Morgunblaðið - 08.01.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.01.2009, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009 UTANRÍKISMÁL Pertti Torstila, ráðuneytisstjóri í finnska utan- ríkisráðuneytinu, þar sem hann er næstráðandi á eftir utanríkis- ráðherra Finnlands. É g er ekki einn um þá skoðun í Finnlandi að leggja beri áherslu á samstarf ríkjahópa í al- þjóðasamtökum, hvaða nafni sem þau nefnast. Ríkin í ríkjahóp- unum hafa sem hópur meira að segja en hvert fyrir sig. Saman erum við sterkari. Það vantar tvö mikilvæg brot í norrænu mynd- ina, ykkur Íslendinga og Norðmenn,“ segir Pertti Torstila, fyrrverandi sendiherra Finn- lands í Svíþjóð, sem telur þörf á framlagi ríkjanna tveggja í samstarfi ESB. „Við þurfum á ykkur að halda. Hin Norður- löndin þurfa á ykkur að halda. Innganga ykkar myndi um leið styrkja vægi Norðurlandanna í ESB. Suður-Evrópuríkin eru mjög áhrifamikil í sambandinu. Þetta er vitaskuld ekki sam- keppni á milli norðurs og suðurs [...] Sögulega séð hefur ESB verið stofnun þar sem þunga- miðjan hefur legið í suðri. Við vilj- um breyta því. Áhrif Norður- landanna hafa aukist verulega á síðustu tíu árum með inngöngu Svía, Dana, Finna og Eystrasalts- ríkjanna í sambandið.“ Af hverju myndi vægi Norður- landanna aukast með inngöngu Íslands í Evrópusambandið? Af hverju myndi innganga jafn lít- illar þjóðar hafa þessi áhrif? „Sérhvert aðildarríki hefur jafn mikið að segja. Þau eru 27 í dag. Það eru ýmis mál þar sem ákvarð- anir eru teknar í sameiningu og þar gæti rödd Íslands vegið afar þungt. Ég held að hugarfar okkar og Íslendinga sé svipað,“ segir Torstila, sem bendir á að í hugum margra Mið- Evrópumanna liggi endimörk Evrópu til norð- urs í Danmörku. Handan hennar byrji túndr- an, há-norðrið, sem hann nefnir svo. Norðrið komið á kortið Á hvaða sviðum gæti Ísland lagt sitt af mörkum til ESB? „Okkur hefur tekist að setja norðurhluta álf- unnar á kortið í hugum Mið-Evrópuþjóðanna. Með inngöngu Íslands yrði sú mynd skýrari, fullkomnari. Þið Íslendingar vitið betur en við Finnar hvað þið hafið fram að færa.“ Hver yrði hagur Íslendinga af inngöngunni? „Miðað við reynslu Finna af aðildinni á síð- ustu þrettán árum geng ég út frá því að Íslend- ingar myndu hafa mikinn hag af inngöngunni.“ Af hverju? „Við höfum lært marga lexíuna. Öryggis- hliðin, að tilheyra einhverju ábyggilegu, hefur haft mikla þýðingu. Fyrir fall Berlínarmúrsins og hrun kommúnismans höfðum við alltaf verið milli tveggja heima, austurs og vesturs [...] Þegar við gengum í Evrópusambandið skil- greindum við okkur ekki lengur sem hlut- lausa,“ segir hann og vísar til að böndin hafi verið treyst til vestursins til langframa. Öryggishliðin vó þungt Ekki þarf að ræða við marga Finna um að- ildina að Evrópusambandinu til að heyra um mikilvægi sambandsins við grannann í austri. Torstila rifjar þetta upp þegar hann segir önnur rök hafa verið fyrir aðildinni í Finnlandi en í Svíþjóð. Í Finnlandi hafi öryggishliðin veg- ið þungt, þótt ESB sé að sjálfsögðu ekki varn- arbandalag. „Frá sjónarhóli einingar eru þetta gríð- arlega mikilvæg samtök. Þjóðríki verða ekki látin ein á báti. Við treystum á það.“ Hann minnir á návígi Finna og Rússa þegar hann er spurður um það sjónarmið að hættan af Rússum sé ofmetin, í ljósi minni slagkrafts á sviði hernaðar en á dögum Sovétríkjanna. „Við Finnar sjáum ekki fram á aukna hern- aðarógn úr austri og við eigum fjórtán hundr- uð kílómetra landamæri að Rússlandi.“ Spurður um framlag Finna til Evrópusam- bandsins vitnar Torstila aftur til þessa návígis. „Ég verð að segja að þekking Evrópusam- bandsins á málefnum Rússlands risti ekki djúpt. Það liggur í augum uppi að Finnar vita meira um rússneska menningu og þjóðarsál en til dæmis Möltubúar eða Portúgalir. Jafnframt hefur granninn okkar í austri svo mikil áhrif í Evrópu. Finnar hafa verið brúarsmiðir milli Rússa og ESB.“ Inntur eftir því sjónarmiði að sambandið sé að þróast í átt til heimsveldis kveðst Torstila sjá þess „engin merki“. Hann telur eðlilegt að margir Finnar gagnrýni sambandið. „Ég er sannfærður um að á sama tíma og 50 prósent Finna segja aðspurð að aðildin að ESB hafi verið til ógagns myndu yfir 70 prósent vera andvíg því að ganga úr sambandinu, ef spurningunni yrði snúið við. Þegar ríki hefur fengið aðild er eðlilegt að af stað fari umræður um hvort betra sé að standa innan sambands- ins eða utan þess.“  Ráðuneytisstjóri finnska utanríkisráðuneytisins telur tvö mikilvæg brot vanta í norrænu myndina í ESB  Með Noregi og Íslandi yrði til öflug eining Norðurlandanna í sambandinu sem yrði mótvægi við suðrið Pertti Torstila Vill að Noregur og Ísland verði með „Nei“ 43% „Já“ 57% Atkvæðagreiðsla Finna um inngöngu í ESB Af þeim sem kusu svöruðu 43% „Nei“ en 57% „Já“. Kjörsókn í Finnlandi var 74% og 10,7% hjá Finnum búsettum erlendis. Kjörsókn Búsettir í Finnlandi Búsettir erlendis 10,7% 74% Telur þú að þátttaka Finnlands í ESB sé almennt ... ? Af hinu góða Hvorki góð né slæm Slæm Veit ekki 50% 40% 30% 20% 10% 0% Haust 1999 Vor 2006 Þegar Finnar greiddu atkvæði um hvort landið ætti að ganga í Evrópusambandið árið 1994 litu margir svo á að með inngöngu væru böndin treyst við V-Evrópu, þremur árum eftir fall Sovétríkjanna. Nú, 14 árum síðar, eru hin efnahagslegu áhrif aðildarinnar og evruupptöku árið 1999 umdeild, þótt fæstir sjái eftir finnska markinu, eins og Baldur Arnarson komst að í Helsinki. Böndin treyst til vesturs Á móti „Lýðræðishallinn í Evrópusam- bandinu væri spaugilegur ef við byggjum ekki við hann.“ Thomas Wallgren, einn stofnenda Græningjaflokksins í Finnlandi. „Það sem ESB leggur áherslu á í aðildarríkjunum er í mótsögn við hugmyndina að baki félags- hyggju í Evrópu.“ Mikko Sauli, meðlimur í finnska jafnaðarmannaflokknum. Með „Ég held að inngangan hafi verið mikil lyftistöng fyrir ferða- þjónustuna.“ Pekka Mäkinen, framkvæmdastjóri Icelandair í Finnlandi. „Í dag hefur reynslan af aðildinni hins vegar að flestu leyti verið góð.“ Johanna Iivanainen, jazzsöngkona. „Innganga í Evrópusambandið myndi fela í sér ýmis tækifæri fyrir hönnun og nýsköpun á Íslandi.“ Kristjana Aðalgeirsdóttir, starfsmaður hjá Landic Property í Helsinki. „Ég lít svo á að innganga í ESB myndi leiða til aukinnar erlendrar fjárfestingar á Íslandi.“ Pia Michelsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Kaupþings í Finnlandi. Evrópusambandið | Finnland

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.