Stundum slóst hún líka í hópinn, alltaf prúð og ekki ýkja mál- gefin. En við vorum öll á sama báti. Mikið var spjallað hvernig sem viðraði, Baddi jafnan eldhress og örvandi. Þegar Lúlú var samferða vorum við á lægri nótum, með okkur öllum tókst þó góð vinátta. Hún kvaddi Ísafjörð 16 ára þegar fjöl- skyldan flutti suður. Og síðar fór Baddi líka suður, settist í Samvinnu- skólann. Það fréttist, að syðra hefði Baddi aftur byrjað að labba með Lúlú, þeim göngutúrum lyktaði loks með hjónabandi. Þá var ég líka kominn suður og vel upplýstur af vini mín- um. Æ síðan voru þau mér sem óað- skiljanleg eining: Þau voru eitt. Alla tíð. Eftir skólagöngu gekkst Baddi Sambandinu á hönd. Hlutverk hans þar óx með árunum bæði heima og erlendis; starfið krefjandi og álagið á eiginkonuna ærið á köflum. Fjöl- skyldan fór líka stækkandi; fyrsta barnið fætt 1960, þau urðu fimm. Jafnan talið mikilvægt að hafa heimilið opið samskiptaaðilum Badda. Í búskapnum utanlands var Lúlú eilíft að sinna gestum, jafnvel hópum. Jafnframt stjórnaði hún stóru heimili af þeirri reisn og metnaði, sem einkenndi allt hennar líf. Fágaður smekkur og næm til- finning fyrir hinu listræna inntaki fór ekki fram hjá neinum. Í öllu þessu stóð hún eins og klettur úr hafinu. Við héldum góðu sambandi og á Ameríkuárum þeirra skutumst við hjón af og til með þeim í afslöppun til Flórída, oftast suður á Marco Isl- and; jafnan ánægjulegir endurfund- ir. Þau komu heim frá Ameríku 1986, þegar Baddi varð síðasti for- stjóri Sambandsins. Hremmingarnar, sem umskiptun- um fylgdu, gengu mjög nærri þeim báðum. Og árið 1991 greindist hann með ólæknandi krabbamein. Þau ræddu þetta opinskátt, fóru víða, reyndu margt til að freista þess að tefja þá þróun, sem við blasti. Lúlú sinnti manni sínum af einstakri umhyggju og natni, álagið var mikið. Við hjón Í dag kveðjum við Hilmar Biering, sem lést í Reykjavík dag- inn fyrir Þorláks- messu sl. eftir erfið veikindi, tæp- lega 81 árs að aldri. Ég kynntist Hilmari barn að aldri. Fyrir einskæra tilviljun fluttu tvær fjölskyldur í nýreista blokk á Framnesvegi 27 í Reykjavík árið 1957, mín fjölskylda og hans, og úr spannst vinskapur sem enn varir. Hildur, dóttir Hilmars, og ég vorum átta ára gamlar þegar við kynnt- umst og þá varð til vinátta sem hef- ur haldið alla tíð síðan. Ég gleymi aldrei viðmóti Hilmars og Helgu, konu hans, í minn garð í upphafi kynna okkar Hildar. Þegar uppburðarlítil stúlka tók í sig kjark og bankaði á dyrnar hjá Hilmari og Helgu til að spyrja eftir nýinnfluttu stelpunni tók Helga henni fagnandi og bauð hana velkomna inn til þeirra. Var það táknrænt fyrir sam- skipti Hilmars og Helgu við mig ávallt síðan og upp frá þeirri stundu varð ég heimagangur hjá Hilmari og Helgu og börnunum þeirra, Hildi og Palla. Ég var alltaf vel- komin og átti ómetanlegar stundir hjá þeim og með þeim í gegnum ár- in. Náin vinátta þróaðist einnig á milli heimilanna og var samgangur mikill. Helga, Kristín, amma mín, og Sigríður, móðir mín, sátu gjarn- an saman í eldhúsinu og þá var margt spjallað og mikið hlegið. Hilmar Biering ✝ Hilmar Bieringfæddist í Reykja- vík 23. desember 1927. Hann lést á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 22. desember síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík 7. janúar. Jóladegi vörðum við saman í mörg ár og var þá farið í leiki og allir skemmtu sér saman. Árin liðu og báðar fjölskyldurnar fluttu úr húsinu en vináttan hélst. Hilmar var Reyk- víkingur af gamla skólanum, fæddur á Laugavegi 6 og bjó og vann í 101 lengst af ævi sinnar. Hann var fjölfróður, vel ritfær og fékkst við blaða- útgáfu á yngri árum. Þá fékkst hann við ritstörf hin síðari ár og skrifaði margvíslegan fróðleik úr sögu Reykjavíkur. Hilmar var ein- skært snyrtimenni; ávallt óaðfinn- anlegur í klæðaburði, glæsilegur á velli og kurteis í allri framkomu og látbragði svo eftir var tekið. Það fól þó ekki í sér innantómt glæsiyfir- bragð, þvert á móti var hann jafnan elskulegur og glettinn í bragði og stríðnisglampinn í augunum ekki langt undan. Enda með einstaklega góðan húmor og alltaf til í að gera grín að sjálfum sér. Óaðskiljanlegur hluti af Hilmari var og er Helga, kona hans. Þau voru einhvern veginn alltaf eitt og maður nefndi vart annað öðru vísi en nefna hitt í leiðinni. Hilmar dáði konu sína mjög. Í júní sl. lá hann mikið veikur á sjúkrastofnun þegar 60 ára brúðkaupsafmæli hans og Helgu nálgaðist. Hann sagði þá börnum sínum að hann hygðist gefa konu sinni demantshring í brúð- kaupsafmælisgjöf og fól þeim að velja hringinn fyrir sig þar sem hann kæmist ekki sjálfur til þess. Á brúðkaupsafmælisdaginn voru svo gerðar ráðstafanir til þess að hann gæti haldið upp á afmælið heima með Helgu og fjölskyldunni og þar færði hann Helgu sinni hringinn. Þetta var í síðasta skiptið sem hann kom heim. Þessi gjöf er í mínum huga dæmigerð fyrir Hilmar eins og ég þekkti hann alla tíð. Elsku Helga mín, Hildur, Palli og fjölskyldur. Ég færi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Hilmars Bi- ering. Kristín Ólafsdóttir. Nú er nær hálf öld síðan Hilmar Biering varð á vegi mínum, en hann og fjölskylda hans bjuggu þá í sama húsi og við á Framnesvegi 27. Fljótlega urðu synir okkar þeir Palli og Óli óaðskiljanlegir leik- félagar og vinir og Sæunn dóttir okkar sótti mikið til hinnar góðu konu, hennar Helgu mömmu hans Palla, eins og hún kallaði hana. Upp úr þessu myndaðist góður kunn- ingsskapur milli okkar Helgu, en Hilmar sá ég rétt í stigaganginum, þegar hann var á leið í eða úr vinnu. Það var ekki fyrr en nokkr- um árum seinna, þegar vinskapur okkar Helgu var orðinn bæði mikill og góður, að það var ákveðið að við hjónin færum með þeim Bierings- hjónum í sumarfrí, að ég kynntist Hilmari að einhverju ráði. Þar með var sagan sögð; órjúfanleg vináttu- bönd mynduðust þetta sumar sem aldrei síðan féll skuggi á. Eftir þá ferð leið varla það sumar að við færum ekki eitthvað saman í frí, hvort heldur var innanlands eða ut- an. Þó urðu ferðirnar heldur fleiri til útlanda sem við undirbjuggum í sameiningu, pöntuðum gistingu og tókum bílaleigubíla og heimsóttum draumastaði vítt og breitt í Evrópu. Óhætt er að segja að fátt reynir eins á samheldni, tillitssemi og góða skapið og náin samvera á slíkum ferðalögum, þar sem búast má við ýmsu óvæntu, bæði skemmtilegu og miður skemmtilegu eins og gengur. Átti Hilmar ekki síst þátt í að allt gengi snurðulaust fyrir sig, með kurteisi og óaðfinnanlegri fram- komu við hvern þann sem við höfð- um samskipti við, og oft gat orðið skrautlegt þegar málakunnátta var af skornum skammti á báða bóga. Áttum við því sameiginlega margar ógleymanlegar minningar, sem við rifjuðum æði oft upp á góðum stundum hin síðari ár. Hilmar fylgdist mjög vel með öllu sem viðvék heims- og landsmálum og þá sérstaklega borgarmálum, þar sem hann var mjög vel heima, enda starfaði hann í mörg ár á Borgarskrifstofunum og þekkti því innviði þar á bæ og var tengdur bæjarmálum á margan hátt. Þar fyrir utan var hann borinn og barn- fæddur Reykvíkingur og var afar fróður um sögu borgarinnar, ein- stök hús, götur og fólk sem byggði hana á árum áður. Var ómetanlegt að vera með honum á gangi um gamla bæinn og heyra frásagnir af ýmsum atburðum sem hann mundi um menn og málefni. Hilmar var mjög vel ritfær og eftir að hann eignaðist sína eigin tölvu, skráði hann mikinn fróðleik um Reykjavík, sem hann hafði safn- að saman á litla miða í gegnum ár- in. Tel ég slys að þessi skrif hans voru ekki gefin út á bók til fróðleiks og skemmtunar öðru fólki, því þar er að finna eitt og annað áhugavert, sem trúlega er ekki annars staðar til á prenti, bæði um hús og atburði í Reykjavík frá síðustu öld. Eftir langvarandi veikindi fékk Hilmar hvíldina daginn fyrir áttatíu og eins árs afmæli sitt. Með þessum orðum kveð ég kæran og góðan vin og óska honum velfarnaðar á nýjum stað. Að lokum sendi ég Helgu, sem er mér betri en nokkur systir, og afkomendum þeirra Hilmars, mínar innilegustu samúðarkveðjur, en veit að minning um góðan mann mun veita þeim styrk í sorginni. Guðrún Guðmundsdóttir. Leiðir okkar Hilmars lágu fyrst saman haustið 1970 í Hagdeild Reykjavíkurborgar. Þáverandi borgarhagfræðingi, Sigfinni Sig- urðssyni, hafði þá tekist að fá mig til að taka launalaust leyfi í eitt ár frá Fréttastofu Ríkisútvarpsins og vinna að úttekt á atvinnumálum höfuðborgarsvæðisins og næsta ná- grennis og þá benti ekkert til, að við Hilmar ættum eftir að verða nánari vinir og samstarfsmenn. Örlögin urðu á annan veg og „til- viljanir“ innan þeirra marka leiddu til þess, að ég var ráðinn borg- arhagfræðingur frá og með 1. febr- úar 1972 og þá um leið samstarfs- maður Hilmars frá sama tíma, þótt ekki væri það sérstaklega tekið fram í ráðningarsamningnum. Deildin var fámenn, en við bárum gæfu til að vinna vel saman. Hilmar var seintekinn, en traustur og lét oft betur að koma sjónarmiðum sín- um á framfæri í samræðum en inn- an ramma talna með knöppum skýringartexta. Það kom sér oft vel fyrir mig, óþolinmóðan ungan mann með takmarkaðan skilning á því umhverfi, sem var að mörgu leyti framandi, með sterkar embættisleg- ar hefðir. Í samskiptum okkar var ég oftar þiggjandi en veitandi. Velvilji og ljúfmennska einkenndu allt fas Hilmars, að ógleymdri ákaflega notalegri kímnigáfu, sem gaf til kynna, að hann tók vel eftir öllu í kringum sig. Hann hafði lent í ýmsu mótlæti, áður en við kynnt- umst, en unnið sig úr því með stuðningi góðra vina, og greiðvikinn var hann sjálfur. Mér líður ekki úr minni, þegar hann kom að máli við mig skömmu áður en ég gifti mig í apríl 1974 og spurði, hvort ráðstaf- anir hefðu verið gerðar til að taka á móti heillaóskum og brúðkaupsgjöf- um heima á meðan við, verðandi hjónin yrðum fjarverandi vegna vígslu og myndatöku. Hann sá, að ég kom af fjöllum og spurði, hvort hann mætti taka að sér móttöku- hlutverkið. Mikið er ég feginn að hafa getað brotið odd af oflæti mínu í það sinn og tekið boðinu með þökkum. Við unnum saman í áratug að Tjarnargötu 11 þar sem vesturgafl Ráðhússins er og þaðan voru marg- ar ferðir farnar með margvíslegan póst og trúnaðarskjöl og þar við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.