Morgunblaðið - 08.01.2009, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2009
SAGAN Juhana Rossi, blaða-
maður á viðskiptadeild Hels-
ingin Sanomat.
F
innski blaðamaðurinn
Juhana Rossi var á
herskyldualdri þegar
Finnar greiddu atkvæði
um ESB-aðild 1994. Hann
segir að svartsýni hafi þá
ríkt í samfélaginu í kjölfar
kreppunnar og margir kjósendur, einkum af
ungu kynslóðinni, litið svo á að þörf væri fyr-
ir meiri stöðugleika í hagkerfinu.
ESB-aðild hafi verið álitin stuðla að stöð-
ugleika, gera ferðalög auðveldari og gera
Finnum auðveldara um vik að læra erlendis.
„Í lokin var tiltölulega auðvelt að vera fylgj-
andi aðildinni,“ segir Rossi, sem telur inn-
gönguna hafa haft lítil áhrif á matarverð.
„Það er mjög lítil samkeppni í smásölu-
verslun,“ segir Rossi, sem telur óvarlegt að
tengja uppsveifluna og ESB-aðild saman.
Unga kynslóðin
vildi stöðugleika
Juhana Rossi
SAGAN Björn Månsson,
blaðamaður hjá Hufvud-
stadsbladet, HBL, með Evr-
ópusambandið að sérsviði.
B
laðamaðurinn Björn
Månsson fylgdist vel
með umræðunni um
hvort Finnlandi bæri að
sækja um að aðild að Evr-
ópusambandinu. Íhalds-
menn hafi verið fylgjandi aðild, jafnaðar-
menn mjög fylgjandi en Miðflokkurinn verið
andvígur aðild, líkt og sósíalistar.
Þegar atkvæðagreiðslan hafi farið fram
hafi Miðflokkurinn, flokkur bænda, verið
hluti af borgaralegri ríkisstjórn, staða sem
Månsson telur hafa átt þátt í að flokkurinn
tók stefnuna á ESB. Við fall Sovétríkjanna
hafi skapast pólitískt frelsi sem hafi gert
Finnum og Svíum kleift að sækja um aðild.
Månsson segir aðspurður að Miðflokkurinn
hafi leyst aðildarspurningar með áherslu á
undanþágur í landbúnaði í aðildarferlinu.
„Landbúnaðarráðherra Finnlands var ekki
valdamikil persóna þar til við gengum í ESB.
Hann er nú, ásamt utanríkis-, forsætis- og
fjármálaráðherra, einn mikilvægasti aðilinn í
samskiptunum við sambandið.“
Månsson, sem telur sambandið hafa til-
hneigingu til að leggja fram of margar reglu-
gerðir, segir að um þessar mundir ríki óvissa
um stöðu landbúnaðarins í Finnlandi og
hverjar áherslur ESB í málaflokknum verði.
Sjálfur er hann hlynntur inngöngu Norð-
manna og Íslendinga í ESB, með þeim rökum
að það myndi styrkja stöðu Norðurlandanna
innan sambandsins.
„Íslendingar væru kjánar ef þeir reyndu
ekki að hefja samningaviðræður við ESB […]
Þið ættuð að sjá hvað kæmi út úr þeim. Síðan
getið þið efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu.“
Pólitíska frelsið
skipti máli
Björn Månsson
HÖNNUN | NÝSKÖPUN
Kristjana Aðalgeirsdóttir,
arkitekt og starfsmaður
finnsk-ísl. viðskiptaráðsins.
K
ristjana Aðalgeirs-
dóttir arkitekt hóf
störf í Helsinki árið
1994. Hún segir Finna hafa
verið duglega við að sækja
í rannsókna- og nemenda-
sjóði hjá ESB, sem og við að nýta sér mögu-
leika í samstarfi háskóla og atvinnulífs, svo
sem á sviði þróunarverkefna, og notið góðs af
því á sviði nýsköpunar. Kristjana lítur svo á
að innganga Íslands í ESB myndi meðal ann-
ars opna fyrir möguleika á að sækja styrki í
samstarfsverkefni á vegum sambandsins. Að-
ild myndi því fela í sér sóknarfæri fyrir hönn-
un og nýsköpun.
Sóknarfæri á
sviði hönnunar
Kristjana
Aðalgeirsdóttir
VERKALÝÐSMÁL Pia Björkbacka, ráðgjafi,
og Ville Kopra, hagfræðingur og virkur félagi í
flokki finnskra jafnaðarmanna, hjá samtökum
finnskra verkalýðsfélaga, SAK.
P
ia Björkbacka og Ville Kopra líta svo á
að finnsku verkalýðsfélögin séu ánægð
með veru Finna í ESB. Máli sínu til
skýringar vísa þau til sögunnar og
þeirrar staðreyndar að eftir síðari heimsstyrj-
öldina hafi Finnar gert sér grein fyrir að renna
þyrfti fleiri stoðum undir atvinnulífið. Einhæfni
þess hafi verið vandamál. Af þessu hafi leitt að
Finnar hafi verið fylgjandi framsókn á erlenda
markaði og því almennt verið fylgjandi frjálsri
verslun og þeim ábata sem henni fylgir. Rekja
megi stuðninginn við EFTA á sjöunda áratugn-
um og EES á þeim áttunda til þessarar afstöðu.
Þau segja að þegar Finnar hafi lent í krepp-
unni miklu í upphafi síðasta áratugar hafi þeir
verið samtaka um að skapa nýjar iðngreinar.
Hátækniiðnaðurinn, með fyrirtækjum á borð
við Nokia, eigi rætur í þessum umskiptum.
Því hefur verið haldið fram að Evrópusam-
bandið hafi styrkt stöðu stórfyrirtækja á kostn-
að réttindabaráttu launafólks.
Innt eftir því hvort þetta sjónarmið sé út-
breitt í Finnlandi segjast þau ekki telja að
finnski verkalýðurinn líti á meinta stórfyr-
irtækjamenningu, og áherslur í þeirra þágu,
innan ESB sem andstæðing heldur sjái þvert á
móti tækifæri í samvinnu við stórfyrirtæki. Með
því að vera innan ESB hafi verkalýðsfélögin og
Finnar almennt meiri áhrif á stefnu sambands-
ins í réttindamálum verkamanna og mótun
regluverksins umhverfis stórfyrirtækin en þeir
hefðu ef þeir stæðu einangraðir utan þess.
Evrópusamstarfið greiðir fyrir flæði vinnu-
afls og aðspurð hvort borið hafi á undirboðum á
finnska vinnumarkaðnum segja þau að í bygg-
ingar- og skipasmíðaiðnaðinum hafi verið komið
upp um slæman aðbúnað erlends launafólks,
sem starfi á lægri töxtum.
Takmörkuðu flæði erlends vinnuafls
Þá benda þau á að vel innan við 5 prósent
þjóðarinnar séu af erlendu bergi brotin, hlutfall
sem tengist því að Finnar fengu því framgengt
að flæði vinnuafls frá nýju aðildarríkjunum 10
árið 2004 var slegið á frest, andstætt Svíum, Ír-
um og Bretum, sem opnuðu dyrnar.
Þau benda hins vegar á að Finnar geri sér
grein fyrir því að sökum þess að þjóðin sé að
eldast muni þeir þurfa að flytja inn vinnuafl á
næstu áratugum. Færri hafi leitað eftir störfum
í landinu eftir stækkun ESB en ráð var fyrir
gert. Tungumálið skipti þar máli sem og sam-
anburður á launum við önnur norræn ríki, sem
sé finnskum launamarkaði í óhag. Eftir inn-
gönguna 1995 hafi Finnar fengið því framgengt
að innheimta í stuðningssjóði launamanna er
aukin á uppgangstímum til að búa í haginn fyrir
mögru árin. Hér sé um að ræða einskonar
stuðningsnet sem mildi höggið af nið-
ursveiflum.
Þau taka hins vegar skýrt fram að þau telji að
aðildarríkin eigi að fara með lagasetningu í mál-
efnum verkalýðsins. Þá hafi þau áhyggjur af
hugsanlegum árekstrum samkeppnisstefnu
ESB við finnska lífeyrissjóðakerfið sem og ný-
legum úrskurði Evrópudómstólsins sem útlit sé
fyrir að muni veikja réttindastöðu launafólks í
Svíþjóð, Lúxemborg og Þýskalandi.
Líta ekki á stórfyrirtæki sem óvin
Pia Björkbacka ráðgjafi og Ville Kopra, hagfræðingur hjá SAK.
Finnskur verkalýður hefur lengi verið fylgjandi opnun markaðanna
Á rætur í einhæfni hagkerfisins fyrr á tímum og mikilvægi stórfyrirtækja
FERÐAÞJÓNUSTA Pekka
Mäkinen, forstöðumaður
Icelandair í Finnlandi.
F
inninn Pekka Mäkinen
hefur langa reynslu af
ferðamennsku. Hann
hefur starfað fyrir Ice-
landair í 15 ár, auk þess að
hafa unnið fyrir finnska ferða-
málaráðið í Danmörku, Noregi
og Svíþjóð.
Finnar tóku upp evruna und-
ir lok síðasta áratugar og er
Mäkinen ekki í nokkrum vafa
um að upptakan hafi verið
gæfuspor fyrir ferðaþjónustu í Finnlandi.
„Inngangan í Evrópusambandið festi þá
ímynd í sessi að Finnland væri vestur-
evrópsk þjóð,“ segir Mäkinen, sem telur að-
ildina hafa verið jákvæða fyrir sjálfsmynd
finnskra fyrirtækja og einstaklinga, svo sem
listamanna. Finnar hafi ekki lengur þurft að
gera grein fyrir því, eða undirstrika, að þeir
væru vestur-evrópsk þjóð.
„Inngangan fól í sér mikil tækifæri fyrir
finnska ferðaþjónustu,“ segir
Makinen, sem rifjar upp að
Finnar hafi verið mjög gagn-
rýnir á stjórnmálamenn í krepp-
unni, sem hafi verið mjög djúp.
Finnskir frumkvöðlar hafi misst
trú á tækifærin í kreppunni.
Sú skoðun hafi orðið útbreidd
að stjórnin hafi bjargað bönk-
unum og aðstoðað stórfyrirtæki
en gert minna fyrir lítil fyrir-
tæki og frumkvöðla.
Gengissveiflurnar
voru erfiðar
Inntur eftir kostum þess að
hafa getað fellt gengið á finnska
markinu á sínum tíma segir
Mäkinen að það hafi verið afar erfitt fyrir
ferðaþjónustuna að laga sig að sveiflunum.
Iðnaðurinn geti nú sett krafta sína í annað.
„Það kom fyrir að viðskiptavinur hætti við
ferð til Finnlands eftir að gengið var orðið
of hátt. Í dag hefur stórlega dregið úr óör-
ygginu sem þessu fylgdi [...] Ég held að inn-
gangan hafi verið mikil lyftistöng fyrir
ferðaþjónustuna [...] Evran auðveldaði
ferðamönnum allan verðsamanburð,“ segir
Mäkinen, sem telur að ESB-aðild gæti haft
sömu áhrif á Íslandi.
Inntur eftir því sjónarmiði að íslensk
ferðaþjónusta njóti um þessar mundir góðs
af lágu gengi krónunnar telur Mäkinen að
stöðugleikinn hafi meiri þýðingu og vegi
þyngra en skammvinnur ávinningur af
gengissveiflum niður á við. Ferðaþjónustu-
fyrirtækin hafi ekki stjórn á þessum sveifl-
um og eigi erfitt með að laga reksturinn að
þeim.
Ýmis bönn til ama
Spurður hvaða áhrif breytingar á reglu-
verkinu hafi haft á finnsku ferðaþjónustuna
eftir inngönguna í Evrópusambandið segir
hann eitt og annað smávægilegt hafa komið
upp, svo sem að aðeins mætti nefna fetaost
því nafni ef hann væri frá Grikklandi. Helsti
höfuðverkurinn hafi verið ýmis boð og bönn.
Mäkinen er bjartsýnn fyrir hönd íslenskr-
ar ferðaþjónustu og telur mikil sóknarfæri í
heilsuferðum til Íslands og sérhæfðri ferða-
mennsku af ýmsu tagi.
„Íslendingar eru í þeirri einstöku stöðu að
enn leynast mikil tækifæri í ferðaþjónust-
unni. Þeir geta því valið hvaða þróunarbraut
þeir fara,“ segir Pekka Mäkinen.
Lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna
Forstöðumaður Icelandair í Finnlandi telur ESB-aðild hafa haft ýmsa kosti
Metur það svo að sömu áhrifa myndi gæta á Íslandi færi landið í ESB
Pekka Mäkinen
Finnland | Evrópusambandið