Morgunblaðið - 08.01.2009, Síða 6

Morgunblaðið - 08.01.2009, Síða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009 Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is BOÐAÐAR breytingar heilbrigð- isráðherra á skipan heilbrigðisþjón- ustu í landinu hafa strax vakið hörð viðbrögð stjórnenda og starfsfólks heilbrigðisstofnana, sem og fleiri hópa. Ráðherra kynnti breytingarnar í gær en vegna skipulagsbreytinga þarf að skera niður um 1,3 milljarða króna. Alls þarf heilbrigðisráðuneytið að hagræða í heilbrigðiskerfinu um 6,7 milljarða króna frá upphaflegu fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2009. Heildarútgjöld ársins eru áætluð um 116 milljarðar króna. Ekki var upplýst á fundi með fréttamönnum hve starfsfólki mun fækka mikið með breytingunum en ljóst má vera að þær munu snerta fjölmarga, einkum stjórnendur. Hlutirnir munu gerast hratt á næstunni. Stjórnendum stofnana er ætlað að útfæra breytingar og til- færslur starfsfólks með skipan vinnu- hópa. Er þeim ætlað að skila útfærslu til heilbrigðisráðherra fyrir 19. jan- úar nk. Sameiningar stofnana eiga að hafa tekið gildi 1. mars nk. en alls mun stofnunum fækka úr 22 í 6. St. Jósefs nú öldrunarstofnun Helstu breytingar eru þær að St. Jósefsspítali í Hafnarfirði leggst nið- ur í núverandi mynd og er honum ætlað að taka að sér öldrunarlækn- ingar og hvíldarinnlagnir. Sérfræð- ingum og fagfólki spítalans, sem hafa gert skurðaðgerðir, verður boðið að byggja upp skurðstofurekstur í nýrri aðstöðu á Suðurnesjum en meltingar- sjúkdóma- og lyflækningadeild flyst til Landspítalans. Landspítalinn mun taka yfir skurðstofurekstur á Selfossi og þar verða vaktir á skurðstofum lagðar af, sem og í Keflavík. Alls eiga þessar breytingar á suðvesturhorn- inu að skila um 750 milljóna króna hagræðingu eða niðurskurði. Helstu breytingar á landsbyggð- inni eru þær að heilbrigðisstofnanir og heilsugæslustöðvar verða samein- aðar í eina í hverju heilbrigð- isumdæmi, líkt og kom fram í Morg- unblaðinu í gær. Er þeim breytingum ætlað að spara 550 milljónir króna. Ráðherra lagði á það áherslu á fundi með fréttamönnum í gær að ekki aðeins breytt efnahagsástand hefði kallað á hagræðingu í heilbrigð- iskerfinu. Vinna hefði staðið yfir í ráðuneytinu um skipulagsbreytingar undanfarna mánuði, eða allt frá því að ný lög um heilbrigðisþjónustu tóku gildi haustið 2007. Gjöldin hefðu hækkað meira Hefði ekkert verið aðhafst, og engu breytt, myndi það hafa bitnað af full- um þunga á notendum heilbrigð- isþjónustu með enn meiri greiðslu- þátttöku en verið hefur. Með breytingunum sagði Guðlaugur Þór að verið væri að færa til verkefni og auka sérhæfingu á sumum stöðum. Stjórnsýslan yrði jafnframt einfölduð verulega. Stofnunum fækkað í sex  Heilbrigðisráðherra boðar gjörbreytta stjórnun heilbrigðisstofnana í landinu  Spara á um 1,3 millj- arða króna með skipulagsbreytingum  St. Jósefsspítali í Hafnarfirði lagður niður í núverandi mynd                                                   !  "#  $  %     &    %   &    %   &    '   &    (    ) # &    *+   ,*  *  * - (* *(  . &      )/ *  *  *   * * **  * * &     )%  * *   * ,*  * * 0*1 ) 0*1# * *  ,*     * *" **/ #             &  * *   #*2334   * 0 /    *   *5  / **" 0 / &   6      5*&0 7  &0* *&     0  8      9       *  5 *   5 * *:    ;*       ! " # $ $%  &' '!              Í HNOTSKURN »Yfirstjórn allra heilbrigð-isstofnana og heilsugæslu- stöðva á Vesturlandi færist til Akraness og á Norðurlandi til Akureyrar. »Stjórnunin í Vest-mannaeyjum og á Höfn færist til Selfoss. »Heilbrigðisstofnun Pat-reksfjarðar sameinast nýrri Heilbrigðisstofnun Vest- fjarða á Ísafirði. »Auka á samstarf milli Heil-brigðisstofnunar Austur- lands og nýrrar Heilbrigð- isstofnunar Norðurlands á Akureyri. GUÐLAUGUR Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra segir í samtali við Morgunblaðið, aðspurður, að samfara boð- uðum breytingum á heilbrigðisstofnunum verði haldið áfram að hagræða í yfirstjórn heilbrigðismála. „Við höfum verið að skera niður og munum halda því áfram. Það verður öllum steinum velt við, hvort sem það er í yfirstjórn eða eftirlitsstofnunum.“ Guðlaugur Þór segist vel skilja starfsfólk heilbrigðisstofnana og áhyggj- ur þess, óvissa sé aldrei góð. Varðandi gagnrýni starfs- fólks St. Jósefsspítala og þingmanna á skort á upplýs- ingum segir hann að ekki sé hægt að halda öðru fram en að málið hafi verið unnið eins hratt og mögulegt var. Aðeins séu sex virkir dagar síðan fjárlögin voru samþykkt. „Við munum kynna þetta áfram fyrir þeim að- ilum sem hagsmuna eiga að gæta,“ segir heilbrigðisráðherra sem mun eiga fund með heilbrigðisnefnd Alþingis á morgun. Hann segir það ekki hafa átt að koma þingmönnum í nefndinni á óvart að heilbrigðisstofnanir yrðu sam- einaðar og verkefni flutt til milli stofnana og landshluta. Öllum steinum verður velt við BJÖRN Zoëga, starfandi forstjóri Landspítalans, segir ljóst að starfsemi spítalans muni aukast á vissum sviðum, eins og skurðaðgerðum og fæðingum. Hægt verði að ná meiri hagkvæmni vegna stærðaráhrifanna. „Skortur hefur verið á starfsfólki hjá okkur og við þekkjum vel margt af því ágæta fólki sem unnið hefur á St. Jósefsspítala. Sumir læknarnir hafa unnið hjá okkur líka, þó að það eigi ekki við um hjúkrunar- og umönn- unarfólk,“ segir Björn sem reiknar með að Landspít- alinn ráði til sín fólk af St. Jósefsspítala. Starfsfólki Landspítalans geti því fjölgað af þeirri ástæðu eingöngu, en unnið verði að hagræðingu á ýmsum öðrum sviðum á spítalanum. Ráða fólk frá St. Jósefsspítala ÁRNI Sverrisson, forstjóri St. Jósefsspítala, segir mörg- um spurningum enn ósvarað um breytingarnar á spít- alanum. Skiljanlega sé uggur og ótti í hans fólki. Um- ræðan hafi skapað vaxandi óróleika en þegar staðreyndir liggi betur fyrir verði hægt að ræða efn- islega og faglega við starfsfólk á næstu dögum og vik- um. Árni telur að skipta megi starfsmönnum í fjóra hópa. Í fyrsta lagi þá sem fari til Keflavíkur, í öðru lagi þá sem verði áfram á St. Jósefs, í þriðja lagi þá sem hugsanlega velji að hætta og leita sér að nýrri vinnu og í fjórða lagi þá sem mögulega verður sagt upp störfum. Enn sé ekki vitað hve mörgum þarf að segja upp, það komi betur í ljós eftir 19. janúar nk. Mörgum spurningum ósvarað ELSA B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir í sérstöku ávarpi til fé- lagsmanna að breytingarnar muni reyna mjög á hjúkr- unarfræðinga og aðra heilbrigðisstarfsmenn við að tryggja áframhaldandi góða þjónustu um allt land við mikið breyttar aðstæður. Sameining stofnana muni einn- ig leiða til þess að fjöldi stjórnenda í hjúkrun muni missa stöður sínar. Elsa spyr sig jafnframt hvað verði um þann mannauð sem sé á St. Jósefsspítala, þar hafi verið rekin metnaðarfull starfsemi. Hún gagnrýnir heilbrigðisyf- irvöld fyrir að hafa gefið fyrirmæli um hvar fyrst skuli skera niður. Nið- urskurðurinn komi því mjög misjafnlega niður á sjúklingum og starfsfólki. Reynir á hjúkrunarfræðinga UM 50 af 140 starfsmönnum St. Jósefsspítala komu á Nordica Hilton hótelið, þar sem heilbrigðisráðherra kynnti breytingarnar. Mikil óánægja er á spítalananum með vinnubrögð ráðherra og boðaðar breytingar. Hef- ur Guðlaugur Þór boðað starfsfólkið til fundar við sig í dag. Sveinn G. Einarsson, yfirlæknir á svæfingadeild, sagði starfsfólkið vera sárt. Unnið hefði verið að þessu í mikilli leynd. Verið væri að leggja niður góðar og af- kastamiklar skurðdeildir og flytja þær til Keflavíkur. „Þetta er ekki hagræði heldur hagsmunapólitík,“ sagði Sveinn. Benedikt Sveinssyni kvensjúkdómalækni, sem unnið hefur í 17 ár á St. Jósefs, leist illa á áformin. Frá- bært og samhæft starfsfólk væri á spítalanum sem nú ætti að sundra. Kristín Ólafsdóttir deildarstjóri tók undir það. Stór hópur sjúklinga væri líka óttasleginn. „Þetta er hagsmunapólitík“ Morgunblaðið/Golli Mótmælt Guðlaugur Þór Þórðarson ræddi við starfs- fólk St. Jósefsspítala og boðaði það til fundar í dag. GUNNAR K. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigð- isstofnunar Vestmannaeyja, kvaðst í gær ekki vita hvað fælist í áformum um sameiningu heilbrigðisstofnana á Suðurlandi nema að sameina ætti yfirstjórnir þeirra. „Mest af þeirri samþættingu sem á að ná fram á ekki við um okkur. Hvorki samvinna um rannsóknarstöður, sjúkraflutninga né vitjanir heilsugæslulækna. Það er ljóst að 11 km af sjó milli lands og Eyja gera það erfitt. Bestu samgöngur okkar eru við Reykjavík og engar samgöngur við Selfoss,“ sagði Gunnar. Bæjarstjórn Vestmannaeyja ætlar að óska eftir viðræðum við heilbrigðisráðuneytið um að taka við rekstri heilbrigðisstofnana í Eyjum. gudni@mbl.is Samþætting á ekki við Eyjar FJÖLMENNUR starfsmannafundur Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, sem haldinn var í gær, átaldi harðlega vinnubrögð við kynningu og innleiðingu fyrirhugaðra breytinga á skipulagi heilbrigðisþjónustunnar og undraðist þann mikla hraða sem er á málinu. Lítill tími sé gefinn til samráðs þar eð vinnuhópar eigi að skila tillögum sínum 19. janúar. „Í ljósi fyrri reynslu af sameiningu heilbrigðisstofnana setjum við fram efasemdir um fjárhagslegan ávinning af fyrirhugaðri sameiningu á Norð- urlandi. Um er að ræða gríðarlega stórt landsvæði, miklar vegalengdir og óáreiðanlegt veðurfar. Við höfum miklar áhyggjur af gæðum þjónustu og öryggi skjólstæðinga á okkar svæði. Við teljum að áform um að fækka sjúkradeildum og vaktsvæðum geti aukið kostnað fyrir sjúklinga og dregið úr öryggi þeirra,“ segir m.a. í samþykkt fundarins. gudni@mbl.is Efast um fjárhagslegan ábata

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.