Morgunblaðið - 08.01.2009, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 08.01.2009, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009 / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI YES MAN kl. 8 - 10:20 B.i. 7 ára FOUR CHRISTMASES kl. 8 B.i. 7 ára PRIDE & GLORY kl. 10 B.i. 16 ára YES MAN kl. 8 - 10:20 B.i. 7 ára BOLT m/ísl. tali kl. 8 LEYFÐ THE DAY THE EARTH STOOD STILL kl. 10:20 B.i. 12 ára SKOPPA OG SKRÝTLA Í BÍÓ m/ísl. tali Sýnd fös., lau., og sun. (700 kr.) LEYFÐ BOLT m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ YES MAN kl. 8 - 10 B.i. 7 ára MADAGASCAR 2 m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ THE SPIRIT kl. 8 - 10 B.i. 12 ára „..BESTA DISNEY-TEIKNIMYNDIN Í ÁRARAÐIR“ L.I.B. – FRÉTTABLAÐIÐ SÝND MEÐ Í SLENSKU OG ENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI - S.V., MBL EKKERT GETUR UNDIRBÚIÐ ÞIG FYRIR SÝND Á SELFOSSI SÝND Í KEFLAVÍKSÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND FÖS., LAU., OG SUN. YRI SÝND Í KEFLAVÍK Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is NÝTT ár – nýtt Evróvisjón! Manni líður þann- ig um þessar mundir að tilhugsunin um þessa blessuðu keppni er hlý, góð og mun sterkari en oftast áður. Undanfarið ár, með sínum hag- og stjórnkerfishörmungum og þessir fyrstu jan- úardagar, með sinni grámósku og tómlegheit- um fá mann til að mæna bláum, vonbjörtum augum til þessarar litríku, fáránlegu en jafnan stórskemmtilegu keppni. Kallið mig mann geðshræringa en Guði sé lof fyrir Evróvisjón! Undankeppnin hér á landi hefst núna á laug- ardaginn. Spennandi verður að sjá hvaða straumar renna í gegnum lagasmíðarnar í þetta sinn. Verða ættbálkatrommur málið eða einbeita menn og konur sér að sykursætum, ógleðisvaldandi ballöðum líkt og rússneska mafían sigraði með í fyrra? Og skítt með það hvernig framlag okkar verður fagurfræðilega – hvaða taktík ætlum við að beita? Það er aðal- málið. Gleymum því ekki að þetta er keppni og það að lesa leikinn rétt er ekki síður mik- ilvægt. Gott dæmi um þetta er t.a.m. þegar Selma Björnsdóttir tók þátt fyrir Íslands hönd öðru sinni árið 2005 með laginu „If I Had Your Love“. Höfundurinn, Þorvaldur Bjarni, gæddi lagasmíðina arabískum blæ sem var lenska um þær mundir. Þetta var snjallt hjá Þorvaldi en hann hafði hins vegar ekki erindi sem erfiði. Bestum árangri í keppninni náði Ísland hins vegar sex árum fyrr og þá fyrir tilstilli þessara sömu aðila. En þá reyndist lykillinn að góðu gengi einfaldur – lagið var einfaldlega gott. Ísland átti lagrænt blómaskeið í keppninni fram að og með „Nínu“ (1991), datt þá niður í dal andleysis en var híft upp þaðan af meistara Páli Óskari árið 1997. Gengið hefur verið brokkgengt síðan. Meira flipp og hananú! Páll Óskar sendi inn snilldarlegt lag, með snilldarlegu „sjói“ sem gerði nett grín að keppninni. En um leið fór Páll inn í þetta af al- vöru, með virðingu fyrir keppninni, punktur sem margir virðast flaska á. Á síðasta ári fór nefnilega fram harðvítug, og eftir á að hyggja einkar athyglisverð glíma á milli þeirra sem taka keppnina „alvarlega“ og þeirra sem líta svo á, að það sé í góðu lagi að leika sér dálítið að henni. Gjörningurinn í kringum Silvíu Nótt árið 2006 var mögnuð snilld, eitt það flottasta sem Ísland hefur skilið eftir sig í keppninni. Eirík- ur Hauksson stríddi hins vegar við það hróp- andi (öskrandi?) vandamál ári síðar að keppa með rokklag sem rokkaði ekki baun. Og að minni hyggju, svo ég stígi nú fram með ráð og visku, voru það reginmistök á síð- asta ári að senda Eurobandið út í stað „flipp- aranna“, þeirra Barða og Dr. Gunna. Að senda út ferkantað og holt Evróvisjónlag sem hljóm- aði eins og milljón önnur var að sjálfsögðu uppáskrift að sneypuför. Ég mælist því til þess að þveröfugur háttur verði hafður á í ár. Mér er nett sama um gæði viðkomandi lags – bara að það sé nógu andsk… flippað og fíflagang- urinn við flutninginn fari helst fram úr vel- sæmismörkum. Góðar Evróvisjónstundir. Höfum við gengið til góðs? Morgunblaðið/Ásdís Næstum því Selma hafnaði í öðru sæti úti í Ísrael árið 1999 en frakkarnir flæktust fyrir. Hvað hefurðu verið að gera síðastliðið ár? Ég og Friðrik höfum haft nóg að gera með Eurobandinu. Svo gifti ég mig á síðast ári og ákvað í kjölfarið að taka lífinu með aðeins meiri ró en undanfarin ár. Hvers konar lag heldurðu að muni sigra í undankeppninni hér heim? Það er ómögulegt að segja. Ég er á móti staðalímyndum hvað Evróvisjón varðar og þetta fer algjörlega eftir flytjandanum og hvernig lagið er útsett. Heildarpakkinn verð- ur að virka. Allt verður að vera til staðar og ganga upp. Hefurðu einhver heilræði fyrir keppend- urna í ár? Ég á fullt af heilræðum til en mikilvægast er að æfa sig nógu asskoti mikið. Ef fólk lang- ar að komast út þá verður það að hugsa þetta niður í smæstu smáatriði. Frá hverju myndirðu ráða keppendum? Það er ekki hægt að mæla gegn einhverju því það fer alveg eftir því hver flytjand- inn er. Hvað er næst á döfinni? Næstu helgi för- um við til Münc- hen þar sem Sandra Kim mun troða upp á sömu tónleikum. Sömu helgi fljúgum við til Minsk í Hvíta-Rússlandi þar sem við komum fram í beinni útsendingu á úrslitakvöldi undankeppninnar þar í landi. Regína Ósk Óskarsdóttir Á fleygiferð um Evrópu Hvað er það eftirminnilegasta frá und- ankeppninni í fyrra? Lokakvöldið stendur upp úr þrátt fyrir að maður hafi svolítið týnt sér sökum þess hvað keppnin var löng. Ég fagna því að hún skuli vera styttri í ár. Voruð þið viss um að þið mynduð sigra? Maður er aldrei viss því þetta snýst bara um þessar þrjár mínútur á sviðinu, hvernig maður stendur sig þar. Hvað er ekki „in“ í búningatískunni í ár? Bleikt og svart! hehe. Það væri „off“ að sjá sömu liti og hjá okkur. Hvítur er alltaf sterk- ur á sviði svo ég mæli með honum. Áttu þér uppáhaldsatriði í sögu Söngva- keppni Sjónvarpsins? Ómar Ragnarsson flutti lag eftir sig ásamt Ruth Reginalds, Skúla Gautasyni og Lilju Guðrúnu leikkonu. Þau áttu stórleik í und- ankeppninni árið 1993 með eróbikk- atriði. Hvaða heilræði áttu handa flytj- endum sem keppa í fyrsta skipti? Það fer eftir hverjum og einum en það skiptir miklu máli að syngja fyrir fólkið heima í stofu, þ.e.a.s. horfa í myndavélina. Heldurðu að þú eigir eftir að keppa aftur? Það verður erfitt eftir að „This is my life“ gekk svona glimrandi vel. Ég skal hugsa mál- ið ef ég fæ lag sem ég trúi jafnmikið á og það. Mikilvægar þrjár mínútur Friðrik Ómar Hjörleifsson                     !   "#$   !   % % & $ '  !  ('    )* $  + ,   -#  !"      - $  $. + , # $ /  & %&'( 01234&2   52  56$ ) 78 '$ ',  5 , 18 *+ 54 '  + #  ,  !" 7,  # 9   0:  &- (6# #  1: )./ ; ,3 01 22 0 3 40 54 6 13 410 45 34 64 17 1 58 0 41 8 8 5 47    0#< 1& # 06= Söngvakeppni Sjónvarpsins 2009 hefst í Sjónvarpinu á laugardagskvöldið kemur. Fjögur lög keppa í hverjum þætti og kom- ast tvö lög áfram úr hverjum þeirra, alls átta lög, en áhorfendur kjósa lögin með símakosningu. Laugardagskvöldið 7. febr- úar verður upprifjunarþáttur og hinn 14. febrúar keppa svo lögin átta í úrslitaþætt- inum. Vinningslagið verður síðan framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva sem fram fer í Rússlandi í maí. Undankeppnin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.