Morgunblaðið - 08.01.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.01.2009, Blaðsíða 28
28 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009 Morgunblaðinu hefur borist mikill fjöldi greina og pistla frá lesendum um ástandið í efnahagsmálum landsins. Margir höfundar lýsa áhyggjum sínum af þróun mála og margir gera tillögur um leiðir út úr efnahagsvanda þjóð- arinnar. Morgunblaðið leggur áherslu á að gera þessum umræðum góð skil í blaðinu á næstunni. Skoðanir fólksins Sem betur fer hefur eitthvað jákvætt líka sést á síðustu dögum, það ber bara svo ein- staklega lítið á því í samanburði og betur má ef duga skal. Að láta eins og allt sé á vonarvöl gerir alla skíthrædda og elur af sér ömurlega líðan. ’ TILRAUNIR stjórnmálamanna til að hvítþvo sig og firra sig allri ábyrgð á ástandi efnahagsmála eru bæði hallær- islegar og aumk- unarverðar. Sá svarti blettur sem þeir bera verður aldrei af þeim þveginn, til þess munu kjósendur sjá. Ráðamenn sváfu á verðinum meðan íslenskur efnahagur brann til kaldra kola og munu þeir aldrei ná að má burt þann ósóma sem þeir hafa lagt á þjóðina. Hallærislegar tilraunir ráðamanna til að hreinsa sig af ástandinu og óábyrg ummæli eru dæmd til að mistakast. Þeir stjórnmálamenn og aðrir embættismenn sem látið hafa eftir sér ummæli sem stórskaðað hafa ís- lenskt efnahagslíf og orðspor þjóð- arinnar verða að hafa það siðferð- isþrek að þora að líta í eigin barm og vera ábyrgir misgjörða sinna. Þjóðin mun aldrei sætta sig við að ekki verði hreinsað til í æðstu embættum og menn látnir víkja. Sú örvænting sem gripið hefur um sig meðal al- mennings í landinu getur orðið að báli sem erfitt gæti verið að slökkva. Óöryggi, tortryggni og vanlíðan munu hafa skelfileg áhrif á sálarlíf fólks og brjóta niður tiltrú á stjórn- málakerfinu í landinu. Leita verður allra leiða til að endurbyggja vonir fólksins og koma á nýrri stjórn- málastefnu sem hægt er að treysta. Seðlabankastjóri ásamt stjórn- málamönnum með svartan blett á tungunni verða að víkja, það er krafa fólksins í landinu. Gera verður upp á heiðarlegan og opinskáan hátt hrun bankanna og draga menn til ábyrgð- ar sem sekir kunna að vera í þeim málum. Þegar þessi orð eru skrifuð í byrjun janúar æðir verðbólgan og verðtryggingin áfram og grefur mis- kunnarlaust undan eignastöðu þjóð- arinnar. Ekki hefur enn tekist að styrkja gengi krónunnar og vafamál hvort það takist yfirleitt. Kosningar sem fyrst er krafa! Þegar þessum áföngum hefur verið náð byggjum við upp nýtt, betra og heilbrigðara Ísland. Þeir sem brugðust Sigurjón Gunnarsson er matreiðslumeistari. Í PISTLI á þessum síðum fyrir nokkru lagði ég til að eignir lífeyrissjóðanna yrðu notaðar til að grynnka á skuldum heimilanna. Skuldastaða heimilanna – að meðaltali – væri slík að ekkert nema gjaldþrot blasti við verulegum fjölda þeirra. Ég nefndi að þeir sem bakið hefðu yrðu að bera þessar byrðar. Nokkrir hafa spurt mig hvað ég eigi við með þessari setningu. Mun ég reyna að gera nánari grein fyrir hvað ég átti við í þessum pistli. Fasteignaverð er sennilega mikilvægasta einstaka hagsmunamálið fyrir ungt fólk. Bæði þeirra sem á síðustu árum hafa komið sér upp þaki yfir höfuðið og skulda megnið af kaup- verðinu en einnig þeirra sem hafa hug á að hefja búskap. Ef þetta unga fólk skuldar þær fjárhæðir sem meðaltalstölur benda til og ég útlistaði í fyrri pistli, eða ef það þarf að koma inn á fasteignamarkaðinn miðað við núverandi „opinbert“ markaðsvirði á fasteignum þá munu sennilega margir eiga eftir að gefast upp eða flýja land. Ungt fólk með tvö börn og venjuleg- ar tekjur getur illa staðið undir 25-35 mkr. skuldum – sérstaklega í ljósi þeirra háu raun- vaxta sem megnið af skuldbindingum þeirra ber sem og þeirrar kaupmáttarskerðingar sem blasir við venjulegu launafólki og er óumflýj- anleg. Innlendir raunvextir eru tvö- til þrefalt hærri en hjá þeim löndum sem við viljum bera eignaláni myndi lækka um 900.000 kr. á ári. Ennfremur myndi slík ráðstöfun sennilega draga úr þeirri miklu lækkun á fasteignaverði sem spáð hefur verið að sé nauðsynleg. Þetta er ein leið fyrir lífeyrissjóði landsins til að taka beinan þátt í að koma til móts við skuldastöðu íslenskra heimila. Yrðu eignir lífeyrissjóðanna notaðar til að létta á skulda- og greiðslubyrði heimilanna þá yrðu núverandi lífeyrisþegar fyrir búsifjum strax – að meðaltali hefur þetta eldra fólk það þokkalegt. Margir eiga skuldlausar eða skuld- litlar eignir. Sama gildir um fólk sem er að nálgast eftirlaunaaldurinn. Þetta eldra fólk hlýtur að samsinna því að framtíðin er barnanna og barnabarnanna og að þeim kyn- slóðum þarf sérstaklega að hlúa á þessum síð- ustu og verstu tímum. Almannatrygging- arkerfið yrði síðan að koma til móts við þá sem yrðu fyrir það mikilli skerðingu að „áhyggju- lausu ævikvöldi“ væri stefnt í hættu. Þetta yrði klárlega erfitt í framkvæmd en gerlegt sé vilji á annað borð fyrir hendi. Með þetta í huga lagði ég til að þeir sem bakið hefðu þyrftu að bera þessar byrðar. Svo einfalt er það. okkur saman við – það munar um minna. Eigendur þessara skulda heimilanna eru að miklu leyti – beint eða óbeint – lífeyrissjóðir landsins. Í því ljósi benti ég á þann mögu- leika að lífeyrissjóðir landsins myndu taka virkan þátt í því uppbyggingarstarfi sem bíður okkar. Hið háa raunvaxtastig sem verið hefur ríkjandi á Íslandi svo árum skiptir hefur komið sér einkar vel fyrir þá sem skulda lítið (einkum eldra fólk) – eignir þeirra í lífeyr- issjóðum landsins og öðrum verðtryggðum öruggum skuldabréfum hafa notið góðs af því á „kostnað“ þeirra sem skulda mikla fjármuni (einkum yngra fólk). Í ljósi þessa er full ástæða til að skoða hvort raunvaxtastig verð- tryggðra skuldbindinga heimilanna og tengjast fasteignakaupum verði lækkað verulega. Það myndi hafa í för með sér tekju- og eignamissi fyrir lífeyrissjóði landsins með tilheyrandi rétt- indaskerðingu sjóðsfélaga. Að sama skapi myndi lækkun raunvaxta úr 5% í t.d. 2% (sem er svona meira í takt við það raunvaxtastig sem þekkist erlendis og er í sjálfu sér ágætis raunávöxtun þegar tekið er tillit til áhættu) þýða að vaxtakostnaður af 30 mkr. fast- Stefnir í fjöldagjaldþrot heimilanna Kjartan Broddi Bragason, hagfræðingur. NÚ UM áramót missir fjöldi fólks vinnuna til viðbótar við þær þúsundir sem voru atvinnulausir fyrir. Hvað á allt þetta fólk að gera með líf sitt á næstunni? Svarið er; að breyta til og horfa nokkur ár fram í tímann. Fólk er ekki að missa vinnuna vegna þess að það sé eitthvað að því persónulega. Það eru bara breytingar í samfélaginu, breytingar sem allt aðrir aðilar bera ábyrgð á. End- urskipulagning er auðvitað nokkuð sem þeir atvinnu- lausu þurfa að framkvæma. Öll gömlu gildin, markmiðin og draumarnir eru endurskoðaðir. Flestir lækka það mikið í launum að endurskoða þarf allan óþarfa kostnað. Það eru ekki margir hlutir sem maður hreinlega verður að gera. Maður verður að borða, sofa, fara á klóið og við Íslendingar þurfum auk þess að hafa þak yfir höfð- uðið. Allt annað er, þegar vel er að gáð, aukaþarfir sem eru æskilegar, en ekki nauðsynlegar. Þannig er hægt að losa sig við ýmiskonar óþarfa eins og áskriftir að hinu og þessu. Keyra bílinn minna, taka hann af númerum eða selja hann, hjóla og labba meira eða yfirleitt draga hressilega úr og jafnvel sleppa öllum óþarfa. Matur og húsaskjól er aðalatriðið. Þegar maður missir vinnuna hefst nýtt og skemmtilegt tímabil í lífinu. Það getur verið hundfúlt til að byrja með, en útkoman verður alltaf já- kvæð, þegar litið er til baka eftir nokkur ár. Þetta er tækifærið sem beðið var eftir. Tækifæri til að breyta til og komast í betra og skemmtilegra starf. Tækifæri til að losna undan áþján efnishyggjunnar og efla andann, mennta sig og breyta til og jafnvel flytja eitthvert burt. Því miður virðist mega ráða af orðum menntamálaráðherra og störfum ríkisstjórnarinnar að ekki eigi að leyfa atvinnulausum að vera á atvinnuleysisbótum samhliða námi. Það breytir ekki því að möguleikarnir eru til staðar bæði hér á landi og erlendis. Mikilvægast er að mennta sig til nýrra starfa, sækja í nýsköpun og ný störf. Það má til sanns vegar færa að þeir sem missa vinnuna núna voru í störfum sem eru orðin óþörf og því er ekkert annað að gera en að taka aðra stefnu í lífinu. Fólk sem vill endilega vera í samskonar vinnu áfram þarf að skoða hvort það geti fengið sambærilega vinnu í öðru landi. Má þar til dæmis benda á vel launuð störf á norskum og enskum olíuborpöllum fyrir iðnaðarmenn og aðra tæknimenntaða aðila í þeim iðnaði almennt. Eft- ir nokkur ár vantar svoleiðis fólk á Íslandi, nú er tækifærið. Um allan heim eru Íslendingar eftirsóttur starfskraftur enda eru þeir duglegir til vinnu og ósérhlífnir. Norðurlöndin hafa notið vinsælda meðal Íslendinga til að sækja þangað bæði vinnu og menntun. Íslendingar ganga mjög auðveldlega inn í öll norræn samfélagskerfi en vegna EES samningsins eru öll ESB lönd Evrópu atvinnumarkaður okkar. Fyrir þá sem alls ekki vilja flytja burt frá landinu er einn besti kost- urinn að sækja sér breytta menntun. Þetta hefur nú þegar fjöldi fólks gert og gerir nú áhlaup á háskólana, þar sem það sækir í að mennta sig til ann- arra starfa. Fyrir þá sem ekki eru með háskólaundirbúning má til dæmis benda á kvöldskólana. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hefur rekið vinsælasta kvöldskólann. Af öðrum má nefna Menntaskólann í Hamrahlíð og sívinsælt fjarnám hjá Menntaskólanum í Ármúla. Skynsamlegast er að leita ráða hjá öllum sem upplýsingar geta gefið. Hjá ráðgjöfum sem sveitarfélögin hafa til taks í tengslum við atvinnuleysisskráningar og námsráðgjöfum skólanna og yfirleitt öllum sem upplýsingar geta gefið. Stéttarfélögin geta líka bent á atvinnumöguleika, en einnig ýmsa peningastyrki sem atvinnulausir eiga rétt á, til dæmis vegna náms. Leitaðu upplýsinga sem víðast og taktu þá ákvörðun sem er best fyrir þig og þína. Hvað eiga atvinnu- lausir að gera? Baldvin Björgvinsson, kennari. ÁGÆTA ríkisstjórn. Það er með ólíkindum að maður eins og ég skuli þurfa að setjast niður til þess að skrifa fólki eins og ykkur bréf til að útskýra í einföldu máli fyr- ir ykkur af hverju ykkur bera að axla það sem í daglegu tali kallast pólitísk ábyrgð. Það er eins og þið áttið ykkur ekki á því að kerfið – sem þið berið hitann og þungann af og haft hefur verið í heiðri í þessu landi – brást. 1) Þetta kerfi var fyrst og fremst byggt upp með póli- tískri hugmyndafræði – sem líkt og kommúnisminn virk- ar illa í mannlegu samfélagi vegna græðgi og spillingar fárra útvaldinna einstaklinga. 2) Þetta kerfi orsakaði það að auðlindir þessarar ríku þjóðar voru gefnar fáum útvöldum mönnum sem hafa skuldsett aðra þegna þjóðarinnar með braski og veðsetningu á auðlindunum. 3) Þetta kerfi leyfði bönkum þessarar litlu þjóðar – í umboði útvalinna aðila af ríkisstjórninni – að vaxa svo yfir höfuðið á þjóðinni að ekki var umflúið að sá blekkingarturn myndi hrynja ofan á höfuðið á þessari sömu þjóð. 4) Þetta kerfi hefur haft í för með sér svo gríðarlegan ójöfnuð að ein- staklingar eru taldir svo mikils virði að fyrirtæki og stofnanir, sem m.a. starfa í að virkja auðlindir þjóðarinnar, borga slíkum aðilum hvílík ofurlaun að engin fordæmi eru fyrir nema hjá spilltustu og óheiðarlegustu þjóðum heimsins. Einn maður er meira virði fyrir það eitt að hætta störfum en heil fjöl- skylda úti á landi getur aflað með ævistarfinu í verksmiðju eða frystihúsi. Kerfið er fyrst og síðast ykkur að þakka – hvort sem leikendurnir sem spiluðu leikinn fylgdu lögum eða ekki – og því er það pólitísk ábyrgð ykkar sem lýðræðiskjörnir fulltrúar þjóðarinnar að víkja. Þegar gengið var til kosninga síðast voru þið kjörin á allt öðrum forsendum en að sigla þjóðinni út úr kreppu sem á sér engan líka meðal þjóða – hér hefur orðið hrun sem þarf að rannsaka og fara í saumana á af ýtrustu varkárni. Þar sem kerfið sem orsakaði hrunið er ykkur að þakka er það lýðræðisleg krafa að þið vík- ið frá borði öll sem eitt og algjörlega óháðir einstaklingar verði fengnir til að rannsaka hvort og/eða hvaða glæpir hafi átt sér stað innan kerfisins ykkar. Flestir í landinu treysta ykkur ekki til verksins ef marka má skoð- anakannanir og jafnvel ef þær eru ómarktækar er vantraustið slíkt að ystu þolmörk skekkjumarkanna ná ekki einu sinni að setja ykkur í helmings traust frá þjóðinni. En eins og heiðarlegur maður ætti að skilja er almennt traust á valdhöfunum grundvöllurinn fyrir því að lýðræði sé virt – þið njót- ið ekki þessa trausts. Á meðan þið sitjið sem fastast og látið eins þið starfið í fullkomnu um- boði þjóðarinnar eykst reiðin og eymdin til muna og það er ykkur að kenna. Fleiri og fleiri fara að spyrja sig hvort annarlegar hvatir liggi að baki þrautsetu ykkar og ekki styrkir það traustið. Ef þið berið hag fólksins í landinu fyrir brjósti ættuð þið umsvifalaust að víkja og boða til kosninga – skipta ykkur út fyrir neyðarstjórn því hér er mikil neyð – og láta hana stýra landinu fram yfir boðaðar kosningar. Ágæta ríkisstjórn. Ég skora á ykkur að segja tafarlaust af ykkur – að axla þá pólitísku ábyrgð sem fylgir því að bera ábyrgð á kerfinu sem brást þjóðinni gjör- samlega – en ég geri mér ekki nokkrar vonir um að þið gerið það. Enda hefur það sýnt sig á sl. þremur mánuðum að þið berið ekki nokkra virðingu fyrir vilja bróðurparts þjóðarinnar sem þið eruð ennþá í forsvari fyrir. Kæra ríkisstjórn: Þið berið ábyrgð á kerfinu sem brást Þór Jóhannesson, bókmenntafræðingur og nemi við HÍ. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar um- ræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í um- ræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða sam- taka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einn- ig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Móttaka að- sendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.