Morgunblaðið - 08.01.2009, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 08.01.2009, Qupperneq 29
Umræðan 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009 STURLA Böðvarsson forseti Alþingis sagði nýlega að rannsóknarnefnd yrði skip- uð fyrir jól samkvæmt lögum „um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða“. Lög- unum er ætlað að byggja upp traust rétt eins og strategíur ráðgjafa Bjarna Ár- mannssonar miðuðu að því að endurvekja traust á ríkisstjórn sem hefur stýrt þjóð- arbúinu í þrot. Ætla má að kostnaður af þessum aðgerðum hlaupi á hundruðum milljóna en tölur um það hafa ekki verið birtar. Gjarnan hefur verið talað um að til- gangurinn með því að setja á fót þessa nefnd sé að fá sannleik- ann upp á borðið. Skömmu fyrir setningu laganna barst mér gagnrýni á væntanlegt fyrirkomulag rannsóknarinnar sem ég sendi þinginu. Ég fékk svar frá Sturlu Böðvarssyni og þar segir hann m.a.: „Þessi yfirlýsing sem þú sendir mér er byggð á misskilningi og rangtúlkun… Ég hvet þig til þess að kynna þér efni frumvarpsins betur.“ Ég tók Sturlu á orðinu, las lögin og skrifaði síðan eftirfar- andi hugleiðingar. Hlutverk dómskerfisins er ekki að leita sannleikans. Sér- fræðiþekking lögfræðinga felst í því að máta atriði, atburði og athafnir inn í lagarammann en leitin að „sannleik“ eða sam- hengi hlutanna hefur öðru fremur verið viðfangsefni fræða- samfélags á sviði félags- og mannvísinda. Rannsóknin þarf standast skoðun vísindanna ellegar mun hún verða skoðuð sem enn eitt áróðursbragð ríkisstjórnarinnar. Rannsókn- arefndin á samkvæmt lögunum að skipast þannig: Hæstaréttardómari sem skal vera formaður nefndarinnar. Umboðsmaður Alþingis. Hagfræðingur, löggiltur endurskoð- unum veitt undanþága frá lögum sem kveða á um að störf skulu auglýst opinberlega. Nefndin getur því handpikkað ein- staklinga sér þóknanlega til starfanna. Sérstaklega er tiltekið að rannsókninni ljúki við setningu neyðarlaganna. Hvað með neyðarlögin og þátt þeirra í þeirri hyldýpislægð sem þjóðin er lent í? Hvað með umdeildar ákvarðanir eftir setningu neyð- arlaganna og tengda atburði? Hvað með meint innherja- viðskipti og önnur misferli valdhafa? Nær rannsóknin yfir brask ráðamanna með hlutabréf og annað og háar skuldsetn- ingar í tengslum við þess háttar viðskipti?Tengsl valdhafanna við fjármálaöflin hafa verið í brennidepli umræðunnar og gert þessa aðila tortryggilega. Lögin beina ekki athygli rannsak- enda sérstaklega að þessari samfléttun hagsmuna sem leitt hefur til ótrúlegrar spillingar. Alþingi hefur forræði yfir rann- sókninni en það er alkunn staðreynd að meirihluti þingmanna er strengjabrúður valdhafanna vegna flokkshagsmuna. Rík- isvaldið og fjármálaöflin liggja nú undir ámæli þjóðarinnar um spillingu. Viðbrögð ríkisvaldsins eru að setja af stað rannsókn sem er byggð upp með þeim hætti að draga má í efa að það sé gert af heilindum. Niðurstöðurnar verða ótrúverðugar og grunsamlegar en munu kosta almenna skattborgara drjúgan skilding. Hvers vegna þorir ríkisstjórnin ekki að kveða til óháða og samfélagsgagnrýna aðila innan þekkingarsamfélagsins til þess að stýra þessari rannsókn? Þessi rannsókn mun ekki end- urreisa traust þjóðarinnar. Ríkisstjórnin vanmetur þjóðina. Þjóðin er ekki tilbúin að kyngja meiri áróðri og vafasömum málatilbúnaði. andi eða háskólamenntaður sérfræðingur, skipaður af forsæt- isnefnd Alþingis (sem Sturla Böðvarsson leiðir). Í greinargerð með lögunum segir að „þeir sem eru fengnir til að stjórna rannsókninni eigi að vera sjálfstæðir og óháðir og búa yfir reynslu og þekkingu til að stýra þessari viðamiklu rannsókn“. Þetta vekur spurningar um það hvort þeir sem semja lögin trúi því að svona texti sé lesinn gagnrýnislaust. Hví eru ekki fengnir óháðir aðilar úr fræðasamfélaginu til þess að stýra rannsókninni? Í greinargerð með lögunum segir: Eins og aðrar mannlegar athafnir var starfsemi bankanna [ekki minnst á ríkisstjórn og embætti] reist á ákveðnum gildum eða siðferði sem hægt er að greina með kenningum og aðferðum hug- og mannvísinda…og miðað er við að framkvæmd þessarar rannsóknar verði í hönd- um sérstaks vinnuhóps hugvísindamanna,… Hópurinn gæti þá m.a. skoðað hvort íslenskt fjármálalíf hafi einhverja sérstöðu í þessu tilliti í samanburði við nágrannalöndin, svo sem varð- andi hugmyndir um siðareglur og önnur siðferðileg viðmið í viðskiptum og samfélagslega ábyrgð. Þrátt fyrir að ofangreindur texti taki fyrir grundvallaratriði rannsóknarinnar hugnast Alþingi ekki að setja sérfræðinga á þessu sviði yfir rannsóknina heldur velur til þess aðila sem hafa litla innsýn í hugtök eins og siðferði og ríkjandi gildi. Um þennan þátt rannsóknarinnar er heldur ekki kveðið skýrt á um í lögunum. Um störf sérfræðinga segir: „Ráðgert er að þessi hópur hafi aðgang að þeim upplýsingum sem nefndin aflar og þýðingu hafa fyrir þennan þátt rannsóknarinnar, … og fulltrúi hans geti í samráði við formann nefndarinnar tek- ið þátt í skýrslutökum, …“ Samkvæmt þessu á nefndin (skó- sveinar ríkisvaldsins) að hafa alvald en sérfræðingar að skoða það sem þeim er skammtað af nefndinni. Nefndinni er í lög- Blekkingarleikur eða áróðursbragð? Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur. SKYLDI vera komið að vatnaskilum? Nú er kreppan far- in að bíta fjölmiðlafólk eins og aðra, með minni auglýsingum í miðlunum þeirra og jafnvel uppsögnum líka. Er þá hugs- anlega komið að því að fólkið sem eftir situr snúi við blaðinu og reyni að stöðva snjóboltann? Vissulega þarf að segja frá því sem miður fór og því sem miður fer. En er ekki líka ástæða til að segja frá því sem vel fer og því sem er vel gert? Í byrjun mánaðar tók Meistarafélag kjötiðnaðarmanna sig t.d. saman og fékk pláss í Smáralindinni þar sem kjöt- iðnaðarmennirnir sýndu hvernig á að meðhöndla íslenskan jólamat. Nokkrar kjötiðnaðarstöðvanna gáfu hangikjöt sem kjötiðnaðarmenn úrbeinuðu, pökkuðu inn og gáfu Mæðrastyrksnefnd. Þetta þótti fæstum fjöl- miðlum frásagnarvert. Sér fjölmiðlafólk ekki samhengi í sífelldri niðurbrjótandi fjölmiðlun og eigin falli, þó ekki sé annað? Ég er viss um að ekki þarf að leita lengi til að finna ým- islegt sem vel er unnið og eykur bjartsýni. Sem betur fer eru flestir enn með vinnu, þó að ætla mætti af fjölmiðlum að því væri öfugt farið. Þá tala menn um að kaupmáttur falli niður í þann sem var 2006, 2003 eða jafnvel 2000. Var staða þín, lesandi góður, afskaplega slæm á þeim tíma? Ég man ekki til að mín hafi verið sérstaklega slæm þá, en kannski spilar þar inn gullfiskaminnið. Mun- urinn er frekast sá að nú hafa þjóðarskuld aftur aukist óhóflega en ég er ekki nokkrum vafa um að með samstilltu átaki breytum við því. Verst er að nú höf- um við fengið atvinnuleysið og þurfum að snúa bökum saman og vinna okkur fljótt úr því ástandi. Sjálfum okkur og náunga okkar til heilla. Fjölmiðlafólk ber líka ábyrgð. Sumt af því hefur jafnvel látið hafa eftir sér að jákvæðir hlutir séu ekki fréttnæmir, bara það sem aflaga fer og slæmar fréttir, blóð þurfi nánast helst að renna. Þessu vil ég algerlega neita og vil gjarna sjá umfjöllun um góða hluti, jákvæðar fréttir og er viss um að ég er ekki einn um þá skoðun. Ég vil hugsa uppbyggilega og sjá bjartari framtíð, nóg er samt af hinu. Sem betur fer hefur eitthvað jákvætt líka sést á síðustu dögum, það ber bara svo einstaklega lítið á því í samanburði og betur má ef duga skal. Að láta eins og allt sé á vonarvöl gerir alla skíthrædda og elur af sér ömurlega líðan. Börnin finna þetta auðvitað líka, sbr. umsögn ungs frænda míns sem fyrir stuttu tók þátt í norrænu íþróttamóti. Árangur hans var með hinum mestu ágætum, en það var ekki aðalatriðið að móti loknu. Nei, heldur hitt að á mótinu var ekkert talað um kreppu. Sem betur fer eru fjölmargir enn í lítt breyttu umhverfi, með sín tryggu laun, eiga góðar eignir og peninga undir koddanum, í banka eða annars staðar, en þora ekki að nota þá vegna hinnar neikvæðu umræðu. Þetta stoppar hjól þjóðfélagsins enn frekar og dýpkar kreppuna. Í guðs bænum, hættið að tala þetta fólk niður. Hættið að bölva útrásinni þó að einhverjir hafi gleymt sér og spilað Matador í vímunni. Sem betur fer eigum við ýmis góð og gegn útrásarfyrirtæki enn og má þá t.d. nefna Össur, Marel, Actavis, CCP og önnur þó að minni séu. Gefið þessu fólki líka tækifæri, gefið því von og leyfið því að halda þjóðfélaginu gangandi. 22. desember fór að birta til og daginn að lengja. Eigum við ekki að láta þar verða vatnaskil og reyna að sjá bjartari tíma framundan samhliða lengri sólargangi? Sannið til, það er smit- andi ekki síður en svartnættistalið. Auðvitað verðum við áfram að vinna að lausn efnahagsvandans og leitin að smiðunum verður að halda áfram. Reynum að forðast að hengja of marga bak- ara fyrir smiði. Okkar tími mun koma í því eins og öðru, notum krafta reiðinnar þangað til frekar til uppbyggingar. Auðvitað erum við reið. Við töpuðum helling en komum annars ekkert nálægt því. Hvað töpuðum við annars miklu? Mér er t.d. hjálp í að reikna dæmið þannig að sjóðurinn sem „bara“ borgaði 85% tók samt af mér fjármagnstekjuskatt, svo ég fékk allan höfuðstólinn og einhverja vexti að auki. Hefði ég haft þessa aura á almennri sparisjóðsbók væru 100% mín þar sennilega jafnvel eitthvað lægri. Hverju tapaði ég þá? Þessi hugsun hjálpar mér vonandi að komast upp úr mínu kreppuhjólfari. Svo eru það hinir, sem virkilega finna til tevatnsins. Einstæðingar, sjúklingar, öryrkjar, þeir sem hafa misst vinnu og/eða margir þeirra sem eru með nýleg 90-100% lán. Þeim þarf vissulega að veita neyðaraðstoð hið fyrsta, en svo umfram allt að hjálpa þeim að halda vinnu/fá vinnu, svo þeir hafi möguleika á að vinna sig út úr vandanum. Og sú hjálp þarf að koma strax. Ekki eins og hjálpin við námsmenn erlendis sem eiga að fá „neyðaraðstoð“ einhvern tíma með vorinu – ef neyðin er þá ekki búin að reka þá út á gaddinn. Snúum hjólinu við. Rísum upp og berj- umst. Komum þannig í veg fyrir að kreppan verði dýpri en hún þarf að vera og komum þannig í veg fyrir að uppsagnirnar næstu mánuði verði að veruleika. Búum aftur til störf fyrir þá sem þegar hafa misst vinnuna. Hjálpum okkur sjálfum og hjálpum þeim. Gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár með rísandi sól, væntumþykju, betra mannlífi, yl og birtu. Fjölmiðlafólk – og aðrir Erlingur Friðriksson, eigandi Eldaskálans. ÞAÐ er vekur furðu þegar gerð er samantekt á öllu sem hefur átt sér stað síðustu mánuði á Íslandi að í hvert sinn sem grunur vaknar um að eitthvað hafi ekki verið í lagi koma ýmist stjórnmálamenn, embætt- ismenn eða fjárfestar og segja okkur að allt hafi verið innan eðlilegra marka. Staðreyndir í glugga- umslögum blasa við öllum lands- mönnum og er augljóst að það sem stendur þar er ekki innan eðlilegra marka. Verðhækkanir undanfarið geta ekki talist innan eðlilegra marka. Skuldirnar sem þjóðin í sameiningu á að greiða eftir einkavæðingarfylliríið eru í augum almennings ekki heldur innan eðlilegra marka. Til að meta stöðuna út frá stöðluðum gildum er fróð- legt að lesa í Íslensku alfræðiorðabókinni tvær skilgrein- ingar um þróunarríki og velferðarríki. „Þróunarríki er ríki sem er tæknilega vanþróað. Helstu einkenni þróun- arríkja eru lítil þjóðarframleiðsla á mann, orkuskortur, slæmar samgöngur, fábreyttur útflutningur (einkum hráefni), fjármagnsskortur og léleg menntun, þannig að verulegur hluti þjóðarinnar er ólæs.“ Við teljumst því ekki þróunarríki þar sem þjóðarframleiðsla á mann hef- ur verið góð, nægileg orka og menntunarstigið gott. En hvað um hina þættina og botnlausan vilja til álfram- leiðslu? „Velferðarríki er þjóðfélag þar sem ríkið gegnir veigamiklu hlutverki í því að vernda þegnana og stuðla að efnahagslegri og félagslegri velferð þeirra; byggist á viðtækum almannatryggingum. Velferðaríki einkennist jafnframt af opinberu menntakerfi, heilsugæslu og hús- næðiskerfi.“ Velferðarríki er það sem við teljum okkur vera og ég tel að meirihluti þjóðarinnar vilji vera. Samkvæmt þessari skilgreiningu hafa stjórnvöld brugðist í því hlutverki að stuðla að efnahagslegri og fé- lagslegri velferð þegnanna. Hefði stjórnvöldum hins- vegar tekist það ætlunarverk sitt að einkavæða heil- brigðiskerfið og húsnæðiskerfið væri í raun lítið eftir af velferðarríkinu Íslandi. Sú tilfinning verður sífellt sterk- ari að í hugum stjórnvalda og fjármagnseigenda á Ís- landi hafi verið komin upp sú hugsanavilla að fólkið væri þeirra. Þeirra þrælar sem gætu sætt sig við það misrétti og ójafnræði sem var orðið sjálfsagt og gætu sætt sig við það sem þeir fengju sem var orðið duttlungum háð en ekki háð lögmálum lýðræðis. Í öllu góðærinu var aldrei hægt að hækka laun ákveð- inna hópa nema um örfá prósent til að viðhalda stöð- ugleikanum í landinu. Stór hluti landsmanna hefur því haft það að atvinnu síðustu ár að viðhalda stöðugleika í landinu, þessi sami hópur er nú á sömu launum að greiða niður skuldirnar sem hinir ábyrgu, með ofurlaun, hafa safnað upp. Fyrirtæki þar sem hagnaður greiðist í vasa eigenda og skuldir greiðast af þjóðinni eru almennt ekki skilgreind sem einkafyrirtæki. Að skilin þarna á milli skuli ekki hafa verið skýr í lögum landsins verður að telj- ast glapræði. Einkavæðingin hefur beðið hnekki og verið lögð að- eins til hliðar í umræðunni og við aftur orðin ein þjóð. Ein þjóð sem þarf að standa af sér þær álögur sem hafa verið á hana lagðar eins og hendi væri veifað. Yfirvöld vara okkur við að ef við hlúum að lýðræðinu og þeim mannlegu gildum sem áður þóttu ágæt muni hér verða einhæft atvinnulíf og stöðnun. Íslendingar hafa notið frelsisins sem góð menntun veitir þeim og hún verður ekki af þeim tekin svo líkurnar á að við hverfum aftur til fortíðar eru litlar þó að við skerpum á gildum jafnaðar og réttlætis í landinu. Smæð þjóðarinnar og samtakamáttur er sterkasta vopnið í baráttunni sem framundan er en sú auðlind sem fólkið í landinu er verður ekki virkjuð til fulls ef ekki á að byggja upp réttlátt þjóðfélag þar sem völd og eignarhald er, innan eðlilegra marka. Ísland, innan eðlilegra marka Guðrún Anna Finnbogadóttir sjávarútvegsfræðingur. ÞAÐ er deginum ljósara að stjórn- málaslúbbertarnir ætla sér að varpa öllum byrðunum á beinabert bogið bak þjóðarinnar. Á tyllidögum fjasa þeir um mannauðinn og gildi mennt- unar og bla bla bla, en þá loksins þess- ir jarðsambandslausu aular þora að taka ákvarðanir þá miðast þær allar að því að skera niður í mennta- og heilbrigðiskerfinu og sökkva fólki dýpra í fúafenið og flæma það úr landi. Á sama tíma moka þeir undir taðgatið á sjálfum sér og geta ekki einu sinni drullast til að afnema eftirlaunafrumvarpið með öllu. Það tók korter að keyra það í gegnum þingið en er búið að taka fimm ár að skralla efsta lagið ofan af því þrátt fyrir loforð Samspillingarinnar um algert afnám þess. Þessir bananar eru að bíða eftir einhverju miklu harðara en snjóbolta í galtóman hausinn. Þeir sýna engan vilja til að taka á útrásaröpunum og það gefur fólki skiljanlega þær hugmyndir að þeir sjálfir séu maðkétnir og gjörspilltir og innviklaðir í bankasor- ann og að þeirra eigin pöddur hvíli undir hverjum þeim steini sem þeir eru sífellt að lofa að velta við. Það eru nær þrír mánuðir frá hruninu og enn eru menn að „rann- saka“ sjálfa sig og enn kemur Björgvin G. af fjöllum eins og rammvilltur jólasveinn í öllum málum og enn er Geir fálmandi og hikstandi eins og blindur róni og enn eru gefin loðin svör og fólki haldið í þoku og óvissu og enn er „verið að skoða málin“ (stinga þeim undir stól) og enn eru málin „í ákveðnum farvegi“ (í pappírstæturunum) og enn sitja sömu strumparnir í bönkunum og enn láta há- karlarnir greipar sópa um allt fémætt sem eftir er í brunarústunum og enn hrýtur Fjármálaeftirlitið og enn ganga útrásarhryðjuverkamennirnir lausir. Forsetinn, sameiningartákn útrásarþjófanna, býðst í auglýsingaskyni til að fá laun sín lækkuð úr tæpum tveimur milljónum í 1.700.000 í stað þess einfaldlega að gefa helming þeirra þegjandi, hljóðalaust og skrumlaust í Mæðrastyrksnefnd. Ýldustækjan er kæfandi hvert sem fólk rekur nefið. Þorláksmessukötustækjan virkar sem rósaangan í samanburði. Aðstæður núna eru kjörnar til allsherjar hreingerningar og uppstokkunar en engu skal breytt. Öllu skal sópað undir teppið. Allt verður við það sama. Enginn banani skal fá að falla til jarðar af lýðveld- istrénu. Það á greinilega að halda þjóffélaginu áfram í heljargreipum spillingar, óréttlætis, fúsks, yfirstétt- arhagsmuna og heimsku. Fólk sér í hendi sér að það mun ekkert breytast. Kosningafyrirkomulaginu verður ekki breytt. Persónukjöri verður ekki komið á. Eftir kosn- ingar munum við fá yfir okkur sama ógeðslega horið, – bara úr vinstri nösinni. Auðvitað mun sjóða upp úr. Það ætti allavega að gera það. Pottlokið ætti að festast við loftið ekki seinna en í febrúar. Ef Íslendingar væru ekki þolinmóðustu lindýr jarðarinnar þá stæðu hús útrásartalíbananna og land- ráðamannanna í björtu báli eftir áramót og Alþing- ishúsið flygi í 30 þúsund fetum yfir Austurvelli. Stjórn- málamenn treysta því að þjóðin láti bjóða sér ALLT. Vonandi hafa þeir ekki rétt fyrir sér. Land-ráðamenn biðja um blóð Sverrir Stormsker, tónlistarmaður og rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.