Morgunblaðið - 08.01.2009, Side 15

Morgunblaðið - 08.01.2009, Side 15
HAGKAUP í Skeifunni verða áfram opin allan sólarhringinn, sam- kvæmt ákvörðun stjórnenda fyr- irtækisins. Sex vikur eru síðan til- raun var hafin með sólarhrings- afgreiðslutíma í Skeifunni og þykir það hafa gefist svo vel að framhald verður á. Sólarhringsþjón- usta í Hagkaupum Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009 Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n telpurS onuK r Allt að fyllast í TT, síðustu innritunardagar! Höfum bætt við tíma fyrir hádegi í TT aðhaldsnámskeiðunum Nýr tími þrisvar í viku: kl. 10:15 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga - Barnapössun Erum að selja ósóttar pantanir Sími 581 3730 Ekkert lát hefur verið á aðsókn í TT aðhaldsnámskeiðin og er okkur því ánægja að bjóða þessa tíma sem henta sérlega vel heimavinnandi mæðrum. Aðrir TT tímar í boði: 6:15 – mán, mið, fös 7:20 – mán, mið, fös 10:15 – mán, mið, fös - Barnapössun 12:05 – mán, mið, fös - Barnapössun 14:20 – mán, mið, fös 16:40 – mán, mið, fös - Barnapössun 17:40 – mán, þri, fös - Barnapössun 18:25 – TT3 mán, mið, fös 18:40 – TT3 mán, þri, fim 19:25 – mán, mið, fim (19:45) Fundur fyrir alla flokka sunnudaginn 11. janúar kl. 15:00 og 16:00 - TT1 og kl. 17:00 - TT3. Velkomin í okkar hóp! Staðurinn - Ræktin SKRÁÐ mál hjá umboðsmanni Aþingis á árinu 2008 voru alls 346 og þar af voru kvartanir 340 og frum- kvæðismál sex. Málum fjölgaði um rúm 12% frá árinu 2007 og þar af var fjölgun kvartana 16,4%. Er þetta næstmesti fjöldi mála sem skráð hafa verið á einu ári hjá um- boðsmanni frá því að embættið hófs störf árið 1988 en flest voru málin árið 1997 eða 360. Umboðsmaður afgreiddi á árinu 2008 alls 354 mál og er það mesti fjöldi afgreiddra mála á einu ári frá upphafi. Afgreidd mál á árinu 2007 voru 265 og er fjölgun afgreiddra mála því milli ára rúm 33%. Auk umboðsmanns störfuðu að jafnaði níu starfsmenn á skrifstofu um- boðsmanns við afgreiðslu mála á árinu 2008 og er það sami fjöldi og síðustu ár. Kjörinn umboðsmaður Alþingis, Tryggvi Gunnarsson, verður 1. jan- úar til 1. nóv. 2009 í leyfi frá dag- legum starfsskyldum umboðs- manns vegna starfa sinna sem umboðsmaður Alþingis í rannsókn- arnefnd Alþingis sem fjallar um rannsókn á aðdraganda og orsök- um falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða. Meðan Tryggvi er í leyfi hefur Róbert Spanó, prófessor við laga- deild HÍ, verið settur til að sinna starfi umboðsmanns og tekur hann við afgreiðslu þeirra mála sem liggja fyrir hjá embættinu. 346 mál hjá umboðsmanni Róbert Spanó EYGLÓ Harð- ardóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér sem ritari Framsókn- arflokksins á flokksþinginu 16.-18. janúar. Eygló var í 4. sæti á lista Fram- sóknarmanna í Suðurkjördæmi fyrir tvennar síðustu alþingiskosn- ingar og sat um tíma á Alþingi sem varaþingmaður. Í nóvember tók hún sæti á Alþingi við afsögn Guðna Ágústssonar. Hún hefur starfað sem ritari Landssambands Framsóknar- kvenna, ritari Kjördæmissambands Framsóknarfélaganna í Suður- kjördæmi og gjaldkeri Framsókn- arfélags Vestmannaeyja. Að auki hefur hún gegnt fjölda trúnaðar- starfa á vegum Vestmannaeyja- bæjar. Í tilkynningu um framboðið segir Eygló meðal annars: Í þeirri stöðu sem nú er uppi í samfélaginu er ekki síður mikilvægt að standa vörð um hinar dreifðu byggðir landsins. Samþjöppun og fákeppni er ekki bara af hinu slæma í atvinnulífinu, heldur einnig í búsetu þjóðarinnar. aij@mbl.is Eygló býður sig fram sem ritari Eygló Harðardóttir Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is BAKÁBYRGÐ á eftirlaunasjóði 100 starfsmanna Glitnis og allt að fimm hundruð fyrrverandi starfsmanna, þeirra sem komnir eru á eftirlaun, varð eftir í gamla Glitni. Fimmtíu starfsmenn bankans áttu rétt á að fara fyrr á eftirlaun, sam- kvæmt svokallaðri 95 ára reglu, en nú er hætta á að þeir fái það ekki. Anna Berglind Þorsteinsdóttir er trún- aðarmaður starfsmanna Glitnis og ein af þeim sem áætlaði að hætta fyrr að vinna. Hún er 51 árs og hefði getað hætt að vinna sextug sam- kvæmt umsömdum lífeyrisréttindum en sér nú fram á að þurfa að vinna fimm til sjö árum leng- ur. „Ég trúi því ekki að ákvörðunin sé endanleg.“ Réttindi starfsmannanna voru baktryggð, þannig að ytri áhrif og staða eft- irlaunasjóðsins hafði ekki áhrif á greiðslur til þeirra. Þá voru eftirlaunin miðuð við lokalaun á starfsævinni en ekki útreiknuð meðallaun, svo eitthvað sé nefnt. Hópurinn sem óttast nú skert réttindi er elstu starfsmenn Glitnis, en allir þeir sem ráðnir voru til fyrirrennara bankans eftir 1. janúar 1994 fóru í nýtt kerfi. Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri Samtaka starfs- manna fjármálafyrirtækja, segir skammarlegt ætli ríkið að standa fyrir því að rýra réttindi þessara starfsmanna. Hann segir samtökin líta þannig á að um sjóðinn gildi kjarasamningar. „Þannig að við teljum að svona einhliða ákvarð- anir standist ekki.“ Verði réttindin skert komi til málaferla. Anna Berglind segir að verði ekki staðið við bakábyrgð sjóðsins hræðist þau að hann standi ekki undir réttindum fólksins. Það hafi sætt sig við lægri laun vegna þessara góðu eftirlauna- réttinda. „Fólk er hrætt. Hér eru konur sem fara á eftirlaun á árinu. Þær vita ekki neitt um stöðu sína. Við höfum ekki tíma til að vinna skerð- inguna upp, því við erum fullorðin. En ég lifi í voninni um að þessari ákvörðun verði breytt.“ Baktrygging tekin af starfsmönnum Friðbert Traustason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.